Hlutabréf í Renault féllu um 20% vegna gruns um dísilvélasvindl Finnur Thorlacius skrifar 14. janúar 2016 14:44 Renault í slæmum málum. Ef til vill er nýr dísilvélaskandall í uppsiglingu en nú er franski bílasmiðurinn Renault grunaður um samskonar svindl og Volkswagen var staðið að á síðasta ári. Frést hefur að aðilar frá efnahagsbrotadeild hjá frönskum yfirvöldum hafi verið í tíðum heimsóknum á þeim stöðum þar sem framleiðsla og prófun Renault véla fer fram. Efnahagsbrotadeildin á að hafa lagt hendur á tölvubúnað frá þessum stöðum og sé nú að rannsaka hvort samskonar háttur hefur verið hafður á í Renault bílum og Volkswagen bílum. Hlutabréf í Renault hafa ekki verið lægra skráð nú en árið 2008. Hlutabréf annarra bílaframleiðenda hefur einnig fallið nokkuð í kjölfar þessara frétta, meðal annars Peugeot (6.8%), BMW (4.6%), Daimler (5.7%), Fiat Crysler Automobiles (7,9%) og VW (4.4%) og máttu nú bréfin ekki við því hjá Volkswagen. Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent
Ef til vill er nýr dísilvélaskandall í uppsiglingu en nú er franski bílasmiðurinn Renault grunaður um samskonar svindl og Volkswagen var staðið að á síðasta ári. Frést hefur að aðilar frá efnahagsbrotadeild hjá frönskum yfirvöldum hafi verið í tíðum heimsóknum á þeim stöðum þar sem framleiðsla og prófun Renault véla fer fram. Efnahagsbrotadeildin á að hafa lagt hendur á tölvubúnað frá þessum stöðum og sé nú að rannsaka hvort samskonar háttur hefur verið hafður á í Renault bílum og Volkswagen bílum. Hlutabréf í Renault hafa ekki verið lægra skráð nú en árið 2008. Hlutabréf annarra bílaframleiðenda hefur einnig fallið nokkuð í kjölfar þessara frétta, meðal annars Peugeot (6.8%), BMW (4.6%), Daimler (5.7%), Fiat Crysler Automobiles (7,9%) og VW (4.4%) og máttu nú bréfin ekki við því hjá Volkswagen.
Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent