Lögreglufulltrúanum vísað frá störfum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2016 15:23 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ernir Lögreglufulltrúinn sem er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara vegna áralangra ásakanna samstarfsmanna, núverandi og fyrrverandi, og upplýsingagjafa vegna rannsókna á fíkniefnamálum hefur verið leystur tímabundið frá störfum. Þetta staðfestir Sigríður Björk Guðjónsdóttir við Vísi. Ríkissaksóknari vísaði málinu til héraðssaksóknara á mánudag en síðarnefnda embættið, sem tók til starfa um áramótin, hefur umsjón með rannsóknum á hendur lögreglumönnum. Lögreglufulltrúinn er annar tveggja starfsmanna fíkniefnadeildar sem leystir hafa verið frá störfum á skömmum tíma. Karl Steinar og lögreglufulltrúinn störfuðu afar náið saman í fíkniefnadeildarinnar á árum Karls Steinars sem yfirmanns deildarinnar.Vísir/Ernir Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum hafa verið háværar um árabil og voru meðal annars háværar í tíð Karls Steinars Valssonar sem yfirmanns fíkniefnadeildar. Karl Steinar fullyrti á fundi með samstarfsmönnum sínum og undirmönnum sínum að rannsókn á fulltrúanum hefði farið fram og ásakanir ekki reynst á rökum reistar. Síðan hefur komið í ljós að Karl Steinar skilaði greinargerð til yfirmanna sinna vegna málsins fyrri hluta árs 2012. Þar kom fram að engin ástæða væri til að vantreysta lögreglufulltrúanum. Karl Steinar var yfirmaður fulltrúans og náinn samstarfsmaður. Yfirmenn Karls Steinars, Jón H.B. Snorrason og Friðrik Smári Björgvinsson, hafa ekki upplýst hvað þeir gerðu við greinargerðina sem þeim barst. Ljóst er að hún barst ekki á borð ríkissaksóknara. Fyrir liggur fyrirspurn Vísis hjá Friðriki Smára og Jóni H.B. um hvað varð um greinargerðina. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40 Krefjast þess að máli Mirjam verði frestað Verjendur í umfangsmiklu fíkniefnamáli vilja fæa frestað málsmeðferð fyrir Hæstarétti í ljósi þess að hafin er sakamálarannsókn á lögreglufulltrúa sem stýrði tálbeituaðgerð sem miður fór í málinu. 12. janúar 2016 16:27 Spilling í lögreglunni: Hættunni boðið heim ár eftir ár Tveir reyndir fíkniefnalögreglumenn eru grunaðir um græsku. Aldrei hefur maður verið fundinn sekur af mútuþægni í röðum lögreglu. Skortur á eftirliti gæti verið ástæða þess. 7. janúar 2016 14:30 Ríkislögreglustjóri segir yfirmenn verða að svara hvernig tekið var á ásökununum Friðrik Smári Björgvinsson og Jón H.B. Snorrason hafa ekki viljað upplýsa hvað gert var við greinargerð Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglu. 14. janúar 2016 12:00 Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Jón H.B. Snorrason segir Karl Steinar Valsson hafa skoðað ásakanirnar og ályktað að ekkert væri hæft í þeim. 14. janúar 2016 13:43 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Lögreglufulltrúinn sem er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara vegna áralangra ásakanna samstarfsmanna, núverandi og fyrrverandi, og upplýsingagjafa vegna rannsókna á fíkniefnamálum hefur verið leystur tímabundið frá störfum. Þetta staðfestir Sigríður Björk Guðjónsdóttir við Vísi. Ríkissaksóknari vísaði málinu til héraðssaksóknara á mánudag en síðarnefnda embættið, sem tók til starfa um áramótin, hefur umsjón með rannsóknum á hendur lögreglumönnum. Lögreglufulltrúinn er annar tveggja starfsmanna fíkniefnadeildar sem leystir hafa verið frá störfum á skömmum tíma. Karl Steinar og lögreglufulltrúinn störfuðu afar náið saman í fíkniefnadeildarinnar á árum Karls Steinars sem yfirmanns deildarinnar.Vísir/Ernir Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum hafa verið háværar um árabil og voru meðal annars háværar í tíð Karls Steinars Valssonar sem yfirmanns fíkniefnadeildar. Karl Steinar fullyrti á fundi með samstarfsmönnum sínum og undirmönnum sínum að rannsókn á fulltrúanum hefði farið fram og ásakanir ekki reynst á rökum reistar. Síðan hefur komið í ljós að Karl Steinar skilaði greinargerð til yfirmanna sinna vegna málsins fyrri hluta árs 2012. Þar kom fram að engin ástæða væri til að vantreysta lögreglufulltrúanum. Karl Steinar var yfirmaður fulltrúans og náinn samstarfsmaður. Yfirmenn Karls Steinars, Jón H.B. Snorrason og Friðrik Smári Björgvinsson, hafa ekki upplýst hvað þeir gerðu við greinargerðina sem þeim barst. Ljóst er að hún barst ekki á borð ríkissaksóknara. Fyrir liggur fyrirspurn Vísis hjá Friðriki Smára og Jóni H.B. um hvað varð um greinargerðina.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40 Krefjast þess að máli Mirjam verði frestað Verjendur í umfangsmiklu fíkniefnamáli vilja fæa frestað málsmeðferð fyrir Hæstarétti í ljósi þess að hafin er sakamálarannsókn á lögreglufulltrúa sem stýrði tálbeituaðgerð sem miður fór í málinu. 12. janúar 2016 16:27 Spilling í lögreglunni: Hættunni boðið heim ár eftir ár Tveir reyndir fíkniefnalögreglumenn eru grunaðir um græsku. Aldrei hefur maður verið fundinn sekur af mútuþægni í röðum lögreglu. Skortur á eftirliti gæti verið ástæða þess. 7. janúar 2016 14:30 Ríkislögreglustjóri segir yfirmenn verða að svara hvernig tekið var á ásökununum Friðrik Smári Björgvinsson og Jón H.B. Snorrason hafa ekki viljað upplýsa hvað gert var við greinargerð Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglu. 14. janúar 2016 12:00 Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Jón H.B. Snorrason segir Karl Steinar Valsson hafa skoðað ásakanirnar og ályktað að ekkert væri hæft í þeim. 14. janúar 2016 13:43 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40
Krefjast þess að máli Mirjam verði frestað Verjendur í umfangsmiklu fíkniefnamáli vilja fæa frestað málsmeðferð fyrir Hæstarétti í ljósi þess að hafin er sakamálarannsókn á lögreglufulltrúa sem stýrði tálbeituaðgerð sem miður fór í málinu. 12. janúar 2016 16:27
Spilling í lögreglunni: Hættunni boðið heim ár eftir ár Tveir reyndir fíkniefnalögreglumenn eru grunaðir um græsku. Aldrei hefur maður verið fundinn sekur af mútuþægni í röðum lögreglu. Skortur á eftirliti gæti verið ástæða þess. 7. janúar 2016 14:30
Ríkislögreglustjóri segir yfirmenn verða að svara hvernig tekið var á ásökununum Friðrik Smári Björgvinsson og Jón H.B. Snorrason hafa ekki viljað upplýsa hvað gert var við greinargerð Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglu. 14. janúar 2016 12:00
Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Jón H.B. Snorrason segir Karl Steinar Valsson hafa skoðað ásakanirnar og ályktað að ekkert væri hæft í þeim. 14. janúar 2016 13:43