16% vöxtur bílasölu í Evrópu í desember Finnur Thorlacius skrifar 15. janúar 2016 10:30 Renault Megane. Sala bíla í Evrópu í síðasta mánuði var 16% meiri en í sama mánuði árið áður og heildarsalan á árinu jókst um 9,2%. Þetta er 28. mánuðurinn í röð sem bílasala vex í Evrópu. Í desember seldust 1,16 milljón bílar í Evrópu og sumum bílframleiðendum gekk mjög vel í sölu bíla sinna. Renault seldi 28% meira en árið áður og Ford 24% meira. Peugeot/Citroën náði 21% aukningu og því má segja að frönskum bílasmiðum hafi gengið ákaflega vel í lok ársins og það gefur góðar vonir fyrir nýtt ár. Sala Volkswagen bílasamstæðunnar gekk ekki eins vel, en samt var um aukningu að ræða um 4,4%. Sala Volkswagen bíla eingöngu jókst um 5,8%, Audi um 8%, Skoda um 6,6% en sala Seat féll um 9,2% og dróg því niður heildarsölu samstæðunnar. Markaðshlutdeild Volkswagen samstæðunnar með öll sín bílamerki minnkaði í desember úr 25% í 22,5%. Af bílaframleiðendum utan Evrópu jókst salan mest í álfunni í desember hjá Hyundai, eða um 37%. Kia seldi 15% meira, Toyota og Lexus 12% meira og Nissan 9% meira. Af þessum merkjum náði því Hyundai eitt meiri vexti en heildarvöxturinn. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent
Sala bíla í Evrópu í síðasta mánuði var 16% meiri en í sama mánuði árið áður og heildarsalan á árinu jókst um 9,2%. Þetta er 28. mánuðurinn í röð sem bílasala vex í Evrópu. Í desember seldust 1,16 milljón bílar í Evrópu og sumum bílframleiðendum gekk mjög vel í sölu bíla sinna. Renault seldi 28% meira en árið áður og Ford 24% meira. Peugeot/Citroën náði 21% aukningu og því má segja að frönskum bílasmiðum hafi gengið ákaflega vel í lok ársins og það gefur góðar vonir fyrir nýtt ár. Sala Volkswagen bílasamstæðunnar gekk ekki eins vel, en samt var um aukningu að ræða um 4,4%. Sala Volkswagen bíla eingöngu jókst um 5,8%, Audi um 8%, Skoda um 6,6% en sala Seat féll um 9,2% og dróg því niður heildarsölu samstæðunnar. Markaðshlutdeild Volkswagen samstæðunnar með öll sín bílamerki minnkaði í desember úr 25% í 22,5%. Af bílaframleiðendum utan Evrópu jókst salan mest í álfunni í desember hjá Hyundai, eða um 37%. Kia seldi 15% meira, Toyota og Lexus 12% meira og Nissan 9% meira. Af þessum merkjum náði því Hyundai eitt meiri vexti en heildarvöxturinn.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent