Fimm í forystu eftir fyrsta hring á Sony Open 15. janúar 2016 12:30 Vijay lék frábærlega á fyrsta hring í gær. Getty Fimm kylfingar deila efsta sætinu eftir fyrsta hring á Sony Open sem fram fer á Hawaii en aðstæður í gær til að skora vel voru með besta móti. Þeir Ricky Barnes, Morgan Hoffmann, Kevin Kisner, Brandt Snedeker og Vijay Singh léku Waialae völlinn á 63 höggum eða sjö undir pari en margir sterkir kylfingar eru á eftir þeim á fimm og sex undir. Frammistaða hins 52 ára Singh vakti mesta athygli en hann gæti orðið elsti sigurvegari í sögu PGA-mótaraðarinnar ef hann sigrar um helgina sem er met sem goðsögnin Sam Snead hefur átt síðan 1965. Sigurvegari síðasta árs, Jimmy Walker, byrjaði titilvörnina sína rólega en hann lék á 69 höggum, einu undir pari, og er jafn í 68. sæti. Sony Open verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni um helgina en útsendingartíma má sjá hér. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Fimm kylfingar deila efsta sætinu eftir fyrsta hring á Sony Open sem fram fer á Hawaii en aðstæður í gær til að skora vel voru með besta móti. Þeir Ricky Barnes, Morgan Hoffmann, Kevin Kisner, Brandt Snedeker og Vijay Singh léku Waialae völlinn á 63 höggum eða sjö undir pari en margir sterkir kylfingar eru á eftir þeim á fimm og sex undir. Frammistaða hins 52 ára Singh vakti mesta athygli en hann gæti orðið elsti sigurvegari í sögu PGA-mótaraðarinnar ef hann sigrar um helgina sem er met sem goðsögnin Sam Snead hefur átt síðan 1965. Sigurvegari síðasta árs, Jimmy Walker, byrjaði titilvörnina sína rólega en hann lék á 69 höggum, einu undir pari, og er jafn í 68. sæti. Sony Open verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni um helgina en útsendingartíma má sjá hér.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira