Will og Grace koma saman á ný Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. janúar 2016 19:51 Þau Jack, Megan, Will og Grace voru hrókar alls fagnaðar í upphafi nýrrar aldar. mynd/nbc Það verða ekki einungis vinirnir í Friends sem munu koma saman á næstunni heldur einnig hópurinn sem stóð að hinum geysivinsælu þáttum Will and Grace. Þrátt fyrir að hafa alltaf verið í skugga Friends nutu þau Will og Grace vinsælda á árabilinu 1998 til 2006 og hefur þeim stundum verið hrósað fyrir að auka sýnileika LGBT-samfélagsins. Þau Eric McCormack, sem lék Will Truman, og meðleigjandi hans Grace Adler, sem leikin var af Debru Messing, munu leiða saman hesta sína í febrúar ásamt þeim Megan Mullally (Karen Walker) og Sean Hayes (Jack McFarland).Sjá einnig: Vinirnir koma saman á ný Munu þau öll koma fram í sérstökum sjónvarpsþætti sem gerður verður til að heiðra handritshöfundinn James Burrows og þá 1000 þætti sem hann hefur komið að. Í þættinum munu leikararnir í Friends einnig koma fram, að frátöldum Matthew Perry, sem lék Chandler, eins og Vísir greindi frá á dögunum. Fram kemur í Hollywood Life að þátturinn verði tekinn upp þann 24. janúar og komi fyrir sjónir almennings um mánuði síðar, þann 21. febrúar. „Þetta verður endurkomuþáttur allra endurkomuþátta. Þið hafið ekki séð neitt í líkingu við hann," er haft eftir aðstandendum þáttarins. Bíó og sjónvarp Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Það verða ekki einungis vinirnir í Friends sem munu koma saman á næstunni heldur einnig hópurinn sem stóð að hinum geysivinsælu þáttum Will and Grace. Þrátt fyrir að hafa alltaf verið í skugga Friends nutu þau Will og Grace vinsælda á árabilinu 1998 til 2006 og hefur þeim stundum verið hrósað fyrir að auka sýnileika LGBT-samfélagsins. Þau Eric McCormack, sem lék Will Truman, og meðleigjandi hans Grace Adler, sem leikin var af Debru Messing, munu leiða saman hesta sína í febrúar ásamt þeim Megan Mullally (Karen Walker) og Sean Hayes (Jack McFarland).Sjá einnig: Vinirnir koma saman á ný Munu þau öll koma fram í sérstökum sjónvarpsþætti sem gerður verður til að heiðra handritshöfundinn James Burrows og þá 1000 þætti sem hann hefur komið að. Í þættinum munu leikararnir í Friends einnig koma fram, að frátöldum Matthew Perry, sem lék Chandler, eins og Vísir greindi frá á dögunum. Fram kemur í Hollywood Life að þátturinn verði tekinn upp þann 24. janúar og komi fyrir sjónir almennings um mánuði síðar, þann 21. febrúar. „Þetta verður endurkomuþáttur allra endurkomuþátta. Þið hafið ekki séð neitt í líkingu við hann," er haft eftir aðstandendum þáttarins.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein