Framkvæmda-ógleði Berglind Pétursdóttir skrifar 18. janúar 2016 07:00 Milli þess sem ég skelli uppúr yfir skoðunum fólks á listamannalaunum og lifi mínu eðlilega lífi vinn ég hörðum höndum að því að gera upp nýju íbúðina mína. Eða þið vitið, fylgist með smiðunum gera það. Ég hef aldrei átt íbúð áður en ég keypti nýlega ógeðslega ljóta íbúð á mjög lítinn pening og er að eyða mjög miklum pening í að gera hana sæta. Allt í einu snýst líf mitt um múr, fúgur, flísar, plötur og deildir innan Byko. Það versta við þessar framkvæmdir er að ég skil aldrei hvað er í gangi og veit ekki hvað neitt heitir. Alltaf þegar ég mæti á svæðið eru iðnaðarmennirnir á fullu að gera eitthvað sem ég hafði ekki hugmynd um að þyrfti að gera. Ég hélt (vonaði) að þeir myndu bara mála yfir allt sem væri ljótt og ég gæti flutt inn nokkrum dögum síðar. En nei, það þarf að kaupa rör, múra veggi, kaupa lista og leggja leiðslur sem mig óraði ekki fyrir. Og svo senda þeir mig út í búð. Ég held stundum að þeir leiki sér að því að biðja mig að kaupa eitthvað sem er ekki til, því í hvert sinn sem ég geri mér ferð í verslanirnar, sem eru allar nefndar eftir einhverjum mönnum (S. Helgason, Ísleifur Jónsson, Þ. Þorgrímsson, Kalli Kallason) tekur á móti mér starfsmaður sem skilur ekkert hvað ég er að tala um.Já daginn, ég átti að kaupa hérna eitt spliff.SPLIFF?Ha? Já, er það ekki til?Jújú, hvernig spliff?Eeeeee. Og svo þurfa þeir að vita hvort ég vildi hvítt eða svart og á endanum líður yfir mig. Svo ranka ég við mér, kaupi vitlaust spliff og þarf að fara aðra ferð í búðina að fá rétt. Ég hlakka mjög til þess að eiga notalegar stundir í nýju íbúðinni, en aðallega hlakka ég til að það renni upp laugardagur sem ég þarf ekki að eyða í flísabúð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun
Milli þess sem ég skelli uppúr yfir skoðunum fólks á listamannalaunum og lifi mínu eðlilega lífi vinn ég hörðum höndum að því að gera upp nýju íbúðina mína. Eða þið vitið, fylgist með smiðunum gera það. Ég hef aldrei átt íbúð áður en ég keypti nýlega ógeðslega ljóta íbúð á mjög lítinn pening og er að eyða mjög miklum pening í að gera hana sæta. Allt í einu snýst líf mitt um múr, fúgur, flísar, plötur og deildir innan Byko. Það versta við þessar framkvæmdir er að ég skil aldrei hvað er í gangi og veit ekki hvað neitt heitir. Alltaf þegar ég mæti á svæðið eru iðnaðarmennirnir á fullu að gera eitthvað sem ég hafði ekki hugmynd um að þyrfti að gera. Ég hélt (vonaði) að þeir myndu bara mála yfir allt sem væri ljótt og ég gæti flutt inn nokkrum dögum síðar. En nei, það þarf að kaupa rör, múra veggi, kaupa lista og leggja leiðslur sem mig óraði ekki fyrir. Og svo senda þeir mig út í búð. Ég held stundum að þeir leiki sér að því að biðja mig að kaupa eitthvað sem er ekki til, því í hvert sinn sem ég geri mér ferð í verslanirnar, sem eru allar nefndar eftir einhverjum mönnum (S. Helgason, Ísleifur Jónsson, Þ. Þorgrímsson, Kalli Kallason) tekur á móti mér starfsmaður sem skilur ekkert hvað ég er að tala um.Já daginn, ég átti að kaupa hérna eitt spliff.SPLIFF?Ha? Já, er það ekki til?Jújú, hvernig spliff?Eeeeee. Og svo þurfa þeir að vita hvort ég vildi hvítt eða svart og á endanum líður yfir mig. Svo ranka ég við mér, kaupi vitlaust spliff og þarf að fara aðra ferð í búðina að fá rétt. Ég hlakka mjög til þess að eiga notalegar stundir í nýju íbúðinni, en aðallega hlakka ég til að það renni upp laugardagur sem ég þarf ekki að eyða í flísabúð.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun