Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Kristján Már Unnarsson skrifar 18. janúar 2016 10:30 Svona sér norski listamaðurinn Anders Kvåle Rue fyrir sér að Ingólfur Arnarson hafi komið að öndvegissúlum sínum í Reykjavík árið 874. Var Náttfari þá búinn að búa í nokkur ár við Vestmannsvatn í Þingeyjarsýslum ásamt ambátt? Teikning/Anders Kvåle Rue Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Ingólfur hafi ekki verið fyrstur til að nema land, - það hafi verið Náttfari, einn af skipsmönnum Garðars Svavarssonar, hins sænska. Til marks um það fögnuðu Þingeyingar ellefu hundruð ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1970, - til að minnast landnáms Náttfara, - fjórum árum áður en Alþingi og ríkisstjórn héldu þjóðhátíðina á Þingvöllum árið 1974 til að minnast landnáms Ingólfs og 1100 ára afmælis Íslandsbyggðar. Í þættinum „Landnemarnir“ á Stöð 2 kvöld verður fjallað um ferðir þeirra Naddodds, Garðars Svavarssonar og Hrafna Flóka, og velt upp þeirri spurningu hvort Náttfari teljist fyrsti landnemi Íslands. Landnámabók segir að þegar Garðar Svavarsson hugðist sigla af landi brott, eftir vetursetu á Húsavík „..sleit frá honum mann á báti, er hét Náttfari, og þræl og ambátt. Hann byggði þar síðan, er heitir Náttfaravík."Náttfari, þrællinn og ambáttin urðu eftir þegar Garðar Svavarsson sigldi burt, eftir vetursetu á Húsavík.Teikning/Jakob Jóhannsson.Útgáfum Landnámu ber ekki saman um hvort þau hafi verið tvö eða þrjú sem urðu eftir, eða hvort Náttfari hafi verið þræll. Þingeyingar telja sig samt eiga fyrsta landnámsmanninn. Örlygur Hnefill Jónsson, stjórnarformaður Könnunarsafnsins á Húsavík, segir í þættinum í kvöld að sögu Náttfara hafi verið ýtt til hliðar. Þannig hafi enn ekki verið reist stytta af Náttfara, eins og gert hafi verið á Arnarhóli með landnámsmann númer tvö. Í þættinum birtast einnig þau sjónarmið að sagan um Náttfara sé tilbúningur, út frá örnefni á ljósum líparítkletti í Náttfaravíkum, en Þórhallur Vilmundarson varpaði fram þeirri kenningu árið 1980. Þátturinn „Landnemarnir“ er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 20.40 í kvöld. Þar verður einnig velt upp spurningunni hverjir fundu Ísland, hvort grískir sæfarar hafi komið hingað mörgum öldum fyrir Krist og gefið landinu nafnið Thule, eða hvort rómverskir peningar, sem fundust á Suðausturlandi, séu vitnisburður um ferðir Rómverja til Íslands fimmhundruð árum fyrir tíma víkinganna. Landnemarnir Menning Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Ingólfur hafi ekki verið fyrstur til að nema land, - það hafi verið Náttfari, einn af skipsmönnum Garðars Svavarssonar, hins sænska. Til marks um það fögnuðu Þingeyingar ellefu hundruð ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1970, - til að minnast landnáms Náttfara, - fjórum árum áður en Alþingi og ríkisstjórn héldu þjóðhátíðina á Þingvöllum árið 1974 til að minnast landnáms Ingólfs og 1100 ára afmælis Íslandsbyggðar. Í þættinum „Landnemarnir“ á Stöð 2 kvöld verður fjallað um ferðir þeirra Naddodds, Garðars Svavarssonar og Hrafna Flóka, og velt upp þeirri spurningu hvort Náttfari teljist fyrsti landnemi Íslands. Landnámabók segir að þegar Garðar Svavarsson hugðist sigla af landi brott, eftir vetursetu á Húsavík „..sleit frá honum mann á báti, er hét Náttfari, og þræl og ambátt. Hann byggði þar síðan, er heitir Náttfaravík."Náttfari, þrællinn og ambáttin urðu eftir þegar Garðar Svavarsson sigldi burt, eftir vetursetu á Húsavík.Teikning/Jakob Jóhannsson.Útgáfum Landnámu ber ekki saman um hvort þau hafi verið tvö eða þrjú sem urðu eftir, eða hvort Náttfari hafi verið þræll. Þingeyingar telja sig samt eiga fyrsta landnámsmanninn. Örlygur Hnefill Jónsson, stjórnarformaður Könnunarsafnsins á Húsavík, segir í þættinum í kvöld að sögu Náttfara hafi verið ýtt til hliðar. Þannig hafi enn ekki verið reist stytta af Náttfara, eins og gert hafi verið á Arnarhóli með landnámsmann númer tvö. Í þættinum birtast einnig þau sjónarmið að sagan um Náttfara sé tilbúningur, út frá örnefni á ljósum líparítkletti í Náttfaravíkum, en Þórhallur Vilmundarson varpaði fram þeirri kenningu árið 1980. Þátturinn „Landnemarnir“ er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 20.40 í kvöld. Þar verður einnig velt upp spurningunni hverjir fundu Ísland, hvort grískir sæfarar hafi komið hingað mörgum öldum fyrir Krist og gefið landinu nafnið Thule, eða hvort rómverskir peningar, sem fundust á Suðausturlandi, séu vitnisburður um ferðir Rómverja til Íslands fimmhundruð árum fyrir tíma víkinganna.
Landnemarnir Menning Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45
Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45