Færri og færri með ökuskírteini í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2016 16:28 Ungmenni í bílatíma í Bandaríkjunum. Komið hefur í ljós að það er ekki bara í yngsta aldurshópi þeirra sem aldur hafa til að taka ökupróf sem þeim hefur fækkað sem kjósa að taka prófið. Transportation Research Institute í Bandaríkjunum heldur vel utan um tölu þeirra sem taka ökupróf og í aldurshópnum frá 16 til 44 ára hefur þeim fækkað ört á síðustu árum. Árið 2008 voru 31,1% 16 ára einstaklinga með próf en aðeins 24,5% árið 2014. Ef skoðaður er aldurshópurinn 20-24 ára féll þetta hlutfall úr 82,0% í 76,7% á sama tíma. Í aldurshópnum 45-69 féll hlutfallið líka og einnig í aldurshópi 70 ára og eldri. Sá aldurshópur sem líklegastur er til að hafa ökupróf er 60-64 ára og eru 92,1% þeirra með próf. Árið 2008 var það hlutfall reyndar 95,9%. Betri almenningssamgöngur og tilkoma Uber og Lyft hefur ef til haft mest áhrif í þessa veruna, sem og breyttur lífsstíll margra, ekki síst í borgum Bandaríkjanna. Könnun sem gerð var árið 2013 benti einnig til þess að færri og færri í yngsta aldurshópnum er líklegir til að finna sér vinnu til að hafa efni á því að eiga og reka bíl og í henni kom einnig í ljós að 22% aðspurðar á aldrinum 18-22 ára ætluðu sér aldrei að taka bílpróf. Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent
Komið hefur í ljós að það er ekki bara í yngsta aldurshópi þeirra sem aldur hafa til að taka ökupróf sem þeim hefur fækkað sem kjósa að taka prófið. Transportation Research Institute í Bandaríkjunum heldur vel utan um tölu þeirra sem taka ökupróf og í aldurshópnum frá 16 til 44 ára hefur þeim fækkað ört á síðustu árum. Árið 2008 voru 31,1% 16 ára einstaklinga með próf en aðeins 24,5% árið 2014. Ef skoðaður er aldurshópurinn 20-24 ára féll þetta hlutfall úr 82,0% í 76,7% á sama tíma. Í aldurshópnum 45-69 féll hlutfallið líka og einnig í aldurshópi 70 ára og eldri. Sá aldurshópur sem líklegastur er til að hafa ökupróf er 60-64 ára og eru 92,1% þeirra með próf. Árið 2008 var það hlutfall reyndar 95,9%. Betri almenningssamgöngur og tilkoma Uber og Lyft hefur ef til haft mest áhrif í þessa veruna, sem og breyttur lífsstíll margra, ekki síst í borgum Bandaríkjanna. Könnun sem gerð var árið 2013 benti einnig til þess að færri og færri í yngsta aldurshópnum er líklegir til að finna sér vinnu til að hafa efni á því að eiga og reka bíl og í henni kom einnig í ljós að 22% aðspurðar á aldrinum 18-22 ára ætluðu sér aldrei að taka bílpróf.
Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent