Sport

Róbert Ísak vann sjómannabikarinn | Myndir

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Róbert Ísak Jónsson sem syndir fyrir Sundfélagið Fjörð vann sjómannabikarinn í dag  á nýárssundmóti fatlaðra barna og unglinga.

Róbert Ísak syndir í flokki þroskahamlaðra, S14, og vann bikarinn fyrir stigahæsta sundið sem var í 50 metra flugsundi þegar hann kom í mark á 30,6 sekúndum.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, var heiðursgestur á mótinu og afhenti Róberti Ísaki bikarinn í mótslok en myndband frá mótinu má sjá hér fyrir ofan.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari 365, var á mótinu í dag og tók meðfylgjandi myndir.

Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×