70 ár frá fyrstu bjöllunni Finnur Thorlacius skrifar 4. janúar 2016 11:06 Ein af fyrstu bjöllunum ekið frá verksmiðjunni í Wolfsburg. Autoblog Síðasta vika markar tímamót í bílasögunni þar sem þann 1. janúar árið 1946 rann fyrsta bjallan af færiböndum Volkswagen í Wolfsburg og því 70 ára síðan. Verksmiðjan þar sem bjallan var framleidd var á þeim tíma af fullkomnustu gerð og hafði verið reist áður en að seinni heimstyrjöldinni kom, en hún var svo til eyðilögð af herjum bandamanna í stríðinu, enda hafði henni verið breytt til smíði hertóla. Verksmiðjan var svo endurbyggð í kjölfar stríðsins að undirlagi breska majorsins Ivan Hirst með hjálp breska hersins og framleiðsla hófst svo fyrsta dag ársins 1946. Framleiðslan var lítil í upphafi en tók síðan mikinn kipp árið 1948 og var bjallan svo framleidd ósleitið til ársins 2003, en þá var síðustu bjöllunni rúllað út úr verksmiðju í Mexíkó sem framleiddi bjölluna í því formi sem heimsbyggðin þekkti hana best. Það ár var reyndar búið að kynna New Beetle, arftaka þeirrar gömlu. Verksmiðjan í Wolfsburg varð síðan að stærstu bílaverksmiðju Evrópu og er hún að flatarmáli stærri en Mónakó. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent
Síðasta vika markar tímamót í bílasögunni þar sem þann 1. janúar árið 1946 rann fyrsta bjallan af færiböndum Volkswagen í Wolfsburg og því 70 ára síðan. Verksmiðjan þar sem bjallan var framleidd var á þeim tíma af fullkomnustu gerð og hafði verið reist áður en að seinni heimstyrjöldinni kom, en hún var svo til eyðilögð af herjum bandamanna í stríðinu, enda hafði henni verið breytt til smíði hertóla. Verksmiðjan var svo endurbyggð í kjölfar stríðsins að undirlagi breska majorsins Ivan Hirst með hjálp breska hersins og framleiðsla hófst svo fyrsta dag ársins 1946. Framleiðslan var lítil í upphafi en tók síðan mikinn kipp árið 1948 og var bjallan svo framleidd ósleitið til ársins 2003, en þá var síðustu bjöllunni rúllað út úr verksmiðju í Mexíkó sem framleiddi bjölluna í því formi sem heimsbyggðin þekkti hana best. Það ár var reyndar búið að kynna New Beetle, arftaka þeirrar gömlu. Verksmiðjan í Wolfsburg varð síðan að stærstu bílaverksmiðju Evrópu og er hún að flatarmáli stærri en Mónakó.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent