Fimm sem hverfa í ár Finnur Thorlacius skrifar 4. janúar 2016 13:15 Lokaútgáfa Mitsubishi Lancer Evolution X. worldcarfans Bílaframleiðendur þurfa sífellt að vera á tánum og bjóða kaupendum bíla sem höfða til þeirra og því hverfa margar bílgerðir af sjónarsviðinum á hverju ári. Oftast þegar hætt er smíði ákveðinnar bílgerðar er það vegna dræmrar sölu, að bíllinn hlýti ekki lengur öryggis- eða mengunarkröfum eða að bílaframleiðandinn hefur ákveðið að skipta henni út fyrir aðra enn söluvænni bílgerð. Nokkrir bílar munu hverfa úr sýningarsölunum þetta árið og sjást hér fimm þeirra. Sumum þeirra, ef ekki öllum, verður saknað af bílaáhugamönnum. Fyrstan skal telja þennan Mitsubishi Lancer Evolution X. Hann hefur verið framleiddur í 9 ár og það þykir dágott fyrir kynslóð bíls, en í tilviki þessa bíls kemur enginn annar í staðinn og er margur bílaáhugamaðurinn orðlaus yfir þessari ákvörðun Mitsubishi. Lancer Evolution X er mjög dáður bíll og víst er að hann myndi seljast ágætlega áfram ef framleiðslu hans yrði áframhaldið. Svo verður þó ekki.Dodge Durango STFramleiðslu Dodge Durango ST verður hætt á árinu og er 2015 módel hans það síðasta. Heyrst hefur að arftaki hans verði 7 sæta bíll, en svar við því verður að bíða til nokkurra ára. Sumir munu sakna V8 Hemi vélarinnar sem er í Dodge Durango ST og vígalegs útlits hans.Ein af lokaútgáfunum, Land Rover Defender Overfinch.Einn af sögufrægustu bílum heims kveður líka þetta árið, Land Rover Defender, sem ekki lengu uppfyllir mengunarreglur. Einhver ár verður í arftaka hans og á meðan munu aðdáendur hans fella nokkur tár.Mini Cooper Coupe.Framleiðslu verður einnig hætt á þessum Mini Cooper Coupe, en hann var reyndar ekki allra enda sköpulagið óvenjulegt og notadrýgni hans dregið í efa. Honum var þó fagnað af mörgum vegna mikils vilja til sköpunargáfu Mini. Þessi bíll náði reyndar aldrei flugi hvað sölu varðar og verður ef til vill ekki grátinn af mörgum.Nissan XTerra.Þessi Nissan XTerra kom reyndar aldrei til sölu hérlendis og var framleiddur fyrir Ameríkumarkað og hefur verið þar á markaði í meira en áratug. Hann er örlítið grófari torfæruútgáfa annars framleiðslubíls Nissan og hefur nú aldrei verið mærður fyrir aksturseiginleika, né heldur yfirburða torfæruhæfni. Því munu vafalaust fáir gráta hann lengi. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent
Bílaframleiðendur þurfa sífellt að vera á tánum og bjóða kaupendum bíla sem höfða til þeirra og því hverfa margar bílgerðir af sjónarsviðinum á hverju ári. Oftast þegar hætt er smíði ákveðinnar bílgerðar er það vegna dræmrar sölu, að bíllinn hlýti ekki lengur öryggis- eða mengunarkröfum eða að bílaframleiðandinn hefur ákveðið að skipta henni út fyrir aðra enn söluvænni bílgerð. Nokkrir bílar munu hverfa úr sýningarsölunum þetta árið og sjást hér fimm þeirra. Sumum þeirra, ef ekki öllum, verður saknað af bílaáhugamönnum. Fyrstan skal telja þennan Mitsubishi Lancer Evolution X. Hann hefur verið framleiddur í 9 ár og það þykir dágott fyrir kynslóð bíls, en í tilviki þessa bíls kemur enginn annar í staðinn og er margur bílaáhugamaðurinn orðlaus yfir þessari ákvörðun Mitsubishi. Lancer Evolution X er mjög dáður bíll og víst er að hann myndi seljast ágætlega áfram ef framleiðslu hans yrði áframhaldið. Svo verður þó ekki.Dodge Durango STFramleiðslu Dodge Durango ST verður hætt á árinu og er 2015 módel hans það síðasta. Heyrst hefur að arftaki hans verði 7 sæta bíll, en svar við því verður að bíða til nokkurra ára. Sumir munu sakna V8 Hemi vélarinnar sem er í Dodge Durango ST og vígalegs útlits hans.Ein af lokaútgáfunum, Land Rover Defender Overfinch.Einn af sögufrægustu bílum heims kveður líka þetta árið, Land Rover Defender, sem ekki lengu uppfyllir mengunarreglur. Einhver ár verður í arftaka hans og á meðan munu aðdáendur hans fella nokkur tár.Mini Cooper Coupe.Framleiðslu verður einnig hætt á þessum Mini Cooper Coupe, en hann var reyndar ekki allra enda sköpulagið óvenjulegt og notadrýgni hans dregið í efa. Honum var þó fagnað af mörgum vegna mikils vilja til sköpunargáfu Mini. Þessi bíll náði reyndar aldrei flugi hvað sölu varðar og verður ef til vill ekki grátinn af mörgum.Nissan XTerra.Þessi Nissan XTerra kom reyndar aldrei til sölu hérlendis og var framleiddur fyrir Ameríkumarkað og hefur verið þar á markaði í meira en áratug. Hann er örlítið grófari torfæruútgáfa annars framleiðslubíls Nissan og hefur nú aldrei verið mærður fyrir aksturseiginleika, né heldur yfirburða torfæruhæfni. Því munu vafalaust fáir gráta hann lengi.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent