Gunnar Nelson íþróttamaður ársins 2015 að mati lesenda Vísis Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. janúar 2016 09:00 Gunnar Nelson er vinsæll á meðal Íslendinga. vísir/getty Gunnar Nelson, fremsti bardagamaður Íslands, var kosinn íþróttamaður ársins af lesendum Vísis annað árið í röð. Lesendur Vísis stýrðu kosningunni algjörlega en þeir fengu tækifæri á að koma með tilnefningar og svo var Facebook-kosning á milli þeirra tíu sem fengu flestar tilnefningar. Valið stóð á milli fimm karla og fimm kvenna úr átta íþróttagreinum. Rétt tæplega 10.000 manns tóku þátt í kosningunni og vann Gunnar öruggan sigur líkt og í fyrra. Gunnar barðist tvisvar á árinu. Hann vann Bandaríkjamanninn Brandon Thatch í Las Vegas í júlí með hengingartaki í fyrstu lotu. Seinni bardaginn var ekki jafn góður en þar tapaði Gunnar fyrir Demian Maia, aftur í Las Vegas, á stigum. „Mér finnst alveg ótrúlegt hvað ég fæ mikinn stuðning og ég finn það bara í samfélaginu þegar ég til dæmis fer niður í bæ á Þorláksmessu þar sem er mikið af fólki sem kemur og spjallar við mann,“ segir Gunnar um viðurkenninguna í viðtali við Vísi. „Maður finnur fyrir meðbyrnum og hversu mikinn stuðning maður fær. Það er ekki hægt að lýsa því hversu þakklátur ég er fyrir þennan stuðning. Þó aðeins á móti blási fær maður samt svona kosningu. Þetta skiptir öllu,“ segir Gunnar Nelson. Ítarlegt viðtal við Gunnar birtist á Vísi síðar í dag.Niðurstaðan í kosningu Vísis: 1. Gunnar Nelson, MMA 2. Kristín Þorsteinsdóttir, íþróttir fatlaðra 3. Katrín Tanja Davíðsdóttir, CrossFit 4. Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund 5. Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingar 6. Gylfi Þór Sigurðsson, fótbolti 7. Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttir 8. Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti 9. Aron Einar Gunnarsson, fótbolti 10. Jón Arnór Stefánsson, körfubolti Aðrar íþróttir Fréttir ársins 2015 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira
Gunnar Nelson, fremsti bardagamaður Íslands, var kosinn íþróttamaður ársins af lesendum Vísis annað árið í röð. Lesendur Vísis stýrðu kosningunni algjörlega en þeir fengu tækifæri á að koma með tilnefningar og svo var Facebook-kosning á milli þeirra tíu sem fengu flestar tilnefningar. Valið stóð á milli fimm karla og fimm kvenna úr átta íþróttagreinum. Rétt tæplega 10.000 manns tóku þátt í kosningunni og vann Gunnar öruggan sigur líkt og í fyrra. Gunnar barðist tvisvar á árinu. Hann vann Bandaríkjamanninn Brandon Thatch í Las Vegas í júlí með hengingartaki í fyrstu lotu. Seinni bardaginn var ekki jafn góður en þar tapaði Gunnar fyrir Demian Maia, aftur í Las Vegas, á stigum. „Mér finnst alveg ótrúlegt hvað ég fæ mikinn stuðning og ég finn það bara í samfélaginu þegar ég til dæmis fer niður í bæ á Þorláksmessu þar sem er mikið af fólki sem kemur og spjallar við mann,“ segir Gunnar um viðurkenninguna í viðtali við Vísi. „Maður finnur fyrir meðbyrnum og hversu mikinn stuðning maður fær. Það er ekki hægt að lýsa því hversu þakklátur ég er fyrir þennan stuðning. Þó aðeins á móti blási fær maður samt svona kosningu. Þetta skiptir öllu,“ segir Gunnar Nelson. Ítarlegt viðtal við Gunnar birtist á Vísi síðar í dag.Niðurstaðan í kosningu Vísis: 1. Gunnar Nelson, MMA 2. Kristín Þorsteinsdóttir, íþróttir fatlaðra 3. Katrín Tanja Davíðsdóttir, CrossFit 4. Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund 5. Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingar 6. Gylfi Þór Sigurðsson, fótbolti 7. Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttir 8. Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti 9. Aron Einar Gunnarsson, fótbolti 10. Jón Arnór Stefánsson, körfubolti
Aðrar íþróttir Fréttir ársins 2015 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira