Kjaftfullar rútur af ferðamönnum bruna á brennurnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. janúar 2016 10:00 Rúturnar mættar á brennuna í Kópavoginum. Vísir/Pjetur Afar mikil aukning var á milli ára í sölu á brennu- og flugeldaferðum fyrir erlenda ferðamenn á höfuðborgarsvæðinu á gamlárskvöld. Fyrir tíu þúsund krónur fengu ferðamennirnir rútuferð og leiðsögn á brennu, kaffisopa á kaffihúsi og freyðivínsglas á miðnætti með gott útsýni yfir flugeldasýningu landsmanna. Ólafur Ólafsson, sölustjóri hjá Guide To Iceland sem tekur á móti ferðamönnum neðarlega á Laugaveginum, segir að stappað hafi verið fram úr dyrum dagana fram að áramótum.Á annað eða þriðja þúsund ferðamanna sóttu brennur landsins heim á gamlárskvöld.Vísir/Egill Aðalsteinsson„Fólk vildi vita hverjar væru bestu brennurnar, hvar ætti að kaupa flugelda og þar fram eftir götunum,“ segir Ólafur. Allur gangur sé á því hvort fólki kaupi ferðir í gegnum Guide To Iceland eða notist einfaldlega við ráðin og skipuleggi kvöldið sjálft. „Svo til öll hótel voru uppbókuð yfir áramótin og í raun erfitt að finna hvað sem er. Það er klárlega aukning á milli ára en bara spurning hve mikil hún er,“ segir Ólafur. Leiðsögumenn hafi verið uppbókaðir yfir áramótin og hreinlega brjálað að gera.Rúturnar eiga ekki í neinum vandræðum með aðkomuna því nóg er af bílastæðum í nágrenni brennunnar.Mynd/Björn Elvar SigmarssonNokkur þúsund í skipulögðum brennuferðum Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Grayline, tekur undir með Ólafi að klárlega sé um aukningu að ræða á fjölda ferðamanna á milli ára. Á milli 600 og 700 ferðamenn hafi bókað sig í ferð hjá Grayline á gamlárskvöld, langflestir í fyrrnefnda fimm tíma ferð sem kosti tíu þúsund krónur. Önnur fyrirtæki, svo sem Sterna og Reykjavík Excursions, bjóða upp á svipaðar ferðir. Því er ekki óvarlegt að áætla að fjöldi ferðamanna í skipulögðum brennuferðum hafi verið á annað eða þriðja þúsund. Einnig var boðið upp á stakar brennuferðir og stakar flugeldaferðir. Þær hafi þó verið töluvert fámennari en fimm tíma ferðin. Líklega sé aukningin á milli ára 60-70 prósent í gamlársferðirnar. Grayline fer með sitt fólk á brennu sem Breiðablik stendur fyrir í Kópavogi. Þar er aðkoman til fyrirmyndar að sögn Þóris og skipuleggjendur gera hvað þeir geti að greiða götu gesta sinna.Að neðan má sjá flugeldasýningu Hjálparsveitar skáta í Kópavogi við brennuna á gamlárskvöld. Björn Elvar Sigmarsson tók upp myndbandið.Námsmenn frá Asíu fjölmenna til Íslands Þórir segir það ekki koma á óvart að fólk sæki í auknum mæli í ferðir til Íslands á þessum árstíma. „Hingað er auðvelt að komast á þessum tíma, það eru góð tilboð í gangi og eitthvað um að vera. Fullt af fyrirtækjum bjóða upp á snjósleðaferðir, hellaferðir og fleira,“ segir Þórir. Hann merki mikla aukningu í fjölda ferðamanna frá Asíu.Frá brennunni í Kópavogi þangað sem Grayline fer með ferðamenn.Mynd/Björn Elvar Sigmarsson„Sérstaklega hjá þeim sem eru í skólafríum í Evrópu. Þau vilja í auknum mæli frekar koma til Íslands í fimm daga en að fljúga heim til Kína eða Hong Kong.“ Þórir segir fleiri hótel og veitingastaði hafa verið opna um áramót í ár en undanfarin ár. Erfiðara sé hins vegar um vik í kringum jólin og þar hjálpi íslensk löggjöf ekki til. „Tæknilega séð er það lögbrot að þjónusta ferðamenn með mat á aðfangadagskvöld. Þetta hefur gleymst í umræðunni,“ segir Þórir en allt sé þó á uppleið.Þessi skemmtu sér vel á brennu á gamlárskvöld.Vísir/Egill AðalsteinssonFyrir tíu þúsund krónur fengu ferðamennirnir rútuferð og leiðsögn á brennu, kaffisopa á kaffihúsi og freyðivínsglas á miðnætti með gott útsýni yfir flugeldasýningu landsmanna.Vísir/Egill Aðalsteinsson Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Afar mikil aukning var á milli ára í sölu á brennu- og flugeldaferðum fyrir erlenda ferðamenn á höfuðborgarsvæðinu á gamlárskvöld. Fyrir tíu þúsund krónur fengu ferðamennirnir rútuferð og leiðsögn á brennu, kaffisopa á kaffihúsi og freyðivínsglas á miðnætti með gott útsýni yfir flugeldasýningu landsmanna. Ólafur Ólafsson, sölustjóri hjá Guide To Iceland sem tekur á móti ferðamönnum neðarlega á Laugaveginum, segir að stappað hafi verið fram úr dyrum dagana fram að áramótum.Á annað eða þriðja þúsund ferðamanna sóttu brennur landsins heim á gamlárskvöld.Vísir/Egill Aðalsteinsson„Fólk vildi vita hverjar væru bestu brennurnar, hvar ætti að kaupa flugelda og þar fram eftir götunum,“ segir Ólafur. Allur gangur sé á því hvort fólki kaupi ferðir í gegnum Guide To Iceland eða notist einfaldlega við ráðin og skipuleggi kvöldið sjálft. „Svo til öll hótel voru uppbókuð yfir áramótin og í raun erfitt að finna hvað sem er. Það er klárlega aukning á milli ára en bara spurning hve mikil hún er,“ segir Ólafur. Leiðsögumenn hafi verið uppbókaðir yfir áramótin og hreinlega brjálað að gera.Rúturnar eiga ekki í neinum vandræðum með aðkomuna því nóg er af bílastæðum í nágrenni brennunnar.Mynd/Björn Elvar SigmarssonNokkur þúsund í skipulögðum brennuferðum Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Grayline, tekur undir með Ólafi að klárlega sé um aukningu að ræða á fjölda ferðamanna á milli ára. Á milli 600 og 700 ferðamenn hafi bókað sig í ferð hjá Grayline á gamlárskvöld, langflestir í fyrrnefnda fimm tíma ferð sem kosti tíu þúsund krónur. Önnur fyrirtæki, svo sem Sterna og Reykjavík Excursions, bjóða upp á svipaðar ferðir. Því er ekki óvarlegt að áætla að fjöldi ferðamanna í skipulögðum brennuferðum hafi verið á annað eða þriðja þúsund. Einnig var boðið upp á stakar brennuferðir og stakar flugeldaferðir. Þær hafi þó verið töluvert fámennari en fimm tíma ferðin. Líklega sé aukningin á milli ára 60-70 prósent í gamlársferðirnar. Grayline fer með sitt fólk á brennu sem Breiðablik stendur fyrir í Kópavogi. Þar er aðkoman til fyrirmyndar að sögn Þóris og skipuleggjendur gera hvað þeir geti að greiða götu gesta sinna.Að neðan má sjá flugeldasýningu Hjálparsveitar skáta í Kópavogi við brennuna á gamlárskvöld. Björn Elvar Sigmarsson tók upp myndbandið.Námsmenn frá Asíu fjölmenna til Íslands Þórir segir það ekki koma á óvart að fólk sæki í auknum mæli í ferðir til Íslands á þessum árstíma. „Hingað er auðvelt að komast á þessum tíma, það eru góð tilboð í gangi og eitthvað um að vera. Fullt af fyrirtækjum bjóða upp á snjósleðaferðir, hellaferðir og fleira,“ segir Þórir. Hann merki mikla aukningu í fjölda ferðamanna frá Asíu.Frá brennunni í Kópavogi þangað sem Grayline fer með ferðamenn.Mynd/Björn Elvar Sigmarsson„Sérstaklega hjá þeim sem eru í skólafríum í Evrópu. Þau vilja í auknum mæli frekar koma til Íslands í fimm daga en að fljúga heim til Kína eða Hong Kong.“ Þórir segir fleiri hótel og veitingastaði hafa verið opna um áramót í ár en undanfarin ár. Erfiðara sé hins vegar um vik í kringum jólin og þar hjálpi íslensk löggjöf ekki til. „Tæknilega séð er það lögbrot að þjónusta ferðamenn með mat á aðfangadagskvöld. Þetta hefur gleymst í umræðunni,“ segir Þórir en allt sé þó á uppleið.Þessi skemmtu sér vel á brennu á gamlárskvöld.Vísir/Egill AðalsteinssonFyrir tíu þúsund krónur fengu ferðamennirnir rútuferð og leiðsögn á brennu, kaffisopa á kaffihúsi og freyðivínsglas á miðnætti með gott útsýni yfir flugeldasýningu landsmanna.Vísir/Egill Aðalsteinsson
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira