Trukkur fuðrar upp í Dakar rallinu Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2016 15:28 Trukkurinn í ljósum logum. Þeir voru heppnir ökumennirnir í þessum Renault trukki að sleppa úr eldhafinu sem blossaði upp á svipstundu í miðju ralli dagsins í dag. Ökumaður bílsins þegar í honum kviknaði var Martin van den Brink, en hann vann Rally Marokko á síðasta ári og er reyndur í faginu. Martin fann fyrir því að enginn bremsuþrýstingur var á trukknum og fyrir vikið endaði hann utan vegar og aðstoðarmenn hans stukku út til að aðgæta hvað að væri. Við blöstu vænar eldtungur úr trukknum og fátt annað að gera en yfirgefa hann í ofboði. Það rétt tókst áður en trukkurinn varð alelda. Aðvífandi ökumenn annarra trukka sem þátt taka í keppninni reyndu að slökkva eldinn en það reyndist ógjörningur. Keppni á trukkum er ekki síður hörð og spennandi í þessari þekktustu þolaakstursrallkeppni heims og þar getur greinilega allt gerst. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent
Þeir voru heppnir ökumennirnir í þessum Renault trukki að sleppa úr eldhafinu sem blossaði upp á svipstundu í miðju ralli dagsins í dag. Ökumaður bílsins þegar í honum kviknaði var Martin van den Brink, en hann vann Rally Marokko á síðasta ári og er reyndur í faginu. Martin fann fyrir því að enginn bremsuþrýstingur var á trukknum og fyrir vikið endaði hann utan vegar og aðstoðarmenn hans stukku út til að aðgæta hvað að væri. Við blöstu vænar eldtungur úr trukknum og fátt annað að gera en yfirgefa hann í ofboði. Það rétt tókst áður en trukkurinn varð alelda. Aðvífandi ökumenn annarra trukka sem þátt taka í keppninni reyndu að slökkva eldinn en það reyndist ógjörningur. Keppni á trukkum er ekki síður hörð og spennandi í þessari þekktustu þolaakstursrallkeppni heims og þar getur greinilega allt gerst.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent