Fimmtungur starfsmanna án samnings Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. janúar 2016 06:00 Rúmt ár er síðan að tónlistarkennarar stóðu í verkfallsaðgerðum, en haustið 2014 varði verkfall þeirra í fimm vikur. Vísir/Valli Samband íslenskra sveitarfélaga á eftir að ná kjarasamningum við tvo fimmtu þeirra verkalýðsfélaga sem samið er við, eða 27 af 67 félögum. Samkvæmt upplýsingum frá sambandinu ná þeir kjarasamningar sem búið er að gera þó til um 82 prósenta starfsmanna sveitarfélaganna. Sveitarfélögin áttu alla sína samninga eftir þegar niðurstaða náðist í viðræðum SALEK-hópsins í lok október. Í desemberbyrjun var samningum lokið við rúman helming. Meðal þeirra sem út af standa eru félag tónlistarskólakennara, þrjú félög iðnaðarmanna og Verkalýðsfélag Akraness (VLFA). Sveitarfélögin hafa samið við 19 af 24 félögum ASÍ, en tónlistarkennarar eru eina félag Kennarasambandsins (KÍ) sem ekki hefur verið samið við.Sigrún Grendal Jóhannesdóttir formaður Félags tónlistarskólakennaraSigrún Grendal Jóhannesdóttir, formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, segist vongóð um að samningar náist og bjóst við að fundað yrði í deilunni í vikunni. „Okkar vonir standa til að við fáum sams konar meðferð og kollegar okkar við samningaborðið og það komi núna sem eftir á að leiðrétta í okkar kjarasamningi,“ segir hún. „Við erum bjartsýn á að þetta verði bæði málefnalegt og sanngjarnt núna.“ Félagið var í fimm vikur í verkfalli síðla hausts 2014. Í dag hefur verið boðað til fundar samninganefndar sveitarfélaga við sameiginlega samninganefnd VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna, Matvíss og Samiðnar. Þar er nokkuð í land enn þá og ýmis atriði undir hjá hverju félagi, svo sem óánægja með ákvæði um starfsmat hjá matreiðslufólki.Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags AkranessVilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, segir hins vegar ekki stranda á öðru en ákvæði um SALEK-samkomulagið sem sveitarfélögin geri kröfu um að verði hluti af nýjum kjarasamningi. Aðalmeðferð í máli sem verkalýðsfélagið hafi höfðað fyrir Félagsdómi vegna þessa fari fram 27. janúar og viðræður tilgangslausar þar til dómur hafi fallið. „Við teljum SALEK-samkomulagið brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og á stjórnarskrá og erum að láta á það reyna. Um launabreytingarnar sem slíkar er enginn ágreiningur,“ segir hann.Samið við 40 félög af 67Sveitarfélögin eiga eftir sjúkraliða og slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn. Þá eru eftir öll félög Bandalags háskólamanna (BHM). Eins er ólokið samningum við hjúkrunarfræðinga, Félag skipstjórnarmanna, Kjarafélag Tæknifræðingafélags Íslands, Stéttarfélag byggingafræðinga, Stéttarfélag verkfræðinga og Verkstjórasamband Íslands. Samið hefur verið við félög Kennarasambands Íslands, nema Félag tónlistarkennara, og samningum lokið við 19 af 23 félögum ASÍ. Þar standa út af VM, Matvís, Samiðn og VLFA. Verkfall 2016 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga á eftir að ná kjarasamningum við tvo fimmtu þeirra verkalýðsfélaga sem samið er við, eða 27 af 67 félögum. Samkvæmt upplýsingum frá sambandinu ná þeir kjarasamningar sem búið er að gera þó til um 82 prósenta starfsmanna sveitarfélaganna. Sveitarfélögin áttu alla sína samninga eftir þegar niðurstaða náðist í viðræðum SALEK-hópsins í lok október. Í desemberbyrjun var samningum lokið við rúman helming. Meðal þeirra sem út af standa eru félag tónlistarskólakennara, þrjú félög iðnaðarmanna og Verkalýðsfélag Akraness (VLFA). Sveitarfélögin hafa samið við 19 af 24 félögum ASÍ, en tónlistarkennarar eru eina félag Kennarasambandsins (KÍ) sem ekki hefur verið samið við.Sigrún Grendal Jóhannesdóttir formaður Félags tónlistarskólakennaraSigrún Grendal Jóhannesdóttir, formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, segist vongóð um að samningar náist og bjóst við að fundað yrði í deilunni í vikunni. „Okkar vonir standa til að við fáum sams konar meðferð og kollegar okkar við samningaborðið og það komi núna sem eftir á að leiðrétta í okkar kjarasamningi,“ segir hún. „Við erum bjartsýn á að þetta verði bæði málefnalegt og sanngjarnt núna.“ Félagið var í fimm vikur í verkfalli síðla hausts 2014. Í dag hefur verið boðað til fundar samninganefndar sveitarfélaga við sameiginlega samninganefnd VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna, Matvíss og Samiðnar. Þar er nokkuð í land enn þá og ýmis atriði undir hjá hverju félagi, svo sem óánægja með ákvæði um starfsmat hjá matreiðslufólki.Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags AkranessVilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, segir hins vegar ekki stranda á öðru en ákvæði um SALEK-samkomulagið sem sveitarfélögin geri kröfu um að verði hluti af nýjum kjarasamningi. Aðalmeðferð í máli sem verkalýðsfélagið hafi höfðað fyrir Félagsdómi vegna þessa fari fram 27. janúar og viðræður tilgangslausar þar til dómur hafi fallið. „Við teljum SALEK-samkomulagið brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og á stjórnarskrá og erum að láta á það reyna. Um launabreytingarnar sem slíkar er enginn ágreiningur,“ segir hann.Samið við 40 félög af 67Sveitarfélögin eiga eftir sjúkraliða og slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn. Þá eru eftir öll félög Bandalags háskólamanna (BHM). Eins er ólokið samningum við hjúkrunarfræðinga, Félag skipstjórnarmanna, Kjarafélag Tæknifræðingafélags Íslands, Stéttarfélag byggingafræðinga, Stéttarfélag verkfræðinga og Verkstjórasamband Íslands. Samið hefur verið við félög Kennarasambands Íslands, nema Félag tónlistarkennara, og samningum lokið við 19 af 23 félögum ASÍ. Þar standa út af VM, Matvís, Samiðn og VLFA.
Verkfall 2016 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira