Kia sýnir nýjan jeppa í Detroit Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2016 09:36 Nýi Kia jeppinn. Autoblog Kia er ekki af baki dottið við framleiðslu á jeppa en fyrirtækið kom fram með Borrego jeppann á markað árið 2009 en hætti framleiðslu hans ári seinna, enda seldist hann illa. Sá bíll kom aldrei til sölu hér á landi og var aðeins seldur í heimalandinu S-Kóreu og í Bandaríkjunum. Nú ætlar Kia að kynna nýjan jeppa á bílasýningu í Detroit sem hefst í næstu viku. Ekki er komið nafn á þennan jeppa en á myndinni að ofan má sjá að hann líkist um margt nýja Volvo XC90 jeppanum og er svosem ekki leiðum að líkjast. Svo virðist sem hurðir hans opnist í gagnstæða átt, en hurðarhúnarnir liggja saman á fram og afturhurðum bílsins. Nýi jeppinn var teiknaður í hönnunarmiðstöð Kia í Kaliforníu og ljóst er að þessum bíl er stefnt að Bandaríkjamarkaði, en þar er nú gríðarleg eftirspurn eftir jeppum og jepplingum, en ekki kemur fram hvort Kia ætli að bjóða hann á öðrum mörkuðum.Kia Borrego árgerð 2009. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent
Kia er ekki af baki dottið við framleiðslu á jeppa en fyrirtækið kom fram með Borrego jeppann á markað árið 2009 en hætti framleiðslu hans ári seinna, enda seldist hann illa. Sá bíll kom aldrei til sölu hér á landi og var aðeins seldur í heimalandinu S-Kóreu og í Bandaríkjunum. Nú ætlar Kia að kynna nýjan jeppa á bílasýningu í Detroit sem hefst í næstu viku. Ekki er komið nafn á þennan jeppa en á myndinni að ofan má sjá að hann líkist um margt nýja Volvo XC90 jeppanum og er svosem ekki leiðum að líkjast. Svo virðist sem hurðir hans opnist í gagnstæða átt, en hurðarhúnarnir liggja saman á fram og afturhurðum bílsins. Nýi jeppinn var teiknaður í hönnunarmiðstöð Kia í Kaliforníu og ljóst er að þessum bíl er stefnt að Bandaríkjamarkaði, en þar er nú gríðarleg eftirspurn eftir jeppum og jepplingum, en ekki kemur fram hvort Kia ætli að bjóða hann á öðrum mörkuðum.Kia Borrego árgerð 2009.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent