Vinnur með litaðan vefnað í snjóhvítu landslagi Magnús Guðmundsson skrifar 6. janúar 2016 11:00 Í dag kl. 17 verður opnaður fyrsti viðburður listárs Skaftfells á nýju ári þegar hollenski gestalistamaðurinn Lola Bezemer sýnir nýtt verk í Bókabúðinni – verkefnarými. Lola Bezemer er fædd 1988 í Nijmegen í Hollandi en hún útskrifaðist úr myndlistardeild Gerrit Rietveld Academy í Amsterdam árið 2013. Á meðan á námi hennar stóð stundaði hún nám sem skiptinemi eina önn í Listaháskóla Íslands. Hún hefur sýnt í Þýskalandi, Íslandi, Hollandi, Rúmeníu, Svíþjóð og Sviss. Nýlega hlaut hún styrk fyrir unga upprennandi listamenn úr Mondrian-sjóðnum. Í verkum sínum einbeitir Lola Bezemer sér að upplifuninni á litum og ljósi í rýmum innanhúss. Við komu sína til Íslands tók hún með sér ógrynni af lituðum vefnaði í þeim tilgangi að vinna með hann í snjóhvítu landslaginu. Líkt og þegar maður varpar á hvítan vegg eða málar á hvítan striga er sömuleiðis hægt að nota hvítt landslagið í sama tilgangi. Í Bókabúðinni verður sýnt myndbandsverk sem tekið var utandyra og verður það fléttað saman við ljósainnsetningu inni í rýminu. Bæði verkin samanstanda af lituðu fallhlífarefni og draga fram ólíka eiginleika efnisins. Innsetningin sýnir hvernig efnið geislar í ljósinu og virðist stöðugt en í myndbandinu endurspeglar efnið ljósið og hreyfist kröftuglega. Menning Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í dag kl. 17 verður opnaður fyrsti viðburður listárs Skaftfells á nýju ári þegar hollenski gestalistamaðurinn Lola Bezemer sýnir nýtt verk í Bókabúðinni – verkefnarými. Lola Bezemer er fædd 1988 í Nijmegen í Hollandi en hún útskrifaðist úr myndlistardeild Gerrit Rietveld Academy í Amsterdam árið 2013. Á meðan á námi hennar stóð stundaði hún nám sem skiptinemi eina önn í Listaháskóla Íslands. Hún hefur sýnt í Þýskalandi, Íslandi, Hollandi, Rúmeníu, Svíþjóð og Sviss. Nýlega hlaut hún styrk fyrir unga upprennandi listamenn úr Mondrian-sjóðnum. Í verkum sínum einbeitir Lola Bezemer sér að upplifuninni á litum og ljósi í rýmum innanhúss. Við komu sína til Íslands tók hún með sér ógrynni af lituðum vefnaði í þeim tilgangi að vinna með hann í snjóhvítu landslaginu. Líkt og þegar maður varpar á hvítan vegg eða málar á hvítan striga er sömuleiðis hægt að nota hvítt landslagið í sama tilgangi. Í Bókabúðinni verður sýnt myndbandsverk sem tekið var utandyra og verður það fléttað saman við ljósainnsetningu inni í rýminu. Bæði verkin samanstanda af lituðu fallhlífarefni og draga fram ólíka eiginleika efnisins. Innsetningin sýnir hvernig efnið geislar í ljósinu og virðist stöðugt en í myndbandinu endurspeglar efnið ljósið og hreyfist kröftuglega.
Menning Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira