Trúðar og samskipti Magnús Guðmundsson skrifar 6. janúar 2016 11:30 Kátir trúðar á námskeiði. Næstkomandi laugardag verður sérstaklega skemmtilegt námskeið í Borgabókasafninu, menningarhúsi í Grófinni. Kennari á námskeiðinu er Virginia Gillard, kennari og framkvæmdastjóri, en hún treður gjarnan upp í hlutverki trúðsins. Virginia heldur námskeið fyrir Söguhring kvenna til að kynna trúðatækni fyrir byrjendum sem langar að spreyta sig á ögrandi og skemmtilegan hátt. Virginia notar leiki og æfingar til að kanna nýjar leiðir í jákvæðum samskiptum. Eitt helsta einkenni listar Virginiu er að hún nýtir eingöngu rauða nefið, minnstu grímu í heimi, sem er grunnurinn í evrópskri trúðahefð. Og koma þá Charlie Chaplin og Lucille Ball gjarnan upp í hugann. Um er að ræða opið námskeið fyrir alla áhugasama um sviðslistir og þá sem þora að prófa eitthvað öðruvísi og spennandi. Markmiðið er að finna leiðir til að leysa ímyndunarafl okkar úr læðingi með notkun trúðatækninnar. Þannig má styrkja sjálfstraust hvers og eins og efla andann í hópnum. Hugmyndin er að á námskeiðinu myndist notalegt og öruggt umhverfi þar sem hverjum og einum gefst tækifæri til þess að spinna sína sögu áfram með öllum þeim mistökum sem við gerum. Virginia Gillard starfaði í upphafi ferils síns sem sviðsleikkona í Ástralíu og flutti síðan til Evrópu þar sem hún lærði trúðatækni í París 1991 hjá Philippe Gaulier og í Sviss 2001 hjá Pierre Byland. Hún stofnaði fyrstu trúðalæknaþjónustuna í Bretlandi, með aðsetur í Skotlandi, fyrir langveik börn á sjúkrahúsum og einnig fyrstu trúðaþjónustuna fyrir eldri sjúklinga með andlega hrörnun. Virginia hefur 20 ára reynslu af því að leiða trúðatækninámskeið með þátttakendum á öllum stigum. Virginia flutti til Íslands 2010 með íslenskum eiginmanni sínum og tveimur börnum. Hún hefur margoft kennt fullorðnum trúðatækni og rekur barnaleikhúsið Leikhús barnanna í miðbæ Reykjavíkur. Hún hefur komið fram í ótal uppfærslum hjá Gaflaraleikhúsinu og leikið í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, þ.?á?m. Ófærð sem er sýnt á RÚV. Hún vinnur jafnframt að því að að leika og framleiða íslenska útgáfu af WHITE (HVÍTT) sem er leikhús fyrir yngstu áhorfendurna, 2-5 ára sem er góður aldur til að upplifa fyrstu leiksýninguna. Kristín R. Vilhjálmsdóttir tekur á móti skráningum á námskeiðið á netfangið kristin.r.vilhjalmsdottir@reykjavik.is. Menning Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Næstkomandi laugardag verður sérstaklega skemmtilegt námskeið í Borgabókasafninu, menningarhúsi í Grófinni. Kennari á námskeiðinu er Virginia Gillard, kennari og framkvæmdastjóri, en hún treður gjarnan upp í hlutverki trúðsins. Virginia heldur námskeið fyrir Söguhring kvenna til að kynna trúðatækni fyrir byrjendum sem langar að spreyta sig á ögrandi og skemmtilegan hátt. Virginia notar leiki og æfingar til að kanna nýjar leiðir í jákvæðum samskiptum. Eitt helsta einkenni listar Virginiu er að hún nýtir eingöngu rauða nefið, minnstu grímu í heimi, sem er grunnurinn í evrópskri trúðahefð. Og koma þá Charlie Chaplin og Lucille Ball gjarnan upp í hugann. Um er að ræða opið námskeið fyrir alla áhugasama um sviðslistir og þá sem þora að prófa eitthvað öðruvísi og spennandi. Markmiðið er að finna leiðir til að leysa ímyndunarafl okkar úr læðingi með notkun trúðatækninnar. Þannig má styrkja sjálfstraust hvers og eins og efla andann í hópnum. Hugmyndin er að á námskeiðinu myndist notalegt og öruggt umhverfi þar sem hverjum og einum gefst tækifæri til þess að spinna sína sögu áfram með öllum þeim mistökum sem við gerum. Virginia Gillard starfaði í upphafi ferils síns sem sviðsleikkona í Ástralíu og flutti síðan til Evrópu þar sem hún lærði trúðatækni í París 1991 hjá Philippe Gaulier og í Sviss 2001 hjá Pierre Byland. Hún stofnaði fyrstu trúðalæknaþjónustuna í Bretlandi, með aðsetur í Skotlandi, fyrir langveik börn á sjúkrahúsum og einnig fyrstu trúðaþjónustuna fyrir eldri sjúklinga með andlega hrörnun. Virginia hefur 20 ára reynslu af því að leiða trúðatækninámskeið með þátttakendum á öllum stigum. Virginia flutti til Íslands 2010 með íslenskum eiginmanni sínum og tveimur börnum. Hún hefur margoft kennt fullorðnum trúðatækni og rekur barnaleikhúsið Leikhús barnanna í miðbæ Reykjavíkur. Hún hefur komið fram í ótal uppfærslum hjá Gaflaraleikhúsinu og leikið í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, þ.?á?m. Ófærð sem er sýnt á RÚV. Hún vinnur jafnframt að því að að leika og framleiða íslenska útgáfu af WHITE (HVÍTT) sem er leikhús fyrir yngstu áhorfendurna, 2-5 ára sem er góður aldur til að upplifa fyrstu leiksýninguna. Kristín R. Vilhjálmsdóttir tekur á móti skráningum á námskeiðið á netfangið kristin.r.vilhjalmsdottir@reykjavik.is.
Menning Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp