Viðskipti erlent

Kínverski hlutabréfamarkaðurinn tók við sér

Í gær var mörkuðum í Kína lokað, annan daginn í þessari viku, þegar verðfall varð meira en sjö prósent.
Í gær var mörkuðum í Kína lokað, annan daginn í þessari viku, þegar verðfall varð meira en sjö prósent. vísir/getty
Hlutabréf í Kína hafa hækkað í verði eftir að markaðir opnuðu á ný í nótt. Í gær var þeim lokað, annan daginn í þessari viku, þegar verðfall varð meira en sjö prósent. Þá hefur seðlabanki Kína hækkað gengið á yuan gjaldmiðlinum gegn dollar í því augnamiði að koma ró á markaði.

Lækkunin á mörkuðum kom í kjölfar þess að kínverski gjaldmiðillinn hefur veikst nokkuð undanfarið og var það talið merki um að efnahagslíf landsins væri að hægja á sér. Miklar lækkanir urðu á mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum eftir að kínversku kauphöllunum var lokað í gær.


Tengdar fréttir

Lækkanir í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa allra skráðra félaga í Kauphöllinni, nema Eikar, hafa lækkað í morgun.

Kauphöllum í Kína lokað aftur

Kauphöllum í Kína var aftur lokað í nótt, annan daginn í þessari viku, eftir meira en sjö prósent lækkanir í upphafi dags.

Hlutabréf falla í Evrópu

Í kjölfar lokunar hlutabréfamarkaðar í Kína hefur gengi hlutabréfa í Evrópu fallið um tvö prósent í morgun.

Fylgni markaða á eftir að aukast

Hlutabréf vítt og breitt um heiminn tóku dýfu í dag eftir sögulega lélega opnun kínversku kauphallarinnar. Hlutabréf lækkuðu í verði hér á landi en sérfræðingur í hlutabréfum segir ekki hægt að slá því föstu að sú lækkun sé bein afleiðing atburða í Asíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×