Tónleikar Biebers velta rúmlega 600 milljónum Jakob Bjarnar skrifar 8. janúar 2016 09:45 Áætlað er að 12 prósent þjóðarinnar sæki tónleika Biebers, sem er alveg örugglega heimsmet. Ísleifur segir þetta setja tónleikahald á Íslandi í nýtt samhengi. „Það er óhætt að segja að allt sé brjálað og þetta brjálæði hefur staðið lengi,“ segir Ísleifur Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu. Nú klukkan tíu hefst sala miða á aukatónleika tónlistarmannsins Biebers og er skjálfti í mannskapnum. Miðar á fyrri tónleika hans seldust upp á augabragði. Er gert ráð fyrir því að miðar á aukatónleikana muni fjúka út einnig. Gróft reiknað, miðað við fjölda miða og verð þeirra, velta einir tónleikar rúmlega 300 milljónum og tvennir þá rúmlega 600.Súrrealísk tölfræði Ísleifur segir þessa tónleika sögulega og rammar algerlega upp á nýtt hvað er hægt að gera á Íslandi. „Nýjar upplýsingar fyrir alla að það sé hægt selja 40 þúsund miða á eina tónleika. Enginn tónleikahaldari á Íslandi hefur látið sér detta í hug að það sé hægt.“ Ísleifur hefur aldrei upplifað annað eins þau tuttugu ár sem hann hefur staðið í tónleikahaldi. Hann segist hafa haldið vel heppnaða tónleika og miður en þetta sé algerlega á nýju plani. „Um 40 þúsund manns að koma á tónleika á Íslandi. Þetta eru 12. prósent þjóðarinnar. Þetta er alveg örugglega heimsmet. „Tölfræðin er súrrealísk.“ Ísleifur segir alla atburðarrásina hafa verið súrrealíska. Bieber sjálfur hafi verið spenntur að koma til Íslands, en spilar það örugglega inní að hann var hér á ferð fyrir nokkrum mánuðum og tók þá upp myndband sem Ísleifur fullyrðir að sé milljarða virði fyrir Ísland, þá sem landkynning. Bieber er einn vinsælasti tónlistarmaður sögunnar.Ótrúleg atburðarás „Ein stærsta stjarna samtímans og allstaðar er uppselt á tónleika hjá honum. Annars hefur þessi atburðarás verið með ólíkindum. Við tilkynntum um tónleikana 9. og það var eins og maður hafi varpað sprengju á landið. Fórum í sölu þann 19. og þá kom þessi svakalega umframeftirspurn og þessi læti. Svo tókst að landa aukatónleikum og sala hefst nú klukkan tíu. Þetta er súrrealísk atburðarás," segir Ísleifur. Og hann heldur áfram að lýsa þessum undrum í eyru blaðamanns Vísis: „Að halda 19 þúsund manna tónleika í 330 þúsund manna landi, maður myndi halda að það væri nógu mikil áhætta... en það varð uppselt. Mikill tilfinningahiti hjá þessu fólki sem ekki fékk miða, það varð allt brjálað. Okkur óraði ekki fyrir því að það væri grundvöllur fyrir því að halda aukatónleika og og að það væri möguleiki. Ekkert land getur bætt við aukatónleika nema Ísland, þar sem hann byrjar tónleikaferð sína. Þess vegna gátum við sett aukatónleika fyrir framan,“ segir Ísleifur. Hann bætir því við að Bieber sé spenntur fyrir tónleikunum; hann og hans menn hafi ákaflega gaman að þessum látum og tölfræðinni í kringum tónleikana, sem sannarlega er með miklum ólíkindum. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Justin Bieber samþykkir aukatónleika á Íslandi Poppstjarnan Justin Bieber hefur samþykkt að halda aukatónleika í Kórnum í Kópavogi 8.september næstkomandi, degi fyrir auglýsta tónleika. 31. desember 2015 11:00 Allt um miðasölu á aukatónleika Bieber: Hægt að kaupa allt að átta miða í einu Miðasala á aukatónleika Justin Bieber hefst 8. janúar klukkan tíu en tónleikarnir fara fram þann 8. september í Kórnum. 4. janúar 2016 13:56 Bieber sagður sérlega spenntur fyrir Íslandi Talið að Bieber hafi beðið sérstaklega um að það væru tónleikar í túrnum á Íslandi 22. desember 2015 09:00 Uppselt á Bieber: Seldist upp á hálftíma Uppselt er á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 10:48 Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðina Mikil reiði ríkir meðal þeirra sem ekki nældu sér í miða í morgun á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 12:45 Lítur vel út með aukatónleika Bieber Töluverðar líkur eru nú taldar á því að poppstjarnan Justin Bieber muni halda aukatónleika á Íslandi. 21. desember 2015 10:53 Sena: Skoðum möguleikana á því að halda aukatónleika með Bieber Forsvarsmenn Senu segja að það sé langsótt en að þeir muni skoða hvort að hægt sé að halda aukatónleika með Justin Bieber hér á landi. 19. desember 2015 11:28 Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira
„Það er óhætt að segja að allt sé brjálað og þetta brjálæði hefur staðið lengi,“ segir Ísleifur Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu. Nú klukkan tíu hefst sala miða á aukatónleika tónlistarmannsins Biebers og er skjálfti í mannskapnum. Miðar á fyrri tónleika hans seldust upp á augabragði. Er gert ráð fyrir því að miðar á aukatónleikana muni fjúka út einnig. Gróft reiknað, miðað við fjölda miða og verð þeirra, velta einir tónleikar rúmlega 300 milljónum og tvennir þá rúmlega 600.Súrrealísk tölfræði Ísleifur segir þessa tónleika sögulega og rammar algerlega upp á nýtt hvað er hægt að gera á Íslandi. „Nýjar upplýsingar fyrir alla að það sé hægt selja 40 þúsund miða á eina tónleika. Enginn tónleikahaldari á Íslandi hefur látið sér detta í hug að það sé hægt.“ Ísleifur hefur aldrei upplifað annað eins þau tuttugu ár sem hann hefur staðið í tónleikahaldi. Hann segist hafa haldið vel heppnaða tónleika og miður en þetta sé algerlega á nýju plani. „Um 40 þúsund manns að koma á tónleika á Íslandi. Þetta eru 12. prósent þjóðarinnar. Þetta er alveg örugglega heimsmet. „Tölfræðin er súrrealísk.“ Ísleifur segir alla atburðarrásina hafa verið súrrealíska. Bieber sjálfur hafi verið spenntur að koma til Íslands, en spilar það örugglega inní að hann var hér á ferð fyrir nokkrum mánuðum og tók þá upp myndband sem Ísleifur fullyrðir að sé milljarða virði fyrir Ísland, þá sem landkynning. Bieber er einn vinsælasti tónlistarmaður sögunnar.Ótrúleg atburðarás „Ein stærsta stjarna samtímans og allstaðar er uppselt á tónleika hjá honum. Annars hefur þessi atburðarás verið með ólíkindum. Við tilkynntum um tónleikana 9. og það var eins og maður hafi varpað sprengju á landið. Fórum í sölu þann 19. og þá kom þessi svakalega umframeftirspurn og þessi læti. Svo tókst að landa aukatónleikum og sala hefst nú klukkan tíu. Þetta er súrrealísk atburðarás," segir Ísleifur. Og hann heldur áfram að lýsa þessum undrum í eyru blaðamanns Vísis: „Að halda 19 þúsund manna tónleika í 330 þúsund manna landi, maður myndi halda að það væri nógu mikil áhætta... en það varð uppselt. Mikill tilfinningahiti hjá þessu fólki sem ekki fékk miða, það varð allt brjálað. Okkur óraði ekki fyrir því að það væri grundvöllur fyrir því að halda aukatónleika og og að það væri möguleiki. Ekkert land getur bætt við aukatónleika nema Ísland, þar sem hann byrjar tónleikaferð sína. Þess vegna gátum við sett aukatónleika fyrir framan,“ segir Ísleifur. Hann bætir því við að Bieber sé spenntur fyrir tónleikunum; hann og hans menn hafi ákaflega gaman að þessum látum og tölfræðinni í kringum tónleikana, sem sannarlega er með miklum ólíkindum.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Justin Bieber samþykkir aukatónleika á Íslandi Poppstjarnan Justin Bieber hefur samþykkt að halda aukatónleika í Kórnum í Kópavogi 8.september næstkomandi, degi fyrir auglýsta tónleika. 31. desember 2015 11:00 Allt um miðasölu á aukatónleika Bieber: Hægt að kaupa allt að átta miða í einu Miðasala á aukatónleika Justin Bieber hefst 8. janúar klukkan tíu en tónleikarnir fara fram þann 8. september í Kórnum. 4. janúar 2016 13:56 Bieber sagður sérlega spenntur fyrir Íslandi Talið að Bieber hafi beðið sérstaklega um að það væru tónleikar í túrnum á Íslandi 22. desember 2015 09:00 Uppselt á Bieber: Seldist upp á hálftíma Uppselt er á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 10:48 Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðina Mikil reiði ríkir meðal þeirra sem ekki nældu sér í miða í morgun á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 12:45 Lítur vel út með aukatónleika Bieber Töluverðar líkur eru nú taldar á því að poppstjarnan Justin Bieber muni halda aukatónleika á Íslandi. 21. desember 2015 10:53 Sena: Skoðum möguleikana á því að halda aukatónleika með Bieber Forsvarsmenn Senu segja að það sé langsótt en að þeir muni skoða hvort að hægt sé að halda aukatónleika með Justin Bieber hér á landi. 19. desember 2015 11:28 Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira
Justin Bieber samþykkir aukatónleika á Íslandi Poppstjarnan Justin Bieber hefur samþykkt að halda aukatónleika í Kórnum í Kópavogi 8.september næstkomandi, degi fyrir auglýsta tónleika. 31. desember 2015 11:00
Allt um miðasölu á aukatónleika Bieber: Hægt að kaupa allt að átta miða í einu Miðasala á aukatónleika Justin Bieber hefst 8. janúar klukkan tíu en tónleikarnir fara fram þann 8. september í Kórnum. 4. janúar 2016 13:56
Bieber sagður sérlega spenntur fyrir Íslandi Talið að Bieber hafi beðið sérstaklega um að það væru tónleikar í túrnum á Íslandi 22. desember 2015 09:00
Uppselt á Bieber: Seldist upp á hálftíma Uppselt er á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 10:48
Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðina Mikil reiði ríkir meðal þeirra sem ekki nældu sér í miða í morgun á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 12:45
Lítur vel út með aukatónleika Bieber Töluverðar líkur eru nú taldar á því að poppstjarnan Justin Bieber muni halda aukatónleika á Íslandi. 21. desember 2015 10:53
Sena: Skoðum möguleikana á því að halda aukatónleika með Bieber Forsvarsmenn Senu segja að það sé langsótt en að þeir muni skoða hvort að hægt sé að halda aukatónleika með Justin Bieber hér á landi. 19. desember 2015 11:28