Bieber er einn þekktasti tónlistamaður veraldar og er án efa hægt að slá því föstu að ein stærsta stjarna heims er á leiðinni til landsins, og það í annað sinn.
Hann gaf út plötuna Purpose undir lok síðasta árs en Purpose-túrinn hefst í Seattle í Bandaríkjunum í mars og ferðast Bieber vítt og breidd um landið fram í lok júlí. Evrópuhlutinn hefst síðan á Íslandi 9. september og þaðan fer hann til Þýskalands, Frakklands, Noregs, Finnlands, Svíþjóðar, Danmörku, Bretlands og víðar um álfuna. Tónleikaferðalagi hans lýkur síðan í nóvember.
Lífið hefur tekið saman nokkrar tónleikaútgáfur af hans vinsælustu lögum á plötunni og í gegnum árin en sjá má þær hér að neðan.