Viðskipti erlent

Markaðurinn tekur við sér í Evrópu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Vísitölur stærstu kauphalla Evrópu hafa hækkað í dag.
Vísitölur stærstu kauphalla Evrópu hafa hækkað í dag. vísir/afp
Eftir stormasama viku hefur markaðurinn í Kína tekið við sér og virðast evrópsk hlutabréf vera að fylgja eftir.

FTSE 100 í Bretlandi hefur hækkað um 0,44 prósent það sem af er degi, Dax í Frankfúrt hækkaði um 0,1 prósent í morgun en hefur nú lækkað aftur og hækkað um 0,21 prósent það sem af er degi. Cac 40 í París hefur hækkað um 0,4 prósent. 

Í gær hrundu hlutabréf í Evrópu um 2 prósent eftir að mörkuðum í Kína var lokað eftir einungis 30 mínútna viðskipti. 


Tengdar fréttir

Óværð á mörkuðum fyrstu viku ársins

Kauphöllum í Kína var lokað tvisvar í vikunni og lækkuðu hlutabréf um allan heim. Íslenskt efnahagslíf er ekki ónæmt fyrir ástandi heimsmála að mati Stefáns Brodda Guðjónssonar, en aðrir þættir eins og olíuverð hafi áhrif.

Kínverjar afnema reglu um lokun kauphalla

Kínversk stjórnvöld hafa brugðist við eftir verðfall hlutabréfa um allan heim í kjölfar sjálfvirkrar lokun kínverskra kauphalla í nótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×