Miðarnir á Bieber gætu klárast í dag: "Við erum bara í skýjunum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. janúar 2016 13:25 Justin Bieber mun gera allt vitlaust hér á landi. vísir/getty „Við einfaldlega gætum ekki verið glaðari með hvernig til tókst í morgun,“ segir Ísleifur Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu, en miðasala á aukatónleika Justin Bieber hófst klukkan tíu í morgun. Það var greinilega mikill skjálfti í Íslendingum þegar hleypt var inn í stafræna röð hjá tix.is. Miðar á fyrri tónleika hans seldust upp á augabragði. Nú eru aðeins örfáir miðar eftir á aukatónleikana. Gróft reiknað, miðað við fjölda miða og verð þeirra, velta einir tónleikar rúmlega 300 milljónum og tvennir þá rúmlega 600. „Röðin gekk ótrúlega vel og við náðum að sinna öllum sem vildu miða. Nú þegar er orðið uppselt í stúku og það er alveg á hreinu að það verður uppselt á þessa tónleika, það er alveg öruggt,“ segir Ísleifur sem bætir við að aðeins sé spurning hvenær miðarnir klárist. „Ég gæti vel trúað að það verði orðið uppselt í lok dags, það eru það fáir miðar eftir. Það er alltaf gaman að selja upp á tónleika en okkur leið ekki nægilega vel eftir fyrri miðasöluna. Það er virkilega góð tilfinning að ná að svara algjörlega eftirspurninni. Loksins fær fólk tækifæri til að kaupa miða í rólegheitunum. Við erum bara í skýjunum.“ Ísleifur sagði í samtali við Vísi í morgun að tónleikarnir væru sögulegir og rammi algerlega upp á nýtt hvað hægt sé að gera á Íslandi. „Nýjar upplýsingar fyrir alla að það sé hægt selja 40 þúsund miða á eina tónleika. Enginn tónleikahaldari á Íslandi hefur látið sér detta í hug að það sé hægt. Þetta eru 12. prósent þjóðarinnar. Þetta er alveg örugglega heimsmet.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu mætir fólk á vegum Justin Bieber til landsins strax í febrúar til að skoða aðstæður og hefja undirbúning. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Tónleikar Biebers velta rúmlega 600 milljónum Ísleifur Þórhallsson tónleikahaldari segir Bieber-æðið á Íslandi af stjarnfræðilegri stærðargráðu. 8. janúar 2016 09:45 Miðasalan á Justin Bieber hafin Miðasalan á aukatónleika Justin Bieber er hafin og hefur verið hleypt inn í stafræna röð í gegnum miðasölukerfi Tix.is. Tónleikarnir fara fram þann 8. september 8. janúar 2016 10:00 Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Sjá meira
„Við einfaldlega gætum ekki verið glaðari með hvernig til tókst í morgun,“ segir Ísleifur Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu, en miðasala á aukatónleika Justin Bieber hófst klukkan tíu í morgun. Það var greinilega mikill skjálfti í Íslendingum þegar hleypt var inn í stafræna röð hjá tix.is. Miðar á fyrri tónleika hans seldust upp á augabragði. Nú eru aðeins örfáir miðar eftir á aukatónleikana. Gróft reiknað, miðað við fjölda miða og verð þeirra, velta einir tónleikar rúmlega 300 milljónum og tvennir þá rúmlega 600. „Röðin gekk ótrúlega vel og við náðum að sinna öllum sem vildu miða. Nú þegar er orðið uppselt í stúku og það er alveg á hreinu að það verður uppselt á þessa tónleika, það er alveg öruggt,“ segir Ísleifur sem bætir við að aðeins sé spurning hvenær miðarnir klárist. „Ég gæti vel trúað að það verði orðið uppselt í lok dags, það eru það fáir miðar eftir. Það er alltaf gaman að selja upp á tónleika en okkur leið ekki nægilega vel eftir fyrri miðasöluna. Það er virkilega góð tilfinning að ná að svara algjörlega eftirspurninni. Loksins fær fólk tækifæri til að kaupa miða í rólegheitunum. Við erum bara í skýjunum.“ Ísleifur sagði í samtali við Vísi í morgun að tónleikarnir væru sögulegir og rammi algerlega upp á nýtt hvað hægt sé að gera á Íslandi. „Nýjar upplýsingar fyrir alla að það sé hægt selja 40 þúsund miða á eina tónleika. Enginn tónleikahaldari á Íslandi hefur látið sér detta í hug að það sé hægt. Þetta eru 12. prósent þjóðarinnar. Þetta er alveg örugglega heimsmet.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu mætir fólk á vegum Justin Bieber til landsins strax í febrúar til að skoða aðstæður og hefja undirbúning.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Tónleikar Biebers velta rúmlega 600 milljónum Ísleifur Þórhallsson tónleikahaldari segir Bieber-æðið á Íslandi af stjarnfræðilegri stærðargráðu. 8. janúar 2016 09:45 Miðasalan á Justin Bieber hafin Miðasalan á aukatónleika Justin Bieber er hafin og hefur verið hleypt inn í stafræna röð í gegnum miðasölukerfi Tix.is. Tónleikarnir fara fram þann 8. september 8. janúar 2016 10:00 Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Sjá meira
Tónleikar Biebers velta rúmlega 600 milljónum Ísleifur Þórhallsson tónleikahaldari segir Bieber-æðið á Íslandi af stjarnfræðilegri stærðargráðu. 8. janúar 2016 09:45
Miðasalan á Justin Bieber hafin Miðasalan á aukatónleika Justin Bieber er hafin og hefur verið hleypt inn í stafræna röð í gegnum miðasölukerfi Tix.is. Tónleikarnir fara fram þann 8. september 8. janúar 2016 10:00