Meirihluti fíkniefnadeildar gerði í sameiningu alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2016 18:30 Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. Ekki er um sama lögreglumann að ræða og losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær í máli sem einnig snýr að fíkniefnadeild lögreglu. Starfsmennirnir lögðu fram kvörtun vegna lögreglufulltrúa, samstarfsmanns þeirra í fíkniefnadeildinni. Umræddur fulltrúi er reyndur lögreglumaður sem stýrði meðal annars tálbeituaðgerð í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem fór út um þúfur við Hótel Frón í apríl í fyrra. Sameinaðir gerðu lögreglumennirnir alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans nokkrum vikum eftir tálbeituaðgerðina. Lögreglumennirnir sem kvörtuðu undan fulltrúanum voru alls níu en um er að ræða meirihluta þeirra sem starfa við rannsóknir á fíkniefnamálum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Karl Steinar Valsson var yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglu frá 2007-2014.Vísir/ErnirAldrei formleg rannsókn þrátt fyrir fullyrðingar Umræddur lögreglufulltrúi hefur í áraraðir verið ásakaður, bæði af núverandi og fyrrverandi samstarfsmönnum og almenningi, um óeðlileg samskipti við aðila í fíkniefnaheiminum. Mál hans hefur þó aldrei verið formlega rannsakað.Í Fréttablaðinu í dag kom fram að Karl Steinar Valsson, þáverandi yfirmaður fíkniefnadeildar, hefði árið 2011, þegar ásakanir voru háværar, fullyrt við samstarfsmenn fulltrúans að rannsókn á ásökunum væri lokið. Ekkert væri hæft í þeim og menn ættu ekki að ræða málið frekar. Fréttablaðið hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að aldrei fór fram formleg rannsókn á málinu. Það er sjónarmið flestra sem fréttastofa hefur leitað til að ótækt sé fyrir aðila að láta jafn alvarlegar athugasemdir og um ræðir liggja í láginni og rannsaka ekki hvort þær eigi við rök að styðjast. Allir hljóti að eiga rétt á að fá úrlausn sinna mála hvoru megin sem setið er við borðið.Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er í fríi erlendis og svaraði ekki símtölum fréttastofu.Vísir/Anton BrinkAldrei rannsakaður en þrisvar færður til Ekki liggur fyrir hvernig Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn og yfirmaður níumenninganna, brást við athugasemdum hópsins. Hópurinn sá sig engu að síður knúinn til að fara með málið lengra og beindi alvarlegu athugasemdunum til Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Í framhaldinu var fulltrúinn færður til í starfi og í aðra deild ótengda rannsóknum á fíkniefnamálum. Um fyrstu af þremur tilfærslum mannsins í starfi var að ræða á nokkurra mánaða tímabili. Friðrik Smári er í fríi erlendis og svaraði ekki símtölum fréttastofu. Þá segist Sigríður Björk lögreglustjóri ekkert geta tjáð sig um málið.Áfram verður fjallað um málið í Fréttablaðinu á morgun þar sem Karl Steinar Valsson verður í ítarlegu viðtali þar sem hann svarar fyrir ásakanir á hendur sér. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar Valsson tjáði starfsmönnum fíkniefnadeildar að alvarlega ásakanir á hendur lögreglumanni í deildinni hefðu verið rannsakaðar og enginn fótur reynst fyrir þeim. Málið var aldrei formlega rannsakað. 8. janúar 2016 07:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Sjá meira
Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. Ekki er um sama lögreglumann að ræða og losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær í máli sem einnig snýr að fíkniefnadeild lögreglu. Starfsmennirnir lögðu fram kvörtun vegna lögreglufulltrúa, samstarfsmanns þeirra í fíkniefnadeildinni. Umræddur fulltrúi er reyndur lögreglumaður sem stýrði meðal annars tálbeituaðgerð í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem fór út um þúfur við Hótel Frón í apríl í fyrra. Sameinaðir gerðu lögreglumennirnir alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans nokkrum vikum eftir tálbeituaðgerðina. Lögreglumennirnir sem kvörtuðu undan fulltrúanum voru alls níu en um er að ræða meirihluta þeirra sem starfa við rannsóknir á fíkniefnamálum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Karl Steinar Valsson var yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglu frá 2007-2014.Vísir/ErnirAldrei formleg rannsókn þrátt fyrir fullyrðingar Umræddur lögreglufulltrúi hefur í áraraðir verið ásakaður, bæði af núverandi og fyrrverandi samstarfsmönnum og almenningi, um óeðlileg samskipti við aðila í fíkniefnaheiminum. Mál hans hefur þó aldrei verið formlega rannsakað.Í Fréttablaðinu í dag kom fram að Karl Steinar Valsson, þáverandi yfirmaður fíkniefnadeildar, hefði árið 2011, þegar ásakanir voru háværar, fullyrt við samstarfsmenn fulltrúans að rannsókn á ásökunum væri lokið. Ekkert væri hæft í þeim og menn ættu ekki að ræða málið frekar. Fréttablaðið hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að aldrei fór fram formleg rannsókn á málinu. Það er sjónarmið flestra sem fréttastofa hefur leitað til að ótækt sé fyrir aðila að láta jafn alvarlegar athugasemdir og um ræðir liggja í láginni og rannsaka ekki hvort þær eigi við rök að styðjast. Allir hljóti að eiga rétt á að fá úrlausn sinna mála hvoru megin sem setið er við borðið.Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er í fríi erlendis og svaraði ekki símtölum fréttastofu.Vísir/Anton BrinkAldrei rannsakaður en þrisvar færður til Ekki liggur fyrir hvernig Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn og yfirmaður níumenninganna, brást við athugasemdum hópsins. Hópurinn sá sig engu að síður knúinn til að fara með málið lengra og beindi alvarlegu athugasemdunum til Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Í framhaldinu var fulltrúinn færður til í starfi og í aðra deild ótengda rannsóknum á fíkniefnamálum. Um fyrstu af þremur tilfærslum mannsins í starfi var að ræða á nokkurra mánaða tímabili. Friðrik Smári er í fríi erlendis og svaraði ekki símtölum fréttastofu. Þá segist Sigríður Björk lögreglustjóri ekkert geta tjáð sig um málið.Áfram verður fjallað um málið í Fréttablaðinu á morgun þar sem Karl Steinar Valsson verður í ítarlegu viðtali þar sem hann svarar fyrir ásakanir á hendur sér.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar Valsson tjáði starfsmönnum fíkniefnadeildar að alvarlega ásakanir á hendur lögreglumanni í deildinni hefðu verið rannsakaðar og enginn fótur reynst fyrir þeim. Málið var aldrei formlega rannsakað. 8. janúar 2016 07:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Sjá meira
Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00
Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar Valsson tjáði starfsmönnum fíkniefnadeildar að alvarlega ásakanir á hendur lögreglumanni í deildinni hefðu verið rannsakaðar og enginn fótur reynst fyrir þeim. Málið var aldrei formlega rannsakað. 8. janúar 2016 07:00