Lögreglustjóri tekur til Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 9. janúar 2016 07:00 Nýr lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu hefur látið til sín taka á stuttum tíma í embættinu. Nú horfir það svo við okkur sem fyrir utan stöndum að miklar tiltektir eigi sér stað innan embættisins. Að ábendingar og ásakanir um misferli í störfum lögreglumanna séu teknar fastari tökum en áður. Því ber að fagna. Áherslur Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur í kynferðisbrotamálum og málum er varða heimilisofbeldi eru nauðsynlegar og til þess fallnar að svara kalli nútímans. Ríkislögreglustjóri sagði í föstudagsviðtali Fréttablaðsins í gær að hann væri stærsti bakhjarl Sigríðar. Þar ýjar hann að því að samskiptavandi innan yfirstjórnar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem mikið hefur verið fjallað um í fjölmiðlum, kunni að hafa með það að gera að Sigríður situr í karllægu og formföstu embætti, þar sem erfitt er að knýja fram breytingar. Samskiptavandi nokkurra yfirmanna á ríkisstofnun er lítill fórnarkostnaður fyrir bætta starfshætti lögreglu. Valdheimildir lögreglu eru miklar. Völd einstakra lögreglumanna eru mikil yfir lífi fólks, þótt eðlilega séu takmarkanir á því valdi. Sumum finnst ekki nóg um þær takmarkanir. Þegar fólk hefur vald yfir öðru fólki er mikilvægt sem aldrei fyrr að eftirlit sé haft með slíku. Fréttir af því að koma eigi fyrir skammbyssum í sérstökum vopnakössum í lögreglubílum auka þörfina á eftirliti. Eins og sakir standa er eftirlit með störfum lögreglu ekki nægjanlegt. Við höfum séð undanfarin misseri að svo virðist sem ekki sé alltaf farið eftir settum reglum. Eitt mikilvægasta hlutverk réttarríkisins hlýtur að vera að gæta þess að valdastofnunum séu sett skýr mörk. Engin ástæða er til þess að ætla að lögreglumenn séu óheiðarlegri en annað fólk. Það breytir ekki þeirri staðreynd að undanfarinn áratug hafa ellefu ákærur verið birtar lögreglumönnum í starfi. Í vikunni sat reyndur rannsóknarlögreglumaður úr fíkniefnadeild í einangrun, grunaður um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við fólk í fíkniefnaheiminum og þegið greiðslur fyrir að veita því upplýsingar. Vísir hefur fjallað um mál annars lögreglumanns sem hefur þrisvar verið færður til í starfi undanfarna mánuði, eftir að samstarfsmenn hans lýstu yfir vantrausti á störf hans. Einnig leikur grunur á að hann hafi átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn. Ríkislögreglustjóri, fyrrnefndur lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, formaður Landssamtaka lögreglumanna, innanríkisráðherra, ríkissaksóknari og flestir alþingismenn virðast vilja taka upp sjálfstætt eftirlit með starfsháttum lögreglu. Okkur er ekki til setunnar boðið. Það verður að hafa eftirlit með eftirlitinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Nýr lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu hefur látið til sín taka á stuttum tíma í embættinu. Nú horfir það svo við okkur sem fyrir utan stöndum að miklar tiltektir eigi sér stað innan embættisins. Að ábendingar og ásakanir um misferli í störfum lögreglumanna séu teknar fastari tökum en áður. Því ber að fagna. Áherslur Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur í kynferðisbrotamálum og málum er varða heimilisofbeldi eru nauðsynlegar og til þess fallnar að svara kalli nútímans. Ríkislögreglustjóri sagði í föstudagsviðtali Fréttablaðsins í gær að hann væri stærsti bakhjarl Sigríðar. Þar ýjar hann að því að samskiptavandi innan yfirstjórnar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem mikið hefur verið fjallað um í fjölmiðlum, kunni að hafa með það að gera að Sigríður situr í karllægu og formföstu embætti, þar sem erfitt er að knýja fram breytingar. Samskiptavandi nokkurra yfirmanna á ríkisstofnun er lítill fórnarkostnaður fyrir bætta starfshætti lögreglu. Valdheimildir lögreglu eru miklar. Völd einstakra lögreglumanna eru mikil yfir lífi fólks, þótt eðlilega séu takmarkanir á því valdi. Sumum finnst ekki nóg um þær takmarkanir. Þegar fólk hefur vald yfir öðru fólki er mikilvægt sem aldrei fyrr að eftirlit sé haft með slíku. Fréttir af því að koma eigi fyrir skammbyssum í sérstökum vopnakössum í lögreglubílum auka þörfina á eftirliti. Eins og sakir standa er eftirlit með störfum lögreglu ekki nægjanlegt. Við höfum séð undanfarin misseri að svo virðist sem ekki sé alltaf farið eftir settum reglum. Eitt mikilvægasta hlutverk réttarríkisins hlýtur að vera að gæta þess að valdastofnunum séu sett skýr mörk. Engin ástæða er til þess að ætla að lögreglumenn séu óheiðarlegri en annað fólk. Það breytir ekki þeirri staðreynd að undanfarinn áratug hafa ellefu ákærur verið birtar lögreglumönnum í starfi. Í vikunni sat reyndur rannsóknarlögreglumaður úr fíkniefnadeild í einangrun, grunaður um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við fólk í fíkniefnaheiminum og þegið greiðslur fyrir að veita því upplýsingar. Vísir hefur fjallað um mál annars lögreglumanns sem hefur þrisvar verið færður til í starfi undanfarna mánuði, eftir að samstarfsmenn hans lýstu yfir vantrausti á störf hans. Einnig leikur grunur á að hann hafi átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn. Ríkislögreglustjóri, fyrrnefndur lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, formaður Landssamtaka lögreglumanna, innanríkisráðherra, ríkissaksóknari og flestir alþingismenn virðast vilja taka upp sjálfstætt eftirlit með starfsháttum lögreglu. Okkur er ekki til setunnar boðið. Það verður að hafa eftirlit með eftirlitinu.