Hæfileikar heimilislausra leiddir í ljós Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. ágúst 2015 10:30 Verkið sem þau ætla að sýna er frumsamið brotakennt verk úr öllum áttum sem er skapað út frá áhuga og hæfileikum meðlima hópsins, sem eru jafn ólíkir og þeir eru margir. Vísir/Anton Brink Þau Ilmur Kristjánsdóttir leikkona og Rúnar Guðbrandsson leikstjóri standa á bak við verkefnið heimilislausa leikhúsið ETHOS sem sýnir sitt fyrsta verk á menningarnótt. Um er að ræða leikhóp sem skipaður er fólki sem ekki hefur fengið tækifæri til þess að láta hæfileika sína í ljós, eru heimilislausir, hælisleitendur, glíma við geðfötlun og annað slíkt. „Markmið okkar er að virkja hæfileikana hjá fólki sem hefur ekki burði til að koma sjálfu sér á framfæri. Þetta er ekki þerapía, ætlunin er ekki að bjarga mannslífum, í besta falli að reyna að gera lífið aðeins bærilegra, gefa fólki tækifæri til að gefa tíma sínum tilgang, en fyrst og síðast er tilgangurinn að skapa listaverk,“ segir Ilmur Kristjánsdóttir.Ilmur Kristjánsdóttir og Rúnar Guðbrandsson segja hæfileikaríka einstaklinga vera í hópnum.Hún segist hafa fengið hugmyndina að stofnun hópsins þegar hún byrjaði að vinna fyrir velferðarráð Reykjavíkurborgar en hún er nýtekin við stöðu formanns ráðsins. „Ég fór á ráðstefnu um skapandi leiðir til þess að virkja jaðarhópa og þar var maður sem rekur leikhús heimilislausra í Bratislava, Patrik Krebs. Leikhús heimilislausra þar í borg hefur verið starfandi í tólf ár með góðum árangri og alltaf sífellt fleiri sem taka þátt þar,“ útskýrir Ilmur. Rúnar hefur áður verið að vinna að sams konar verkefnum en hann stofnaði til að mynda Götuleikhúsið á sínum tíma sem var upphaflega hugsað sem úrræði til virkja ungt atvinnulaust fólk. Þau fengu 200.000 krónur í styrk til að búa til þessa sýningu sem sýnd verður á menningarnótt. „Við vitum ekki hvað við gerum í framhaldinu, við erum að keyra þetta áfram á ástríðu og sjáum svo hvað kemur út úr þessu,“ segir Ilmur spurð út í framhaldið. Í hópnum eru miklir hæfileikar og eru þau Ilmur og Rúnar ánægð með hvernig þessari hugmynd hefur undið fram. „Þetta hefur gengið mjög vel. Það eru sífellt fleiri að safnast í hópinn og greinilega eftirspurn eftir svona iðju. Það er alls kyns fólk í hópnum, til dæmis einn hælisleitandi frá Egyptalandi sem getur flutt Hamlet á arabísku og svo eru þarna útigangsmenn- og konur, fólk sem hefur glímt við geðfatlanir og alls kyns fólk.“ Mikil samheldni er í hópnum eins og sjá má.Vísir/Anton BrinkEn gengur ekkert erfiðlega að halda uppi aga á æfingum ef menn mæta jafnvel undir áhrifum áfengis á æfingar? „Við reyndum að setja reglur í upphafi. Það er til dæmis mjög skýrt í leikhúsinu á Bratislava að einstaklingar megi ekki vera undir áhrifum á æfingum eða á sýningum. Stundum hefur fólk mætt undir áhrifum en þá er það yfirleitt farið snemma af æfingum og hefur ekki athygli, það er ástæðan fyrir því að fólk á ekki að vera undir áhrifum. Hins vegar reynum við bara að vinna með það sem við náum út úr fólki,“ útskýrir Ilmur. Verkið sem þau ætla að sýna er frumsamið brotakennt verk úr öllum áttum sem er skapað út frá áhuga og hæfileikum meðlima hópsins, sem eru jafn ólíkir og þeir eru margir. „Þetta verk er algjör samsuða. Við höfum nýtt það ef það er eitthvað sem fólk vill segja, eitthvað sem brennur á fólki. Þarna eru líka frumsamin lög eða ljóð eftir meðlimina. Fólk kemur til dæmis með frumsamið lag til okkar en svo hverfur það á braut á vit einhverra ævintýra.“ Sýningin hefst klukkan 20.00 á menningarnótt í Samkomusal Hjálpræðishersins og er frítt inn. Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira
Þau Ilmur Kristjánsdóttir leikkona og Rúnar Guðbrandsson leikstjóri standa á bak við verkefnið heimilislausa leikhúsið ETHOS sem sýnir sitt fyrsta verk á menningarnótt. Um er að ræða leikhóp sem skipaður er fólki sem ekki hefur fengið tækifæri til þess að láta hæfileika sína í ljós, eru heimilislausir, hælisleitendur, glíma við geðfötlun og annað slíkt. „Markmið okkar er að virkja hæfileikana hjá fólki sem hefur ekki burði til að koma sjálfu sér á framfæri. Þetta er ekki þerapía, ætlunin er ekki að bjarga mannslífum, í besta falli að reyna að gera lífið aðeins bærilegra, gefa fólki tækifæri til að gefa tíma sínum tilgang, en fyrst og síðast er tilgangurinn að skapa listaverk,“ segir Ilmur Kristjánsdóttir.Ilmur Kristjánsdóttir og Rúnar Guðbrandsson segja hæfileikaríka einstaklinga vera í hópnum.Hún segist hafa fengið hugmyndina að stofnun hópsins þegar hún byrjaði að vinna fyrir velferðarráð Reykjavíkurborgar en hún er nýtekin við stöðu formanns ráðsins. „Ég fór á ráðstefnu um skapandi leiðir til þess að virkja jaðarhópa og þar var maður sem rekur leikhús heimilislausra í Bratislava, Patrik Krebs. Leikhús heimilislausra þar í borg hefur verið starfandi í tólf ár með góðum árangri og alltaf sífellt fleiri sem taka þátt þar,“ útskýrir Ilmur. Rúnar hefur áður verið að vinna að sams konar verkefnum en hann stofnaði til að mynda Götuleikhúsið á sínum tíma sem var upphaflega hugsað sem úrræði til virkja ungt atvinnulaust fólk. Þau fengu 200.000 krónur í styrk til að búa til þessa sýningu sem sýnd verður á menningarnótt. „Við vitum ekki hvað við gerum í framhaldinu, við erum að keyra þetta áfram á ástríðu og sjáum svo hvað kemur út úr þessu,“ segir Ilmur spurð út í framhaldið. Í hópnum eru miklir hæfileikar og eru þau Ilmur og Rúnar ánægð með hvernig þessari hugmynd hefur undið fram. „Þetta hefur gengið mjög vel. Það eru sífellt fleiri að safnast í hópinn og greinilega eftirspurn eftir svona iðju. Það er alls kyns fólk í hópnum, til dæmis einn hælisleitandi frá Egyptalandi sem getur flutt Hamlet á arabísku og svo eru þarna útigangsmenn- og konur, fólk sem hefur glímt við geðfatlanir og alls kyns fólk.“ Mikil samheldni er í hópnum eins og sjá má.Vísir/Anton BrinkEn gengur ekkert erfiðlega að halda uppi aga á æfingum ef menn mæta jafnvel undir áhrifum áfengis á æfingar? „Við reyndum að setja reglur í upphafi. Það er til dæmis mjög skýrt í leikhúsinu á Bratislava að einstaklingar megi ekki vera undir áhrifum á æfingum eða á sýningum. Stundum hefur fólk mætt undir áhrifum en þá er það yfirleitt farið snemma af æfingum og hefur ekki athygli, það er ástæðan fyrir því að fólk á ekki að vera undir áhrifum. Hins vegar reynum við bara að vinna með það sem við náum út úr fólki,“ útskýrir Ilmur. Verkið sem þau ætla að sýna er frumsamið brotakennt verk úr öllum áttum sem er skapað út frá áhuga og hæfileikum meðlima hópsins, sem eru jafn ólíkir og þeir eru margir. „Þetta verk er algjör samsuða. Við höfum nýtt það ef það er eitthvað sem fólk vill segja, eitthvað sem brennur á fólki. Þarna eru líka frumsamin lög eða ljóð eftir meðlimina. Fólk kemur til dæmis með frumsamið lag til okkar en svo hverfur það á braut á vit einhverra ævintýra.“ Sýningin hefst klukkan 20.00 á menningarnótt í Samkomusal Hjálpræðishersins og er frítt inn.
Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira