Landsmenn eiga von á leikhús- og dansveislu bráðlega Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. ágúst 2015 10:45 Alexander Róbertsson, Ásgerður G. Gunnarsdóttir, Bjarni Jónsson og Ragnheiður Skúladóttir halda utan um hátíðirnar tvær. Vísir/Vilhelm „Ef ég hefði verið að fylgjast með þessum hátíðum úr fjarlægð hefði ég sagt: „Vá, hvað dagskráin er metnaðarfull og fjölbreytt í ár,“ segir Ragnheiður Skúladóttir um leiklistarhátíðina LÓKAL og Reykjavík Dance Festival. Sjálf er hún listrænn stjórnandi LÓKALS ásamt Bjarna Jónssyni og segir um ákaflega frjótt og spennandi samstarf að ræða milli þeirra og aðstandenda danshátíðarinnar þetta árið með innflutningi samtals sjö erlendra sýninga. Hátíðirnar standa frá 25. til 30. ágúst og þar eru 24 sýningar samanlagt. „Það er ótrúlegt en satt að okkur hefur tekist að setja dagskrána upp þannig að sé einhver mjög áhugasamur leikhús- og dansaðdáandi þá getur hann séð allar sýningarnar,“ segir Ragnheiður stolt og segir íslensku verkin verða frumsýnd á hátíðunum og öðlast svo framhaldslíf, annaðhvort fljótlega eftir hátíðina eða síðar á leikárinu. „Það sem er líka markvert við hátíðirnar í ár og mun marka þær næstu árin er að við sækjumst eftir þátttöku almennings. Erum í stóru evrópsku tengslaneti sem sótti um fjögurra ára verkefni sem er kallað Urban Heat. Fókus þess er á samfélög innan samfélaga sem eru kannski ekki augljós, geta verið trúarhópar, ungt fólk eða hvaða hópar sem er. Við munum kanna á ýmsan hátt hverfi Reykjavíkurborgar á næstu árum og listamenn á okkar vegum fara inn í hverfin að ná í yrkisefni og virkja íbúana í listsköpun,“ lýsir Ragnheiður. Dæmi um hina nýju stefnu er sýningin Atlas á stóra sviði Borgarleikhússins þar sem hundrað einstaklingum er boðið að taka þátt. „Ég hef líkt þessari sýningu við þjóðfund. Fólk sem er áhugasamt má endilega hafa samband við okkur,“ segir Ragnheiður og segir dansverk Ásrúnar Magnúsdóttur GGGGRRRLLLSS af sama toga, þar komi á fjórða tug unglingsstúlkna fram. Sem dæmi um nýtt leikverk á LÓKAL nefnir Ragnheiður Nazanin sem Marta Nordal hefur gert um ævi írönsku flóttakonunnar Nazanin sem kom hingað til lands 2009 og verður með á sviðinu. Sýningar verða í Tjarnarbíói en líka í Borgarleikhúsinu, Gamla bíói, Hafnarhúsi og Listaháskólanum. „Þessi tími hentar ágætlega leikhúsunum,“ segir Ragnheiður. „Hátíðirnar eru upptaktur að leikárinu en auðvitað líka vettvangur sjálfstæðu senunnar.“ Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ef ég hefði verið að fylgjast með þessum hátíðum úr fjarlægð hefði ég sagt: „Vá, hvað dagskráin er metnaðarfull og fjölbreytt í ár,“ segir Ragnheiður Skúladóttir um leiklistarhátíðina LÓKAL og Reykjavík Dance Festival. Sjálf er hún listrænn stjórnandi LÓKALS ásamt Bjarna Jónssyni og segir um ákaflega frjótt og spennandi samstarf að ræða milli þeirra og aðstandenda danshátíðarinnar þetta árið með innflutningi samtals sjö erlendra sýninga. Hátíðirnar standa frá 25. til 30. ágúst og þar eru 24 sýningar samanlagt. „Það er ótrúlegt en satt að okkur hefur tekist að setja dagskrána upp þannig að sé einhver mjög áhugasamur leikhús- og dansaðdáandi þá getur hann séð allar sýningarnar,“ segir Ragnheiður stolt og segir íslensku verkin verða frumsýnd á hátíðunum og öðlast svo framhaldslíf, annaðhvort fljótlega eftir hátíðina eða síðar á leikárinu. „Það sem er líka markvert við hátíðirnar í ár og mun marka þær næstu árin er að við sækjumst eftir þátttöku almennings. Erum í stóru evrópsku tengslaneti sem sótti um fjögurra ára verkefni sem er kallað Urban Heat. Fókus þess er á samfélög innan samfélaga sem eru kannski ekki augljós, geta verið trúarhópar, ungt fólk eða hvaða hópar sem er. Við munum kanna á ýmsan hátt hverfi Reykjavíkurborgar á næstu árum og listamenn á okkar vegum fara inn í hverfin að ná í yrkisefni og virkja íbúana í listsköpun,“ lýsir Ragnheiður. Dæmi um hina nýju stefnu er sýningin Atlas á stóra sviði Borgarleikhússins þar sem hundrað einstaklingum er boðið að taka þátt. „Ég hef líkt þessari sýningu við þjóðfund. Fólk sem er áhugasamt má endilega hafa samband við okkur,“ segir Ragnheiður og segir dansverk Ásrúnar Magnúsdóttur GGGGRRRLLLSS af sama toga, þar komi á fjórða tug unglingsstúlkna fram. Sem dæmi um nýtt leikverk á LÓKAL nefnir Ragnheiður Nazanin sem Marta Nordal hefur gert um ævi írönsku flóttakonunnar Nazanin sem kom hingað til lands 2009 og verður með á sviðinu. Sýningar verða í Tjarnarbíói en líka í Borgarleikhúsinu, Gamla bíói, Hafnarhúsi og Listaháskólanum. „Þessi tími hentar ágætlega leikhúsunum,“ segir Ragnheiður. „Hátíðirnar eru upptaktur að leikárinu en auðvitað líka vettvangur sjálfstæðu senunnar.“
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira