Fiskidagurinn fer fram í fimmtánda skiptið Gunnar Leó Pálsson skrifar 8. ágúst 2015 09:00 Gaman Mikill fjöldi fólks sækir Fiskidaginn mikla árlega. mynd/Auðunn Níelsson Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli er haldin í Dalvíkurbyggð um helgina í fimmtánda sinn. Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla, er mjög spenntur og býst við fjölda manns. „Við erum mjög spennt og mjög vel undirbúin, það er mikil spenna í loftinu. Fjölmennasti Fiskidagurinn var þarna ferðasumarið mikla árið 2009 en eftir það hafa þetta verið um 25.000 til 30.000 manns á hverju ári,“ segir Júlíus. Fiskverkendur og fleiri framtakssamir í byggðarlaginu bjóða, með hjálp góðra styrktaraðila, landsmönnum öllum upp á dýrindis fiskrétti, milli kl. 11.00 og 17.00 í dag. Matseðillinn breytist ár frá ári þó ávallt sé boðið upp á ákveðna vinsæla rétti. Öllum réttum fylgja brauð og drykkir eins og hver getur í sig látið. „Matseðillinn er mjög spennandi í ár, Friðrik fimmti er nýr yfirkokkur hjá okkur en hann og Úlfar Eysteinsson unnu saman að þessum degi núna en Friðrik er að taka við af Úlfari. Ég veit til þess að það verður boðið upp á nýjungar á Fiskidaginn eins og til dæmis fish and chips,“ útskýrir Júlíus.á æfingu Friðrik Ómar Hjörleifsson einbeittur á æfingu fyrir tónleikana sem fram fara á Fiskideginum mikla.fréttablaðið/vilhelmÍ gærkvöldi buðu íbúar byggðarlagsins gestum og gangandi upp á fiskisúpu í heimahúsum og görðum. Í kvöld býður Samherji til stórtónleika með stórskotaliði landsins í tónlistarflutningi og risaflugeldasýningu á eftir. „Þetta eru tæknilega séð stærstu tónleikarnir okkar. Við erum með fleiri flytjendur en hvort við erum með betri verðum við að sjá til,“ segir Friðrik Ómar Hjörleifsson tónlistarmaður en hann og fyrirtæki hans, Rigg ehf., skipuleggur tónleikana. „Þetta verður eins og að fara á þorrablót á prótíni. Við erum að fara að spila allt mögulegt, það verður eitthvað fyrir krakkana og eitthvað fyrir ömmu og afa. Allt frá lögum sem hljóma í útvarpinu í dag og frá því í gamla daga, þekkt íslensk og erlend lög. Þetta verður stórt partí,“ útskýrir Friðrik Ómar. Margir af helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar koma fram á tónleikunum ásamt helstu tæknimönnum landsins. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.45 í kvöld og lýkur með flugeldasýningu. Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Sjá meira
Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli er haldin í Dalvíkurbyggð um helgina í fimmtánda sinn. Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla, er mjög spenntur og býst við fjölda manns. „Við erum mjög spennt og mjög vel undirbúin, það er mikil spenna í loftinu. Fjölmennasti Fiskidagurinn var þarna ferðasumarið mikla árið 2009 en eftir það hafa þetta verið um 25.000 til 30.000 manns á hverju ári,“ segir Júlíus. Fiskverkendur og fleiri framtakssamir í byggðarlaginu bjóða, með hjálp góðra styrktaraðila, landsmönnum öllum upp á dýrindis fiskrétti, milli kl. 11.00 og 17.00 í dag. Matseðillinn breytist ár frá ári þó ávallt sé boðið upp á ákveðna vinsæla rétti. Öllum réttum fylgja brauð og drykkir eins og hver getur í sig látið. „Matseðillinn er mjög spennandi í ár, Friðrik fimmti er nýr yfirkokkur hjá okkur en hann og Úlfar Eysteinsson unnu saman að þessum degi núna en Friðrik er að taka við af Úlfari. Ég veit til þess að það verður boðið upp á nýjungar á Fiskidaginn eins og til dæmis fish and chips,“ útskýrir Júlíus.á æfingu Friðrik Ómar Hjörleifsson einbeittur á æfingu fyrir tónleikana sem fram fara á Fiskideginum mikla.fréttablaðið/vilhelmÍ gærkvöldi buðu íbúar byggðarlagsins gestum og gangandi upp á fiskisúpu í heimahúsum og görðum. Í kvöld býður Samherji til stórtónleika með stórskotaliði landsins í tónlistarflutningi og risaflugeldasýningu á eftir. „Þetta eru tæknilega séð stærstu tónleikarnir okkar. Við erum með fleiri flytjendur en hvort við erum með betri verðum við að sjá til,“ segir Friðrik Ómar Hjörleifsson tónlistarmaður en hann og fyrirtæki hans, Rigg ehf., skipuleggur tónleikana. „Þetta verður eins og að fara á þorrablót á prótíni. Við erum að fara að spila allt mögulegt, það verður eitthvað fyrir krakkana og eitthvað fyrir ömmu og afa. Allt frá lögum sem hljóma í útvarpinu í dag og frá því í gamla daga, þekkt íslensk og erlend lög. Þetta verður stórt partí,“ útskýrir Friðrik Ómar. Margir af helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar koma fram á tónleikunum ásamt helstu tæknimönnum landsins. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.45 í kvöld og lýkur með flugeldasýningu.
Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Sjá meira