Hatið mig Atli Fannar Bjarkason skrifar 6. ágúst 2015 07:00 Hinsegin dagar hófust í vikunni þegar hluti af Skólavörðustíg var málaður í regnbogalitunum. Virkir í athugasemdum tóku uppátækið óstinnt upp og þótti mörgum illa farið með gott malbik á meðan aðrir blönduðu múslimum í umræðuna (?). Hinsegin fólk tilheyrir hópi sem virkir í athugasemdum virðast af einhverjum ástæðum hata og eru samfélagsmiðlar nýttir sem einhvers konar haturslúður. Þar sem þessi vika er tileinkuð baráttu hinsegin fólks vil ég biðja ykkur sem eruð virk í athugasemdum um að hata mig í staðinn fyrir þau í nokkra daga. Takið hatrið sem beinist venjulega í áttina að hommum, lesbíum og bókstaflega ælið því yfir þegar útæld lyklaborðin. Ég get höndlað það og ég veit að hommarnir og lesbíurnar geta það líka. Þau þurfa samt að láta þetta yfir sig ganga flesta hina daga ársins. Af hverju ekki að taka hvítan, meðalháan millistéttarkarl og drulla rækilega yfir hann í nokkra daga? Ég ólst upp á Selfossi. Það er auðvelt að hata mig fyrir það. Ég er hins vegar fæddur á Sauðárkróki. Það opnar á alls konar rætnar samsæriskenningar um tengsl mín við Framsóknarflokkinn og Kaupfélag Skagfirðinga. Ef ég þekki ykkur rétt er það ekki nógu persónulegt. Þið getið því hæðst að útliti mínu. Ég er með óþolandi bros á þessari mynd og hárgreiðslan er ekki bara hommaleg, heldur fór hún úr tísku fyrir tveimur árum. Laxableik skyrtan er óafsakanleg og ofan á það er ég með tribal-tattú utan um úlnliðinn sem gerir mig réttdræpan. Þið hljótið að geta hrært þessu saman í viðurstyggilegan graut af Atlahatri. Þannig getið þið, þó ekki væri nema um stund, hætt að hata hommana og lesbíurnar. Og kannski konurnar. Og múslimana. Já og femínistana. Og svertingjana. Og hælisleitendur. Og The Charlies. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Hinsegin Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Hinsegin dagar hófust í vikunni þegar hluti af Skólavörðustíg var málaður í regnbogalitunum. Virkir í athugasemdum tóku uppátækið óstinnt upp og þótti mörgum illa farið með gott malbik á meðan aðrir blönduðu múslimum í umræðuna (?). Hinsegin fólk tilheyrir hópi sem virkir í athugasemdum virðast af einhverjum ástæðum hata og eru samfélagsmiðlar nýttir sem einhvers konar haturslúður. Þar sem þessi vika er tileinkuð baráttu hinsegin fólks vil ég biðja ykkur sem eruð virk í athugasemdum um að hata mig í staðinn fyrir þau í nokkra daga. Takið hatrið sem beinist venjulega í áttina að hommum, lesbíum og bókstaflega ælið því yfir þegar útæld lyklaborðin. Ég get höndlað það og ég veit að hommarnir og lesbíurnar geta það líka. Þau þurfa samt að láta þetta yfir sig ganga flesta hina daga ársins. Af hverju ekki að taka hvítan, meðalháan millistéttarkarl og drulla rækilega yfir hann í nokkra daga? Ég ólst upp á Selfossi. Það er auðvelt að hata mig fyrir það. Ég er hins vegar fæddur á Sauðárkróki. Það opnar á alls konar rætnar samsæriskenningar um tengsl mín við Framsóknarflokkinn og Kaupfélag Skagfirðinga. Ef ég þekki ykkur rétt er það ekki nógu persónulegt. Þið getið því hæðst að útliti mínu. Ég er með óþolandi bros á þessari mynd og hárgreiðslan er ekki bara hommaleg, heldur fór hún úr tísku fyrir tveimur árum. Laxableik skyrtan er óafsakanleg og ofan á það er ég með tribal-tattú utan um úlnliðinn sem gerir mig réttdræpan. Þið hljótið að geta hrært þessu saman í viðurstyggilegan graut af Atlahatri. Þannig getið þið, þó ekki væri nema um stund, hætt að hata hommana og lesbíurnar. Og kannski konurnar. Og múslimana. Já og femínistana. Og svertingjana. Og hælisleitendur. Og The Charlies.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun