Þurfa að halda einbeitingunni Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. ágúst 2015 06:00 Strákarnir léku vel á fyrsta hring í Slóvakíu Vísir/GSÍmyndir.net Íslensku kylfingarnir fóru flestir vel af stað í gær á Evrópumeistaramóti áhugamanna sem fer fram í Slóvakíu. Haraldur Franklín Magnússon úr Golfklúbbi Reykjavíkur er ásamt þremur öðrum kylfingum efstur á átta höggum undir pari. Guðmundur Ágúst Kristjánsson er á fimm höggum undir pari eftir að hafa leikið seinni níu holur vallarins á sjö höggum undir pari en hann fékk tvo erni á hringnum. Þá er Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili höggi á eftir Guðmundi í tuttugasta sæti. Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari var sáttur við spilamennskuna í dag en hann er með strákunum í Slóvakíu til stuðnings. „Þetta var frábær byrjun og frábær spilamennska hjá flestum af strákunum í dag. Völlurinn er krefjandi, hann gefur og tekur en strákarnir leystu það vel í dag. Það er gott fyrir sjálfstraust þeirra að spila gegn þessum bestu áhugamannakylfingum,“ sagði Úlfar sem sagðist ætla að halda sínum mönnum á jörðinni. „Þeir þurfa að halda rétt á spöðunum og halda einbeitingunni. Völlurinn getur auðveldlega refsað ef kylfingar missa einbeitinguna.“ Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili, Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness og Andri Þór Björnsson hófu einnig leik í gær en náðu sér ekki á strik og þurfa þeir að vinna upp þó nokkur högg ætli þeir sér að komast í gegn um sextíu manna niðurskurðinn eftir morgundaginn. Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Íslensku kylfingarnir fóru flestir vel af stað í gær á Evrópumeistaramóti áhugamanna sem fer fram í Slóvakíu. Haraldur Franklín Magnússon úr Golfklúbbi Reykjavíkur er ásamt þremur öðrum kylfingum efstur á átta höggum undir pari. Guðmundur Ágúst Kristjánsson er á fimm höggum undir pari eftir að hafa leikið seinni níu holur vallarins á sjö höggum undir pari en hann fékk tvo erni á hringnum. Þá er Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili höggi á eftir Guðmundi í tuttugasta sæti. Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari var sáttur við spilamennskuna í dag en hann er með strákunum í Slóvakíu til stuðnings. „Þetta var frábær byrjun og frábær spilamennska hjá flestum af strákunum í dag. Völlurinn er krefjandi, hann gefur og tekur en strákarnir leystu það vel í dag. Það er gott fyrir sjálfstraust þeirra að spila gegn þessum bestu áhugamannakylfingum,“ sagði Úlfar sem sagðist ætla að halda sínum mönnum á jörðinni. „Þeir þurfa að halda rétt á spöðunum og halda einbeitingunni. Völlurinn getur auðveldlega refsað ef kylfingar missa einbeitinguna.“ Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili, Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness og Andri Þór Björnsson hófu einnig leik í gær en náðu sér ekki á strik og þurfa þeir að vinna upp þó nokkur högg ætli þeir sér að komast í gegn um sextíu manna niðurskurðinn eftir morgundaginn.
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira