Aníta Hinriksdóttir mun taka þátt í sterku móti í Belgíu í byrjun næsta mánaðar að sögn þjálfara hennar, Gunnars Páls Jóakimssonar.
Anítu tókst ekki að verja Evrópumeistaratitil sinn nítján ára og yngri fyrr í mánuðinum en eftir mótið sagði Gunnar Páll að stefnt væri að því að finna mót fyrir hana með sterkari andstæðingum.
„Þarna verða keppendur sem eru að hlaupa undir og í kringum tvær mínútur,“ segir hann en Íslandsmet Anítu er 2:00,49 mínútur og var sett árið 2013.
Lágmarkið fyrir HM í Kína í sumar er 2:01,00. „Ég vona að Aníta nái lágmarkinu. Við stefnum að því,“ sagði Gunnar Páll en Aníta keppir ásamt besta frjálsíþróttafólki landsins á 89. Meistaramóti Íslands í Kópavogi um helgina.
Aníta stefnir á HM-lágmarkið í Belgíu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn

Þór ekki í teljandi vandræðum með Val
Körfubolti

„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Körfubolti

Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum
Körfubolti


Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi
Körfubolti

Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn
Enski boltinn
