Hin ljóðræna þjáning Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. júlí 2015 13:30 Sumir eiga sorgir og sumir eiga þrá nefnist dagskráin sem Valgerður, húsfreyja í Davíðshúsi, verður með á morgun. Vísir/GVA „Ég er einmitt að velja ljóð og var að lesa Skógarhindina þegar þú hringdir,“ segir Valgerður H. Bjarnadóttir, húsfreyja í Davíðshúsi á Akureyri, þegar hún svarar í símann. Valgerður sér um dagskrá tengda ljóðum Davíðs Stefánssonar í húsinu á hverjum fimmtudegi klukkan þrjú og tekur eitthvað visst fyrir hverju sinni. Síðast var það Ítalíuferðin en á morgun ætlar hún að fjalla um ástina og sorgina. „Langflest hinna viðkvæmu og tilfinningaþrungnu ljóða Davíðs eru í fyrstu bókunum hans. Þau fá á sig öðruvísi blæ í seinni bókunum, þá yrkir hann meira um þjóðina og landið,“ segir Valgerður en bætir við að inn á milli birtist þó alltaf hið blæðandi hjarta skáldsins.Davíð orti mikið um ástina og sorgina í fyrstu bókunum.„Þannig er ljóðið Skógarhindin, sem hefst svona: Langt inn í skóginn leitar hindin særð… það er í bók sem kom út 1960, bara fjórum árum áður en skáldið dó. Davíð notar dýr mikið sem táknmyndir og hvort hann er þarna að tala um sjálfan sig eða aðra manneskju…eða ljóðin sín, það veit enginn. Kannski er hann sjálfur farinn að horfast í augu við dauðann.“ Davíðshús er opið frá 13 til 17. Viðburðir þar í sumar eru hluti af Listasumri á Akureyri. Aðgangur að húsinu kostar 1.200 krónur en 600 krónur fyrir eldri borgara og frítt er fyrir börn. Bókmenntir Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég er einmitt að velja ljóð og var að lesa Skógarhindina þegar þú hringdir,“ segir Valgerður H. Bjarnadóttir, húsfreyja í Davíðshúsi á Akureyri, þegar hún svarar í símann. Valgerður sér um dagskrá tengda ljóðum Davíðs Stefánssonar í húsinu á hverjum fimmtudegi klukkan þrjú og tekur eitthvað visst fyrir hverju sinni. Síðast var það Ítalíuferðin en á morgun ætlar hún að fjalla um ástina og sorgina. „Langflest hinna viðkvæmu og tilfinningaþrungnu ljóða Davíðs eru í fyrstu bókunum hans. Þau fá á sig öðruvísi blæ í seinni bókunum, þá yrkir hann meira um þjóðina og landið,“ segir Valgerður en bætir við að inn á milli birtist þó alltaf hið blæðandi hjarta skáldsins.Davíð orti mikið um ástina og sorgina í fyrstu bókunum.„Þannig er ljóðið Skógarhindin, sem hefst svona: Langt inn í skóginn leitar hindin særð… það er í bók sem kom út 1960, bara fjórum árum áður en skáldið dó. Davíð notar dýr mikið sem táknmyndir og hvort hann er þarna að tala um sjálfan sig eða aðra manneskju…eða ljóðin sín, það veit enginn. Kannski er hann sjálfur farinn að horfast í augu við dauðann.“ Davíðshús er opið frá 13 til 17. Viðburðir þar í sumar eru hluti af Listasumri á Akureyri. Aðgangur að húsinu kostar 1.200 krónur en 600 krónur fyrir eldri borgara og frítt er fyrir börn.
Bókmenntir Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira