Íhuga að ferðamenn borgi meira fyrir björgunarstarf Ingvar Haraldsson skrifar 20. júlí 2015 08:00 Stærsta verkefni björgunarsveitanna á síðasta ári var vegna eldgossins í Holuhrauni. Alls unnu björgunarsveitarmenn í tíu þúsund klukkustundir vegna gossins. Hér sjá björgunarsveitamenn til þess að lokanir vega að gosstöðvunum séu virtar. vísir/vilhelm Útköll hjá björgunarsveitum sem boðuð voru af Neyðarlínu voru nær tvöfalt fleiri árið 2014 miðað við árið 2013. Björgunarsveitir sinntu 1.386 slíkum verkefnum á síðasta ári. Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, spyr hve mikið hægt sé að leggja á björgunarsveitarmenn, sérstaklega á landsbyggðinni þar sem fjölgun útkalla hafi verið hvað mest. „Þessar sveitir hafa orðið fyrir miklum útgjaldaauka. Þó að félagarnir séu í sjálfboðavinnu þá er spurning hvort vinnuveitendur og fjölskylda séu sátt við fjarveru þeirra. Smári sigurðssonSvo er spurningin hvort þessar sveitir í dreifbýlinu ætli að selja samborgurum sínum fleiri rakettur eða neyðarkalla,“ segir Smári og bætir við: „Ég held að við séum kominn á endapunkt í þessum efnum.“ Smári kallar eftir aukinni umræðu um hvernig haga eigi málefnum björgunarsveitanna. „Við þurfum að fara að taka þetta samtal bæði innanbúðar hjá okkur og ekki síður við samfélagið um hvernig við viljum sjá þessum málum fyrir komið,“ segir hann. Til skoðunar er að rukka ferðamenn í auknum mæli fyrir þjónustu björgunarsveita. „Það er þegar byrjað að rukka ferðamenn þar sem verið er að fara inn á lokaða vegi og sækja fólk sem hefur fest bílana sína,“ segir Smári. Einnig hafi ferðamenn sem hafi viljað láta sækja sig á hálendið en hafi ekki verið í neyð verið rukkaðir. „Það er náttúrulega engin glóra í því að það sé bara frítt að fara hér inn á hálendið yfir veturinn með vélar og verkfæri að sækja fólk sem gefst upp í einhverri gönguferð,“ segir Smári. Best færi þó á því að fækka mætti útköllum með því að auka forvarnir og slysavarnir að sögn Smára. Hann hvetur ferðafólk til að tryggja sig fyrir áföllnum kostnaði áður en lagt sé af stað. Smári segir rysjótt veðurfar í vetur, fjölgun ferðamanna og aukinn útivistaráhuga Íslendinga ástæðuna fyrir fjölgun útkalla. Fjórðungur útkalla björgunarsveitanna á síðasta ári var í desember. Í mánuðinum voru útköllin tæplega 350, sem er margfalt meira en fyrri ár. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Útköll hjá björgunarsveitum sem boðuð voru af Neyðarlínu voru nær tvöfalt fleiri árið 2014 miðað við árið 2013. Björgunarsveitir sinntu 1.386 slíkum verkefnum á síðasta ári. Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, spyr hve mikið hægt sé að leggja á björgunarsveitarmenn, sérstaklega á landsbyggðinni þar sem fjölgun útkalla hafi verið hvað mest. „Þessar sveitir hafa orðið fyrir miklum útgjaldaauka. Þó að félagarnir séu í sjálfboðavinnu þá er spurning hvort vinnuveitendur og fjölskylda séu sátt við fjarveru þeirra. Smári sigurðssonSvo er spurningin hvort þessar sveitir í dreifbýlinu ætli að selja samborgurum sínum fleiri rakettur eða neyðarkalla,“ segir Smári og bætir við: „Ég held að við séum kominn á endapunkt í þessum efnum.“ Smári kallar eftir aukinni umræðu um hvernig haga eigi málefnum björgunarsveitanna. „Við þurfum að fara að taka þetta samtal bæði innanbúðar hjá okkur og ekki síður við samfélagið um hvernig við viljum sjá þessum málum fyrir komið,“ segir hann. Til skoðunar er að rukka ferðamenn í auknum mæli fyrir þjónustu björgunarsveita. „Það er þegar byrjað að rukka ferðamenn þar sem verið er að fara inn á lokaða vegi og sækja fólk sem hefur fest bílana sína,“ segir Smári. Einnig hafi ferðamenn sem hafi viljað láta sækja sig á hálendið en hafi ekki verið í neyð verið rukkaðir. „Það er náttúrulega engin glóra í því að það sé bara frítt að fara hér inn á hálendið yfir veturinn með vélar og verkfæri að sækja fólk sem gefst upp í einhverri gönguferð,“ segir Smári. Best færi þó á því að fækka mætti útköllum með því að auka forvarnir og slysavarnir að sögn Smára. Hann hvetur ferðafólk til að tryggja sig fyrir áföllnum kostnaði áður en lagt sé af stað. Smári segir rysjótt veðurfar í vetur, fjölgun ferðamanna og aukinn útivistaráhuga Íslendinga ástæðuna fyrir fjölgun útkalla. Fjórðungur útkalla björgunarsveitanna á síðasta ári var í desember. Í mánuðinum voru útköllin tæplega 350, sem er margfalt meira en fyrri ár.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira