Seðlabankastjóri varar við afskiptum pólitíkusa jón hákon halldórsson skrifar 16. júlí 2015 07:00 Janet Yellen birti þingnefnd skýrslu sína í gær. Hún varar við afskiptum stjórnmálamanna af seðlabankanum. Nordicphotos/afp Janet L. Yellen, aðalbankastjóri seðlabanka Bandaríkjanna, varaði þingmenn við tillögum þess efnis að auka afskipti stjórnmálamanna af seðlabankanum. Slíkt myndi valda öllu hagkerfinu skaða. Yellen ræddi þetta í skýrslu sem hún skrifaði fyrir fjárlaganefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær. Á vef The New York Times segir að þessi yfirlýsing Yellen sé til þess fallin að auka á spennu í samskiptum löggjafans og seðlabankans. „Hversu góður hugur sem kann að vera að baki áformum um að auka gagnsæi, þá mega þær alls ekki koma í veg fyrir að bankinn geti mótað stefnu í þágu bandarískra fjölskyldna og fyrirtækja,“ sagði Yellen í skýrslunni. Yellen sagði að peningastefna seðlabankans hefði ekkert breyst á undanförnum vikum. Bankinn vænti þess enn að stýrivextir verði hækkaðir síðar á árinu, að því gefnu að hagvöxtur verði í takt við væntingar. „Þegar horft er til framtíðar þá er útlit fyrir jákvæða þróun á atvinnumarkaðnum og i efnahagslífinu í víðara samhengi,“ sagði Yellen við þingnefndina. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að seðlabankinn eigi að bíða til næsta árs með að hækka vexti. Nokkrir úr bankastjórn seðlabankans eru sammála. Yellen sagði hins vegar í gær að stefna meirihluta bankastjórnarinnar hefði ekki breyst. Og hún gaf til kynna að útlit í efnahagsmálum væri betra en búist var við. Olíuverð lágt, vextir lágir, fleira starfsfólk ráðið í störf. Þá nytu Bandaríkin góðs af afleiddum áhrifum af aðgerðum sem ráðist hefur verið í í öðrum ríkjum til að örva hagvöxt. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Janet L. Yellen, aðalbankastjóri seðlabanka Bandaríkjanna, varaði þingmenn við tillögum þess efnis að auka afskipti stjórnmálamanna af seðlabankanum. Slíkt myndi valda öllu hagkerfinu skaða. Yellen ræddi þetta í skýrslu sem hún skrifaði fyrir fjárlaganefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær. Á vef The New York Times segir að þessi yfirlýsing Yellen sé til þess fallin að auka á spennu í samskiptum löggjafans og seðlabankans. „Hversu góður hugur sem kann að vera að baki áformum um að auka gagnsæi, þá mega þær alls ekki koma í veg fyrir að bankinn geti mótað stefnu í þágu bandarískra fjölskyldna og fyrirtækja,“ sagði Yellen í skýrslunni. Yellen sagði að peningastefna seðlabankans hefði ekkert breyst á undanförnum vikum. Bankinn vænti þess enn að stýrivextir verði hækkaðir síðar á árinu, að því gefnu að hagvöxtur verði í takt við væntingar. „Þegar horft er til framtíðar þá er útlit fyrir jákvæða þróun á atvinnumarkaðnum og i efnahagslífinu í víðara samhengi,“ sagði Yellen við þingnefndina. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að seðlabankinn eigi að bíða til næsta árs með að hækka vexti. Nokkrir úr bankastjórn seðlabankans eru sammála. Yellen sagði hins vegar í gær að stefna meirihluta bankastjórnarinnar hefði ekki breyst. Og hún gaf til kynna að útlit í efnahagsmálum væri betra en búist var við. Olíuverð lágt, vextir lágir, fleira starfsfólk ráðið í störf. Þá nytu Bandaríkin góðs af afleiddum áhrifum af aðgerðum sem ráðist hefur verið í í öðrum ríkjum til að örva hagvöxt.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira