Sá fyrir mér rútuferð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. júlí 2015 13:00 "Inn á milli lendir maður í ljóðum sem tengjast ekkert norðurleiðinni og gleymir sér,“ segir Eyþór. Vísir/Haraldur Guðjónsson „Ég er, skal ég segja þér, á leiðinni inn í Hljóðakletta. Var í Skagafirði um helgina og hélt svo áfram norður í Þingeyjarsýslu. Blönduhlíð í Skagafirði er sveitin mín, ég er frá bænum Uppsölum í Blönduhlíð,“ segir Eyþór Árnason sviðsstjóri glaðlega. Eru allir Skagfirðingar skáld? spyr ég því Eyþór er nýbúinn að gefa út þriðju ljóðabókina sína, Norður. „Já, eigum við ekki að segja það. Þeir eru nú kannski ekki alveg allir hrifnir af ljóðunum mínum, því þau eru órímuð,“ svarar hann hlæjandi. Nýju bókina tileinkar Eyþór foreldrum sínum. „Titillinn Norður vísar til þess að ég átti nokkur sjoppuljóð um gamla og nýja áfangastaði á leiðinni norður í land. Þá fór ég að sjá fyrir mér rútuferð. Olíustöðin og Ferstikla í Hvalfirði fá sitt ljóðið hvor, líka Hreðavatnsskáli, Brú og bæði gamli og nýi Staðarskáli. Meira að segja sjoppan hans Lindemanns í Varmahlíð. En inn á milli lendir maður í ljóðum sem tengjast ekkert norðurleiðinni og gleymir sér þar til maður er allt í einu staddur í Víðihlíð! Bókin byrjar í Reykjavík og átti að enda í Skagafirði en ég lauma líka smá inn um Þingeyjarsýslur, enda var móðir mín þaðan.“Eyþór er titlaður leikari í símaskránni. „Ég útskrifaðist sem leikari 1983, setti titilinn í símaskrána og beið eftir frægð og frama, svo hef ég bara ekki nennt að breyta þessu,“ útskýrir Eyþór, sem átti langan feril að baki sem sviðsstjóri hjá Stöð 2 þegar hann réð sig í Hörpu við opnun hennar. Fyrri bækur Eyþórs eru Hundgá úr annarri sveit, sem kom út 2009 og hann hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir og Svo kom ég aftur úr ágústmyrkrinu, en hún kom út 2011. Spurður hvort hann vilji velja ljóð úr nýju bókinni til birtingar afbiður Eyþór sér það. „Ég er alveg búinn að sleppa tökum á þessu efni. Sonur minn segir að Næturljóð sé best – ég hef ekkert vit á þessu.“ Þar með leyfum við skáldinu að halda áfram för og skoða Hljóðakletta. Menning Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
„Ég er, skal ég segja þér, á leiðinni inn í Hljóðakletta. Var í Skagafirði um helgina og hélt svo áfram norður í Þingeyjarsýslu. Blönduhlíð í Skagafirði er sveitin mín, ég er frá bænum Uppsölum í Blönduhlíð,“ segir Eyþór Árnason sviðsstjóri glaðlega. Eru allir Skagfirðingar skáld? spyr ég því Eyþór er nýbúinn að gefa út þriðju ljóðabókina sína, Norður. „Já, eigum við ekki að segja það. Þeir eru nú kannski ekki alveg allir hrifnir af ljóðunum mínum, því þau eru órímuð,“ svarar hann hlæjandi. Nýju bókina tileinkar Eyþór foreldrum sínum. „Titillinn Norður vísar til þess að ég átti nokkur sjoppuljóð um gamla og nýja áfangastaði á leiðinni norður í land. Þá fór ég að sjá fyrir mér rútuferð. Olíustöðin og Ferstikla í Hvalfirði fá sitt ljóðið hvor, líka Hreðavatnsskáli, Brú og bæði gamli og nýi Staðarskáli. Meira að segja sjoppan hans Lindemanns í Varmahlíð. En inn á milli lendir maður í ljóðum sem tengjast ekkert norðurleiðinni og gleymir sér þar til maður er allt í einu staddur í Víðihlíð! Bókin byrjar í Reykjavík og átti að enda í Skagafirði en ég lauma líka smá inn um Þingeyjarsýslur, enda var móðir mín þaðan.“Eyþór er titlaður leikari í símaskránni. „Ég útskrifaðist sem leikari 1983, setti titilinn í símaskrána og beið eftir frægð og frama, svo hef ég bara ekki nennt að breyta þessu,“ útskýrir Eyþór, sem átti langan feril að baki sem sviðsstjóri hjá Stöð 2 þegar hann réð sig í Hörpu við opnun hennar. Fyrri bækur Eyþórs eru Hundgá úr annarri sveit, sem kom út 2009 og hann hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir og Svo kom ég aftur úr ágústmyrkrinu, en hún kom út 2011. Spurður hvort hann vilji velja ljóð úr nýju bókinni til birtingar afbiður Eyþór sér það. „Ég er alveg búinn að sleppa tökum á þessu efni. Sonur minn segir að Næturljóð sé best – ég hef ekkert vit á þessu.“ Þar með leyfum við skáldinu að halda áfram för og skoða Hljóðakletta.
Menning Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira