Sá fyrir mér rútuferð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. júlí 2015 13:00 "Inn á milli lendir maður í ljóðum sem tengjast ekkert norðurleiðinni og gleymir sér,“ segir Eyþór. Vísir/Haraldur Guðjónsson „Ég er, skal ég segja þér, á leiðinni inn í Hljóðakletta. Var í Skagafirði um helgina og hélt svo áfram norður í Þingeyjarsýslu. Blönduhlíð í Skagafirði er sveitin mín, ég er frá bænum Uppsölum í Blönduhlíð,“ segir Eyþór Árnason sviðsstjóri glaðlega. Eru allir Skagfirðingar skáld? spyr ég því Eyþór er nýbúinn að gefa út þriðju ljóðabókina sína, Norður. „Já, eigum við ekki að segja það. Þeir eru nú kannski ekki alveg allir hrifnir af ljóðunum mínum, því þau eru órímuð,“ svarar hann hlæjandi. Nýju bókina tileinkar Eyþór foreldrum sínum. „Titillinn Norður vísar til þess að ég átti nokkur sjoppuljóð um gamla og nýja áfangastaði á leiðinni norður í land. Þá fór ég að sjá fyrir mér rútuferð. Olíustöðin og Ferstikla í Hvalfirði fá sitt ljóðið hvor, líka Hreðavatnsskáli, Brú og bæði gamli og nýi Staðarskáli. Meira að segja sjoppan hans Lindemanns í Varmahlíð. En inn á milli lendir maður í ljóðum sem tengjast ekkert norðurleiðinni og gleymir sér þar til maður er allt í einu staddur í Víðihlíð! Bókin byrjar í Reykjavík og átti að enda í Skagafirði en ég lauma líka smá inn um Þingeyjarsýslur, enda var móðir mín þaðan.“Eyþór er titlaður leikari í símaskránni. „Ég útskrifaðist sem leikari 1983, setti titilinn í símaskrána og beið eftir frægð og frama, svo hef ég bara ekki nennt að breyta þessu,“ útskýrir Eyþór, sem átti langan feril að baki sem sviðsstjóri hjá Stöð 2 þegar hann réð sig í Hörpu við opnun hennar. Fyrri bækur Eyþórs eru Hundgá úr annarri sveit, sem kom út 2009 og hann hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir og Svo kom ég aftur úr ágústmyrkrinu, en hún kom út 2011. Spurður hvort hann vilji velja ljóð úr nýju bókinni til birtingar afbiður Eyþór sér það. „Ég er alveg búinn að sleppa tökum á þessu efni. Sonur minn segir að Næturljóð sé best – ég hef ekkert vit á þessu.“ Þar með leyfum við skáldinu að halda áfram för og skoða Hljóðakletta. Menning Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég er, skal ég segja þér, á leiðinni inn í Hljóðakletta. Var í Skagafirði um helgina og hélt svo áfram norður í Þingeyjarsýslu. Blönduhlíð í Skagafirði er sveitin mín, ég er frá bænum Uppsölum í Blönduhlíð,“ segir Eyþór Árnason sviðsstjóri glaðlega. Eru allir Skagfirðingar skáld? spyr ég því Eyþór er nýbúinn að gefa út þriðju ljóðabókina sína, Norður. „Já, eigum við ekki að segja það. Þeir eru nú kannski ekki alveg allir hrifnir af ljóðunum mínum, því þau eru órímuð,“ svarar hann hlæjandi. Nýju bókina tileinkar Eyþór foreldrum sínum. „Titillinn Norður vísar til þess að ég átti nokkur sjoppuljóð um gamla og nýja áfangastaði á leiðinni norður í land. Þá fór ég að sjá fyrir mér rútuferð. Olíustöðin og Ferstikla í Hvalfirði fá sitt ljóðið hvor, líka Hreðavatnsskáli, Brú og bæði gamli og nýi Staðarskáli. Meira að segja sjoppan hans Lindemanns í Varmahlíð. En inn á milli lendir maður í ljóðum sem tengjast ekkert norðurleiðinni og gleymir sér þar til maður er allt í einu staddur í Víðihlíð! Bókin byrjar í Reykjavík og átti að enda í Skagafirði en ég lauma líka smá inn um Þingeyjarsýslur, enda var móðir mín þaðan.“Eyþór er titlaður leikari í símaskránni. „Ég útskrifaðist sem leikari 1983, setti titilinn í símaskrána og beið eftir frægð og frama, svo hef ég bara ekki nennt að breyta þessu,“ útskýrir Eyþór, sem átti langan feril að baki sem sviðsstjóri hjá Stöð 2 þegar hann réð sig í Hörpu við opnun hennar. Fyrri bækur Eyþórs eru Hundgá úr annarri sveit, sem kom út 2009 og hann hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir og Svo kom ég aftur úr ágústmyrkrinu, en hún kom út 2011. Spurður hvort hann vilji velja ljóð úr nýju bókinni til birtingar afbiður Eyþór sér það. „Ég er alveg búinn að sleppa tökum á þessu efni. Sonur minn segir að Næturljóð sé best – ég hef ekkert vit á þessu.“ Þar með leyfum við skáldinu að halda áfram för og skoða Hljóðakletta.
Menning Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira