Utan vallar: McGregor-sýningin fær fullt hús Henry Birgir Gunnarsson. skrifar 13. júlí 2015 08:45 Conor McGregor er engum líkur. vísir/getty Heitasta sýningin í Las Vegas um nýliðna helgi var McGregor-sýningin. Betur auglýst sem UFC 189 en Conor McGregor kallaði það alltaf McGregor-sýninguna. Var það algjört réttnefni á þessum viðburði. Bardagakvöldið sló öll met. Aldrei hefur komið inn eins mikill peningur í aðgangseyri, aldrei hafa fleiri mætt á vigtun og líklega voru fleiri sjónvarpsáskriftir seldar að kvöldinu en áður í sögu UFC. Fólk er brjálað í að sjá gullkálf UFC frá Dublin. Skiptir engu máli hvort fólk hatar eða elskar Conor. Það verða allir að sjá hann. Hann er í einstökum hópi íþróttamanna sem hafa ótrúlegt aðdráttarafl. Hann er kjaftfor og yfirlýsingaglaður en það sem meira er þá er hann frábær bardagamaður. Hann stendur alltaf við stóru orðin. Conor er fæddur skemmtikraftur og það skal engan undra að UFC hafi sett alla sína spilapeninga á hann. Sambandið er heldur betur að uppskera. Hann er orðinn aðalmaðurinn í UFC. Það er klárt. Það var allt stærst og mest í MGM Grand þessa helgina en bardagarnir sem boðið var upp á voru hreint út sagt magnaðir. Það er ekki til sá maður sem fylgist með íþróttinni sem heldur öðru fram en að þetta hafi verið besta bardagakvöld UFC frá upphafi. Það er alveg fyrir utan allt annað. Áhorfendur fengu fimm rosalega bardaga og þegar er byrjað að tala um bardaga Robbie Lawler og Rory MacDonald um heimsmeistaratitilinn í veltivigt sem besta bardaga í UFC frá upphafi. Það var hreint út sagt ólýsanleg upplifun að fylgjast með þessu í návígi. Stemningin í höllinni, umgjörðin hjá UFC, sem var flottari en nokkru sinni fyrr, Írarnir sem héldu uppi stemningunni og svo þessir bardagar. Þetta var eitthvað sem maður lendir bara í einu sinni um ævina. Það skemmdi svo ekkert fyrir að okkar menn – Gunnar Nelson og Conor McGregor – skyldu báðir klára sína bardaga. Það gerðu þeir líka báðir með eftirminnilegum hætti. Þetta var kvöld sem fór í sögubækurnar og mun aldrei gleymast. MMA Tengdar fréttir Sjáðu Conor McGregor rota Mendes og verða heimsmeistari Írinn magnaði var næstum hengdur en rotaði mótherja sinn 31 sekúndu síðar í titilbardaganum í nótt. 12. júlí 2015 12:56 Conor: Ég grét af gleði Conor McGregor stóð við stóru orðin enn eina ferðina í nótt er hann varð heimsmeistari í fjaðurvigt eftir ótrúlegan bardaga gegn Chad Mendes. 12. júlí 2015 08:25 Gunnar vann í fyrstu lotu og Conor varð heimsmeistari Gunnar Nelson vann glæsilegan sigur á Brandon Thatch í fyrstu lotu og Conor McGregor varð heimsmeistari á sögulegu kvöldi í Las Vegas. 11. júlí 2015 13:15 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Sjá meira
Heitasta sýningin í Las Vegas um nýliðna helgi var McGregor-sýningin. Betur auglýst sem UFC 189 en Conor McGregor kallaði það alltaf McGregor-sýninguna. Var það algjört réttnefni á þessum viðburði. Bardagakvöldið sló öll met. Aldrei hefur komið inn eins mikill peningur í aðgangseyri, aldrei hafa fleiri mætt á vigtun og líklega voru fleiri sjónvarpsáskriftir seldar að kvöldinu en áður í sögu UFC. Fólk er brjálað í að sjá gullkálf UFC frá Dublin. Skiptir engu máli hvort fólk hatar eða elskar Conor. Það verða allir að sjá hann. Hann er í einstökum hópi íþróttamanna sem hafa ótrúlegt aðdráttarafl. Hann er kjaftfor og yfirlýsingaglaður en það sem meira er þá er hann frábær bardagamaður. Hann stendur alltaf við stóru orðin. Conor er fæddur skemmtikraftur og það skal engan undra að UFC hafi sett alla sína spilapeninga á hann. Sambandið er heldur betur að uppskera. Hann er orðinn aðalmaðurinn í UFC. Það er klárt. Það var allt stærst og mest í MGM Grand þessa helgina en bardagarnir sem boðið var upp á voru hreint út sagt magnaðir. Það er ekki til sá maður sem fylgist með íþróttinni sem heldur öðru fram en að þetta hafi verið besta bardagakvöld UFC frá upphafi. Það er alveg fyrir utan allt annað. Áhorfendur fengu fimm rosalega bardaga og þegar er byrjað að tala um bardaga Robbie Lawler og Rory MacDonald um heimsmeistaratitilinn í veltivigt sem besta bardaga í UFC frá upphafi. Það var hreint út sagt ólýsanleg upplifun að fylgjast með þessu í návígi. Stemningin í höllinni, umgjörðin hjá UFC, sem var flottari en nokkru sinni fyrr, Írarnir sem héldu uppi stemningunni og svo þessir bardagar. Þetta var eitthvað sem maður lendir bara í einu sinni um ævina. Það skemmdi svo ekkert fyrir að okkar menn – Gunnar Nelson og Conor McGregor – skyldu báðir klára sína bardaga. Það gerðu þeir líka báðir með eftirminnilegum hætti. Þetta var kvöld sem fór í sögubækurnar og mun aldrei gleymast.
MMA Tengdar fréttir Sjáðu Conor McGregor rota Mendes og verða heimsmeistari Írinn magnaði var næstum hengdur en rotaði mótherja sinn 31 sekúndu síðar í titilbardaganum í nótt. 12. júlí 2015 12:56 Conor: Ég grét af gleði Conor McGregor stóð við stóru orðin enn eina ferðina í nótt er hann varð heimsmeistari í fjaðurvigt eftir ótrúlegan bardaga gegn Chad Mendes. 12. júlí 2015 08:25 Gunnar vann í fyrstu lotu og Conor varð heimsmeistari Gunnar Nelson vann glæsilegan sigur á Brandon Thatch í fyrstu lotu og Conor McGregor varð heimsmeistari á sögulegu kvöldi í Las Vegas. 11. júlí 2015 13:15 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Sjá meira
Sjáðu Conor McGregor rota Mendes og verða heimsmeistari Írinn magnaði var næstum hengdur en rotaði mótherja sinn 31 sekúndu síðar í titilbardaganum í nótt. 12. júlí 2015 12:56
Conor: Ég grét af gleði Conor McGregor stóð við stóru orðin enn eina ferðina í nótt er hann varð heimsmeistari í fjaðurvigt eftir ótrúlegan bardaga gegn Chad Mendes. 12. júlí 2015 08:25
Gunnar vann í fyrstu lotu og Conor varð heimsmeistari Gunnar Nelson vann glæsilegan sigur á Brandon Thatch í fyrstu lotu og Conor McGregor varð heimsmeistari á sögulegu kvöldi í Las Vegas. 11. júlí 2015 13:15