Thatch: Ætla að rota Gunnar í annarri lotu Henry Birgir Gunnarsson í Las Vegas skrifar 11. júlí 2015 12:00 „Ég er búinn að æfa mjög vel og nú er kominn tími á að leika sér,“ sagði Brandon Thatch öruggur með sig er blaðamaður hitti á hann á MGM Grand í gær. Thatch heldur upp á afmælið sitt í búrinu á morgun en þá verður hann þrítugur. Þetta er stór strákur, 188 sentimetrar, og afar kraftmikill. Hann hljóp í skarðið þegar John Hathaway meiddist. Sérfræðingar eru sammála um að Thatch sé mun öflugri andstæðingur og honum er spáð miklum frama. Hann hefur unnið ellefu af þrettán bardögum sínum og sjö þeirra með rothöggi. Kraftmikill strákur sem þarf að varast. „Gunnar er frábær andstæðingur og sigur á honum gerir frábæra hluti fyrir minn feril. Þá ætti ég að komast inn á topp fimmtán í heiminum. Ég mæti alltaf með sjálfstraustið í toppi en ég geri mér vel grein fyrir hættunni sem stafar af Gunnari. Ég mun vera skynsamur en samt berjast eins og ég vil,“ sagði Thatch ákveðinn en hann ætlar að klára Gunnar í annarri lotu. Helst með rothöggi. Thatch veit sem er að hann verður í vandræðum ef hann lendir í gólfinu með Gunnari og hann ætlar að forðast það eins og heitan eldinn. „Gunnar er mjög góður í gólfinu og ég þarf að halda minni fjarlægð. Ég þarf að halda honum í stungufjarlægð. Ef við endum í gólfinu þá er ég tilbúinn að standa aftur á fætur. Ég hef verið að vinna mikið í því og glíman hjá mér verður betri með hverjum bardaga,“ segir Thatch en honum finnst það enn óraunverulegt að hann sé á meðal bestu bardagakappa heims. „Það er draumur að rætast að vera á þessu kvöldi og að vera í UFC. Það er ótrúlegt að vera á þessu stærsta bardagakvöldi heims og ég get ekki beðið,“ sagði Brandon Thatch.Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is. MMA Tengdar fréttir Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Brandon Thatch Eftir aðeins fimm daga mun Gunnar Nelson stíga í búrið á UFC 189 og mæta Brandon Thatch. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars síðan hann tapaði fyrir Rick Story í október. 6. júlí 2015 09:45 Gunnar Nelson: Verð mjög ánægður ef bardaginn fer í gólfið Gunnar Nelson mætir Brandon Thatch í búrinu á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas á laugardaginn eftir viku. 2. júlí 2015 10:30 Þetta er maðurinn sem mætir Gunnari Nelson Greining á Bandaríkjamanninum Brandon Thatch sem mætir Gunnari Nelson á stærsta bardagakvöldi ársins á laugardaginn. 7. júlí 2015 17:15 Andstæðingur Gunnars mun fara hratt upp metorðalistann | Myndband Gunnar Nelson stígur inn í búrið á stærsta bardagakvöldi í sögu UFC á laugardag. Þetta er hans fyrsti bardagi í Bandaríkjunum og fyrsti bardaginn eftir tapið gegn Rick Story í Stokkhólmi. Faðir Gunnars hefur trú á sínum manni. 9. júlí 2015 07:30 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Sjá meira
„Ég er búinn að æfa mjög vel og nú er kominn tími á að leika sér,“ sagði Brandon Thatch öruggur með sig er blaðamaður hitti á hann á MGM Grand í gær. Thatch heldur upp á afmælið sitt í búrinu á morgun en þá verður hann þrítugur. Þetta er stór strákur, 188 sentimetrar, og afar kraftmikill. Hann hljóp í skarðið þegar John Hathaway meiddist. Sérfræðingar eru sammála um að Thatch sé mun öflugri andstæðingur og honum er spáð miklum frama. Hann hefur unnið ellefu af þrettán bardögum sínum og sjö þeirra með rothöggi. Kraftmikill strákur sem þarf að varast. „Gunnar er frábær andstæðingur og sigur á honum gerir frábæra hluti fyrir minn feril. Þá ætti ég að komast inn á topp fimmtán í heiminum. Ég mæti alltaf með sjálfstraustið í toppi en ég geri mér vel grein fyrir hættunni sem stafar af Gunnari. Ég mun vera skynsamur en samt berjast eins og ég vil,“ sagði Thatch ákveðinn en hann ætlar að klára Gunnar í annarri lotu. Helst með rothöggi. Thatch veit sem er að hann verður í vandræðum ef hann lendir í gólfinu með Gunnari og hann ætlar að forðast það eins og heitan eldinn. „Gunnar er mjög góður í gólfinu og ég þarf að halda minni fjarlægð. Ég þarf að halda honum í stungufjarlægð. Ef við endum í gólfinu þá er ég tilbúinn að standa aftur á fætur. Ég hef verið að vinna mikið í því og glíman hjá mér verður betri með hverjum bardaga,“ segir Thatch en honum finnst það enn óraunverulegt að hann sé á meðal bestu bardagakappa heims. „Það er draumur að rætast að vera á þessu kvöldi og að vera í UFC. Það er ótrúlegt að vera á þessu stærsta bardagakvöldi heims og ég get ekki beðið,“ sagði Brandon Thatch.Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is.
MMA Tengdar fréttir Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Brandon Thatch Eftir aðeins fimm daga mun Gunnar Nelson stíga í búrið á UFC 189 og mæta Brandon Thatch. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars síðan hann tapaði fyrir Rick Story í október. 6. júlí 2015 09:45 Gunnar Nelson: Verð mjög ánægður ef bardaginn fer í gólfið Gunnar Nelson mætir Brandon Thatch í búrinu á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas á laugardaginn eftir viku. 2. júlí 2015 10:30 Þetta er maðurinn sem mætir Gunnari Nelson Greining á Bandaríkjamanninum Brandon Thatch sem mætir Gunnari Nelson á stærsta bardagakvöldi ársins á laugardaginn. 7. júlí 2015 17:15 Andstæðingur Gunnars mun fara hratt upp metorðalistann | Myndband Gunnar Nelson stígur inn í búrið á stærsta bardagakvöldi í sögu UFC á laugardag. Þetta er hans fyrsti bardagi í Bandaríkjunum og fyrsti bardaginn eftir tapið gegn Rick Story í Stokkhólmi. Faðir Gunnars hefur trú á sínum manni. 9. júlí 2015 07:30 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Sjá meira
Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Brandon Thatch Eftir aðeins fimm daga mun Gunnar Nelson stíga í búrið á UFC 189 og mæta Brandon Thatch. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars síðan hann tapaði fyrir Rick Story í október. 6. júlí 2015 09:45
Gunnar Nelson: Verð mjög ánægður ef bardaginn fer í gólfið Gunnar Nelson mætir Brandon Thatch í búrinu á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas á laugardaginn eftir viku. 2. júlí 2015 10:30
Þetta er maðurinn sem mætir Gunnari Nelson Greining á Bandaríkjamanninum Brandon Thatch sem mætir Gunnari Nelson á stærsta bardagakvöldi ársins á laugardaginn. 7. júlí 2015 17:15
Andstæðingur Gunnars mun fara hratt upp metorðalistann | Myndband Gunnar Nelson stígur inn í búrið á stærsta bardagakvöldi í sögu UFC á laugardag. Þetta er hans fyrsti bardagi í Bandaríkjunum og fyrsti bardaginn eftir tapið gegn Rick Story í Stokkhólmi. Faðir Gunnars hefur trú á sínum manni. 9. júlí 2015 07:30