Hræddir um sérhagsmuni Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 11. júlí 2015 07:00 Mikil eftirspurn er eftir leigubílaþjónustunni Uber á Íslandi. Nú hafa safnast nægilega margar undirskriftir svo fyrirtækið gæti boðið þjónustu sína í Reykjavík. Í vikunni sagðist Ólöf Nordal innanríkisráðherra vera talsmaður aukins frelsis á íslenskum leigubílamarkaði. Aðspurð um snjallsímaforritið Uber sagðist hún hrifin af þjónustunni. Æskilegt væri að kanna hvort auka mætti frelsi á markaðnum. Leigubílaakstur á Íslandi er leyfisskyld starfsemi. Útgáfa leyfa er háð fjöldatakmörkunum. Þeir einir sem fengið hafa atvinnuleyfi geta ekið leigubíl. Leyfishafar þurfa að tengjast einhverri þeirra bifreiðastöðva sem reknar eru í landinu. Gjaldskrá leigubifreiða er samræmd og virðist verðmiðinn óháður gæðum bifreiða og reynslu ökumanna. Raunveruleg samkeppni er engin. Takmarkanir á leigubílamarkaði hafa löngum verið umdeildar. OECD og Samkeppniseftirlitið hafa lagst harðlega gegn aðgangshindrunum og segja engin rök styðja áframhaldandi fjöldatakmarkanir – þær þjóni ekki hagsmunum neytenda, brengli markaðinn og takmarki samkeppni. Stofnanirnar eru hvattar til aukins frjálsræðis – slíkt muni hafa jákvæð áhrif á aðgengi og gæði þjónustunnar. Stjórnendur bifreiðastöðva taka ekki í sama streng. Þeir segja ummælin fásinnu og stofnanirnar ganga erinda peningastefnu í samfélaginu. Framkvæmdastjóri Hreyfils gengur enn lengra og segir aukið frjálsræði skapa vettvang fyrir eiturlyfjasölu, nauðganir og aðra glæpastarfsemi. Ljóst er að alvarlegar samkeppnishindranir ríkja á íslenskum leigubílamarkaði. Fjöldatakmarkanir á atvinnuleyfi voru upphaflega settar að beiðni Hreyfils. Takmarkanirnar höfðu í för með sér vernd sérhagsmuna – tilgangurinn ávallt sá að tryggja hagsmuni leyfishafa, efla verkefnastöðu þeirra og auka tekjur. Tilgangurinn var aldrei sá að vernda neytendur. Hræðsluáróður handhafa sérhagsmuna slær því ryki í augu neytenda. Snjallsímaforritið Uber er mörgum kunnugt. Fyrirtækið er nú starfrækt í um 250 borgum og býður viðskiptavinum hagstæða leigubílaþjónustu. Bílstjórar aka eigin bifreiðum og eru ekki leyfisskyldir. Fyrirtækið setur þó strangar gæðakröfur hvað varðar aldur bifreiða og feril ökumanna. Íslenska leigubílastöðin Taxi Service hyggst nú bjóða viðskiptavinum leyfisskylda ökuþjónustu með sambærilegu snjallsímaforriti. Það er fagnaðarefni þegar fyrirtæki bæta þjónustu sína og gera aðgengið notendavænna. Ný þjónustuleið breytir þó engu um þær samkeppnishömlur sem enn ríkja á markaðnum. Samkeppni hefur margsinnis fært neytendum betri þjónustu og aukna hagkvæmni. Það er gömul saga og ný. Þá hreyfa veitendur eldri þjónustu yfirleitt andmælum – hræddir um eigin sérhagsmuni. Neytendur víðs vegar um heim virðast sáttir við snjallsímaforritið Uber – þjónustan sé traust, hagstæð og notendavæn. Framkvæmdastjóri Hreyfils lýsir þó enn frekari áhyggjum af þjónustunni – erfitt verði að bera fram kvartanir, fá endurgreiðslu eða heiðarlega afgreiðslu. Þessar áhyggjur eru tilhæfulausar og koma upp um algert reynsluleysi framkvæmdastjórans af þjónustunni. Það er löngu tímabært að endurskoða leyfisveitingar um leigubílaakstur á Íslandi. Skapa þarf heilbrigt samkeppnisumhverfi með aukin gæði og betra verð að leiðarljósi. Stjórnvöld þurfa að meta hverra hagsmuni núverandi fyrirkomulag verndar. Sérhagsmunir leyfishafa ættu ávallt að víkja fyrir hagsmunum neytenda. Minnka þarf afskipti ríkisins, auka frjálsræði á markaðnum og stuðla að heilbrigðri samkeppni. Einungis þannig verður hagsmunum neytenda best borgið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun
Mikil eftirspurn er eftir leigubílaþjónustunni Uber á Íslandi. Nú hafa safnast nægilega margar undirskriftir svo fyrirtækið gæti boðið þjónustu sína í Reykjavík. Í vikunni sagðist Ólöf Nordal innanríkisráðherra vera talsmaður aukins frelsis á íslenskum leigubílamarkaði. Aðspurð um snjallsímaforritið Uber sagðist hún hrifin af þjónustunni. Æskilegt væri að kanna hvort auka mætti frelsi á markaðnum. Leigubílaakstur á Íslandi er leyfisskyld starfsemi. Útgáfa leyfa er háð fjöldatakmörkunum. Þeir einir sem fengið hafa atvinnuleyfi geta ekið leigubíl. Leyfishafar þurfa að tengjast einhverri þeirra bifreiðastöðva sem reknar eru í landinu. Gjaldskrá leigubifreiða er samræmd og virðist verðmiðinn óháður gæðum bifreiða og reynslu ökumanna. Raunveruleg samkeppni er engin. Takmarkanir á leigubílamarkaði hafa löngum verið umdeildar. OECD og Samkeppniseftirlitið hafa lagst harðlega gegn aðgangshindrunum og segja engin rök styðja áframhaldandi fjöldatakmarkanir – þær þjóni ekki hagsmunum neytenda, brengli markaðinn og takmarki samkeppni. Stofnanirnar eru hvattar til aukins frjálsræðis – slíkt muni hafa jákvæð áhrif á aðgengi og gæði þjónustunnar. Stjórnendur bifreiðastöðva taka ekki í sama streng. Þeir segja ummælin fásinnu og stofnanirnar ganga erinda peningastefnu í samfélaginu. Framkvæmdastjóri Hreyfils gengur enn lengra og segir aukið frjálsræði skapa vettvang fyrir eiturlyfjasölu, nauðganir og aðra glæpastarfsemi. Ljóst er að alvarlegar samkeppnishindranir ríkja á íslenskum leigubílamarkaði. Fjöldatakmarkanir á atvinnuleyfi voru upphaflega settar að beiðni Hreyfils. Takmarkanirnar höfðu í för með sér vernd sérhagsmuna – tilgangurinn ávallt sá að tryggja hagsmuni leyfishafa, efla verkefnastöðu þeirra og auka tekjur. Tilgangurinn var aldrei sá að vernda neytendur. Hræðsluáróður handhafa sérhagsmuna slær því ryki í augu neytenda. Snjallsímaforritið Uber er mörgum kunnugt. Fyrirtækið er nú starfrækt í um 250 borgum og býður viðskiptavinum hagstæða leigubílaþjónustu. Bílstjórar aka eigin bifreiðum og eru ekki leyfisskyldir. Fyrirtækið setur þó strangar gæðakröfur hvað varðar aldur bifreiða og feril ökumanna. Íslenska leigubílastöðin Taxi Service hyggst nú bjóða viðskiptavinum leyfisskylda ökuþjónustu með sambærilegu snjallsímaforriti. Það er fagnaðarefni þegar fyrirtæki bæta þjónustu sína og gera aðgengið notendavænna. Ný þjónustuleið breytir þó engu um þær samkeppnishömlur sem enn ríkja á markaðnum. Samkeppni hefur margsinnis fært neytendum betri þjónustu og aukna hagkvæmni. Það er gömul saga og ný. Þá hreyfa veitendur eldri þjónustu yfirleitt andmælum – hræddir um eigin sérhagsmuni. Neytendur víðs vegar um heim virðast sáttir við snjallsímaforritið Uber – þjónustan sé traust, hagstæð og notendavæn. Framkvæmdastjóri Hreyfils lýsir þó enn frekari áhyggjum af þjónustunni – erfitt verði að bera fram kvartanir, fá endurgreiðslu eða heiðarlega afgreiðslu. Þessar áhyggjur eru tilhæfulausar og koma upp um algert reynsluleysi framkvæmdastjórans af þjónustunni. Það er löngu tímabært að endurskoða leyfisveitingar um leigubílaakstur á Íslandi. Skapa þarf heilbrigt samkeppnisumhverfi með aukin gæði og betra verð að leiðarljósi. Stjórnvöld þurfa að meta hverra hagsmuni núverandi fyrirkomulag verndar. Sérhagsmunir leyfishafa ættu ávallt að víkja fyrir hagsmunum neytenda. Minnka þarf afskipti ríkisins, auka frjálsræði á markaðnum og stuðla að heilbrigðri samkeppni. Einungis þannig verður hagsmunum neytenda best borgið.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun