Gunnar ekki lengur með pabbalíkama Henry Birgir Gunnarsson í Las Vegas skrifar 10. júlí 2015 09:00 „Í enda flestra æfingabúða hugsar maður oft um að kannski hefði átt að gera þetta betur en núna er enginn vafi í mínum huga hvernig þetta fer allt saman. Ég myndi ekki vilja breyta neinu. Þetta var fullkomið,“ segir Írinn John Kavanagh en hann þjálfar bæði Gunnar Nelson og Conor McGregor. Óhætt er að tala um alvöru kvöld hjá honum í MGM Grand á laugardag.Nýr og breyttur maður Þessi geðþekki og yfirvegaði Íri virðist svo sannarlega vita hvað hann er að gera. Hann er búinn að koma Gunnari í form sem hann hefur ekki verið í áður. Magavöðvarnir eru á pari við Cristiano Ronaldo og óhætt að segja að Gunnar hafi aldrei áður verið í eins flottu formi. „Hann er nýr og breyttur maður. Það hefur verið mikið talað um pabbalíkama upp á síðkastið þar sem menn eru með aðeins utan á sér. Kannski var Gunni þannig um tíma en ef þú horfir á hann núna sérðu líkamlegu breytingarnar sem hafa átt sér stað hjá honum. Það sem skiptir síðan meira máli er að andlega er hann endurfæddur. Í síðustu tveimur bardögum þá rúllaði hann í gegnum þá af gömlum vana ólíkt því sem hann gerði í upphafi sem atvinnumaður. Ég held að hungrið sé komið aftur hjá honum.“Gott að vera í kringum Conor Ég átti spjall við Kavanagh líka deginum áður en þetta viðtal var tekið og hann ljómaði hreinlega er hann talaði um breytingarnar sem hefðu átt sér stað hjá Gunnari. Andlega og líkamlega væri hann orðinn nýr maður og það gladdi þjálfarann. „Stóri munurinn er að hann er orðinn miklu ákveðnari. Hann er allt annað dýr á æfingum núna og er mættur til að klára menn hratt. Það hefur verið gott fyrir hann að vera í kringum Conor McGregor.“ Kavanagh trúir því að þegar litið verði til baka síðar muni fólk horfa á tap Gunnars gegn Rick Story sem vendipunkt á hans ferli. Það tap muni hafa skipt sköpum á ferli Gunnars og breytt honum til hins betra.Spáir ekki „Gunni er að fara að mæta hættulegum andstæðingi í Brandon Thatch. Ég hef notið þess að horfa á hann keppa. Hann er með frábæran stíl og þeir munu mætast í miðju búrinu og skiptast á svakalegum höggum. Þú veist samt alveg hvernig ég spái þessum bardaga,“ segir Kavanagh og hlær en hann vill ekki spá því í hvaða lotu Gunni klárar bardagann.Gunnar er að keppa í einum af aðalbardögum kvöldsins en hann sleppur að miklu leyti við kastljósið því Conor McGregor sogar það til sín. Engu að síður er mikil pressa á Gunnari að sýna sitt besta í frumsýningu í Las Vegas á stærsta kvöldi í sögu UFC. Það kemur þó okkar manni ekki úr jafnvægi fyrir þessa risabardaga.Finnur ekki fyrir pressu „Hefur þú hitt Gunna? Pressa er fyrir bíldekk og Gunnar er ekki þannig gerður. Það er kostur sem ég myndi elska að hafa. Það eru mjög fáir á jörðinni sem finna ekki fyrir pressu eins og Gunni. Hann undirstrikar hvað það er að vera rólegur. Að fara í hringinn eða kaupa sér kaffi í bænum er það sama hjá Gunnari,“ segir Kavanagh og brosir blítt. Þjálfarinn hefur verið óhræddur við að tala Gunnar upp og spáir honum heimsmeistaratitli. Það hefur ekkert breyst. „Ég held að Rory McDonald muni taka beltið af Robbie Lawler um helgina. Rory og Gunni eru hluti af nýrri kynslóð bardagamanna. Þeir eru með nýjan stíl og það liggur í loftinu að þeir muni berjast. Hver veit nema að á sama tíma á næsta ári verðum við að tala um titilbardaga á milli þeirra. Ég held að það verði þannig,“ segir Kavanagh.Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is. MMA Tengdar fréttir Gunnar: Held að fólk ruglist stundum á mér og Ivan Drago Bardagakappinn reynir að spara tilfinningar sínar fyrir fjölskyldu og vini. 8. júlí 2015 12:00 Gunnar þarf bara að sleppa morgunmatnum Þjálfari Gunnars Nelson hefur ekki áhyggjur af því hvort Gunnar nái réttri vigt fyrir bardagann um helgina. 9. júlí 2015 06:00 Þetta er maðurinn sem mætir Gunnari Nelson Greining á Bandaríkjamanninum Brandon Thatch sem mætir Gunnari Nelson á stærsta bardagakvöldi ársins á laugardaginn. 7. júlí 2015 17:15 Andstæðingur Gunnars mun fara hratt upp metorðalistann | Myndband Gunnar Nelson stígur inn í búrið á stærsta bardagakvöldi í sögu UFC á laugardag. Þetta er hans fyrsti bardagi í Bandaríkjunum og fyrsti bardaginn eftir tapið gegn Rick Story í Stokkhólmi. Faðir Gunnars hefur trú á sínum manni. 9. júlí 2015 07:30 Utan vallar: Stóra sviðið bíður eftir frumsýningu Gunnars Nelson í Bandaríkjunum Gunnar fær einstakt tækifæri til að koma sér fyrir á stóra sviðinu í Las Vegas um helgina. 8. júlí 2015 06:30 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Fleiri fréttir Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sjá meira
„Í enda flestra æfingabúða hugsar maður oft um að kannski hefði átt að gera þetta betur en núna er enginn vafi í mínum huga hvernig þetta fer allt saman. Ég myndi ekki vilja breyta neinu. Þetta var fullkomið,“ segir Írinn John Kavanagh en hann þjálfar bæði Gunnar Nelson og Conor McGregor. Óhætt er að tala um alvöru kvöld hjá honum í MGM Grand á laugardag.Nýr og breyttur maður Þessi geðþekki og yfirvegaði Íri virðist svo sannarlega vita hvað hann er að gera. Hann er búinn að koma Gunnari í form sem hann hefur ekki verið í áður. Magavöðvarnir eru á pari við Cristiano Ronaldo og óhætt að segja að Gunnar hafi aldrei áður verið í eins flottu formi. „Hann er nýr og breyttur maður. Það hefur verið mikið talað um pabbalíkama upp á síðkastið þar sem menn eru með aðeins utan á sér. Kannski var Gunni þannig um tíma en ef þú horfir á hann núna sérðu líkamlegu breytingarnar sem hafa átt sér stað hjá honum. Það sem skiptir síðan meira máli er að andlega er hann endurfæddur. Í síðustu tveimur bardögum þá rúllaði hann í gegnum þá af gömlum vana ólíkt því sem hann gerði í upphafi sem atvinnumaður. Ég held að hungrið sé komið aftur hjá honum.“Gott að vera í kringum Conor Ég átti spjall við Kavanagh líka deginum áður en þetta viðtal var tekið og hann ljómaði hreinlega er hann talaði um breytingarnar sem hefðu átt sér stað hjá Gunnari. Andlega og líkamlega væri hann orðinn nýr maður og það gladdi þjálfarann. „Stóri munurinn er að hann er orðinn miklu ákveðnari. Hann er allt annað dýr á æfingum núna og er mættur til að klára menn hratt. Það hefur verið gott fyrir hann að vera í kringum Conor McGregor.“ Kavanagh trúir því að þegar litið verði til baka síðar muni fólk horfa á tap Gunnars gegn Rick Story sem vendipunkt á hans ferli. Það tap muni hafa skipt sköpum á ferli Gunnars og breytt honum til hins betra.Spáir ekki „Gunni er að fara að mæta hættulegum andstæðingi í Brandon Thatch. Ég hef notið þess að horfa á hann keppa. Hann er með frábæran stíl og þeir munu mætast í miðju búrinu og skiptast á svakalegum höggum. Þú veist samt alveg hvernig ég spái þessum bardaga,“ segir Kavanagh og hlær en hann vill ekki spá því í hvaða lotu Gunni klárar bardagann.Gunnar er að keppa í einum af aðalbardögum kvöldsins en hann sleppur að miklu leyti við kastljósið því Conor McGregor sogar það til sín. Engu að síður er mikil pressa á Gunnari að sýna sitt besta í frumsýningu í Las Vegas á stærsta kvöldi í sögu UFC. Það kemur þó okkar manni ekki úr jafnvægi fyrir þessa risabardaga.Finnur ekki fyrir pressu „Hefur þú hitt Gunna? Pressa er fyrir bíldekk og Gunnar er ekki þannig gerður. Það er kostur sem ég myndi elska að hafa. Það eru mjög fáir á jörðinni sem finna ekki fyrir pressu eins og Gunni. Hann undirstrikar hvað það er að vera rólegur. Að fara í hringinn eða kaupa sér kaffi í bænum er það sama hjá Gunnari,“ segir Kavanagh og brosir blítt. Þjálfarinn hefur verið óhræddur við að tala Gunnar upp og spáir honum heimsmeistaratitli. Það hefur ekkert breyst. „Ég held að Rory McDonald muni taka beltið af Robbie Lawler um helgina. Rory og Gunni eru hluti af nýrri kynslóð bardagamanna. Þeir eru með nýjan stíl og það liggur í loftinu að þeir muni berjast. Hver veit nema að á sama tíma á næsta ári verðum við að tala um titilbardaga á milli þeirra. Ég held að það verði þannig,“ segir Kavanagh.Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is.
MMA Tengdar fréttir Gunnar: Held að fólk ruglist stundum á mér og Ivan Drago Bardagakappinn reynir að spara tilfinningar sínar fyrir fjölskyldu og vini. 8. júlí 2015 12:00 Gunnar þarf bara að sleppa morgunmatnum Þjálfari Gunnars Nelson hefur ekki áhyggjur af því hvort Gunnar nái réttri vigt fyrir bardagann um helgina. 9. júlí 2015 06:00 Þetta er maðurinn sem mætir Gunnari Nelson Greining á Bandaríkjamanninum Brandon Thatch sem mætir Gunnari Nelson á stærsta bardagakvöldi ársins á laugardaginn. 7. júlí 2015 17:15 Andstæðingur Gunnars mun fara hratt upp metorðalistann | Myndband Gunnar Nelson stígur inn í búrið á stærsta bardagakvöldi í sögu UFC á laugardag. Þetta er hans fyrsti bardagi í Bandaríkjunum og fyrsti bardaginn eftir tapið gegn Rick Story í Stokkhólmi. Faðir Gunnars hefur trú á sínum manni. 9. júlí 2015 07:30 Utan vallar: Stóra sviðið bíður eftir frumsýningu Gunnars Nelson í Bandaríkjunum Gunnar fær einstakt tækifæri til að koma sér fyrir á stóra sviðinu í Las Vegas um helgina. 8. júlí 2015 06:30 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Fleiri fréttir Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sjá meira
Gunnar: Held að fólk ruglist stundum á mér og Ivan Drago Bardagakappinn reynir að spara tilfinningar sínar fyrir fjölskyldu og vini. 8. júlí 2015 12:00
Gunnar þarf bara að sleppa morgunmatnum Þjálfari Gunnars Nelson hefur ekki áhyggjur af því hvort Gunnar nái réttri vigt fyrir bardagann um helgina. 9. júlí 2015 06:00
Þetta er maðurinn sem mætir Gunnari Nelson Greining á Bandaríkjamanninum Brandon Thatch sem mætir Gunnari Nelson á stærsta bardagakvöldi ársins á laugardaginn. 7. júlí 2015 17:15
Andstæðingur Gunnars mun fara hratt upp metorðalistann | Myndband Gunnar Nelson stígur inn í búrið á stærsta bardagakvöldi í sögu UFC á laugardag. Þetta er hans fyrsti bardagi í Bandaríkjunum og fyrsti bardaginn eftir tapið gegn Rick Story í Stokkhólmi. Faðir Gunnars hefur trú á sínum manni. 9. júlí 2015 07:30
Utan vallar: Stóra sviðið bíður eftir frumsýningu Gunnars Nelson í Bandaríkjunum Gunnar fær einstakt tækifæri til að koma sér fyrir á stóra sviðinu í Las Vegas um helgina. 8. júlí 2015 06:30