Bankað upp á til þess að propsa Magnús Guðmundsson skrifar 8. júlí 2015 12:30 Elfar Logi Hannesson er forsprakki hátíðarinnar. „Þessi hátíð byrjaði 2004 þegar það var einhver fádæma sköpunarkraftur í veðrinu hérna fyrir vestan því Aldrei fór ég suður var líka hleypt af stokkunum á þessu sama ári,“ segir Elfar Logi Hannesson, leikari og forsvarsmaður Act Alone einleikshátíðarinnar á Suðureyri, sem verður haldin dagana 5.-9. ágúst næstkomandi.Vex og dafnar „Hátíðin var fyrst haldin á Ísafirði og gekk alveg ljómandi vel. En árið 2012 var haft samband frá Suðureyri og okkur boðið að koma með hátíðina alla til þorpsins og við það varð algjör sprenging. Ég held að ástæðan fyrir því hafi verið að á Suðureyri þéttist þetta allt saman. Eitt félagsheimili tók inn alla viðburðina, einn bar tók við gestum sem vildu koma saman og spjalla og fólk fór meira að kynnast og njóta hátíðarinnar í heild. Allt síðan Act Alone var haldin í fyrsta sinn hefur hátíðin vaxið og dafnað frá ári til árs. Viðburðum hefur fjölgað en þeir eru nú tuttugu talsins og að sama skapi hefur áhorfendafjöldi margfaldast. Á síðasta ári komu um 3.000 gestir til okkar og það var alveg rosalega gaman. Við erum að fá til okkar gesti alls staðar af landinu og þar af koma vissulega margir frá höfuðborgarsvæðinu. Það er enn hægt að fá einhverja gistingu inni á Suðureyri og svo er líka stutt á Ísafjörð, Flateyri og fleiri staði. Auk þess er alveg frábært tjaldstæði á Suðureyri og það er náttúrulega afskaplega gaman að gista þar.“Kenneth Máni og landsliðið Elfar Logi segir að þegar hátíðin komst fyrst á laggirnar á sínum tíma hafi hún verið bundin við einleiksform leiklistarinnar en það hafi þó breyst og þróast að undanförnu. „Eftir því sem hátíðin hefur stækkað hefur fjölbreytnin aukist. Hátíðin í sumar verður sú fjölbreyttasta enn sem komið er. Auk leiklistarinnar fórum við að horfa til fleiri listgreina þar sem listamennirnir eru einmitt mikið að vinna einir. Á hátíðinni í ár verða því ritlist, tónlist, myndlist, gjörningur, dans og alls konar skemmtilegheit. Það verður eiginlega landsliðið sem sér um þetta í ár því þarna verða m.a. Þórarinn Eldjárn, KK, Lára Rúnars, Edda Björgvins að ógleymdri stjörnunni Kenneth Mána, sem ætlar að koma vestur og vera með okkur. Act Alone gleymir ekki heldur börnunum því við höfum alltaf lagt áherslu á að hafa eitthvað fyrir þau og í ár ætlar Ævar vísindamaður að koma og skemmta krökkunum með alls konar tilraunum og uppátækjum. Það verður algjör sprengja.“Um 3.000 manns mættu á hátíðina í fyrra og stemningin var frábær.Fyrirtækin og fólkið Eitt af aðalsmerkjum hátíðarinnar Act Alone er að allt frá upphafi hefur verið frítt inn á alla viðburði. Elfar Logi segir að það hafi alla tíð verið lykilatriði að allir sem vilja koma og njóta viðburðanna geti átt þess kost óháð efnahag. „Ég er sjálfur listamaður og því geri ég mér líka grein fyrir mikilvægi þess að listamenn fái greitt fyrir sína vinnu sem þeir fá að sjálfsögðu hér. Við eigum öflugan bakhjarl í Fisherman-ferðaþjónustunni á Suðureyri og svo hafa bæði uppbyggingasjóður Vestfjarða og fjölmörg fyrirtæki á svæðinu stutt vel við bakið á okkur. En það er mikilvægt að það komi fram að ekkert af þessu væri mögulegt nema fyrir fólkið í þorpinu sem hefur tekið alveg gríðarlega vel á móti okkur. Fólk tekur virkan þátt í hátíðinni, vinnur mikið sjálfboðastarf og er meira að segja orðið vant því að það sé bankað upp á hjá því af því að það vantar bláan bolla eða gulan disk eða einhverja aðra leikmuni. Suðureyri er meira að segja alveg frábært props-þorp svo það er ekki hægt að biðja um meira.“ Menning Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þessi hátíð byrjaði 2004 þegar það var einhver fádæma sköpunarkraftur í veðrinu hérna fyrir vestan því Aldrei fór ég suður var líka hleypt af stokkunum á þessu sama ári,“ segir Elfar Logi Hannesson, leikari og forsvarsmaður Act Alone einleikshátíðarinnar á Suðureyri, sem verður haldin dagana 5.-9. ágúst næstkomandi.Vex og dafnar „Hátíðin var fyrst haldin á Ísafirði og gekk alveg ljómandi vel. En árið 2012 var haft samband frá Suðureyri og okkur boðið að koma með hátíðina alla til þorpsins og við það varð algjör sprenging. Ég held að ástæðan fyrir því hafi verið að á Suðureyri þéttist þetta allt saman. Eitt félagsheimili tók inn alla viðburðina, einn bar tók við gestum sem vildu koma saman og spjalla og fólk fór meira að kynnast og njóta hátíðarinnar í heild. Allt síðan Act Alone var haldin í fyrsta sinn hefur hátíðin vaxið og dafnað frá ári til árs. Viðburðum hefur fjölgað en þeir eru nú tuttugu talsins og að sama skapi hefur áhorfendafjöldi margfaldast. Á síðasta ári komu um 3.000 gestir til okkar og það var alveg rosalega gaman. Við erum að fá til okkar gesti alls staðar af landinu og þar af koma vissulega margir frá höfuðborgarsvæðinu. Það er enn hægt að fá einhverja gistingu inni á Suðureyri og svo er líka stutt á Ísafjörð, Flateyri og fleiri staði. Auk þess er alveg frábært tjaldstæði á Suðureyri og það er náttúrulega afskaplega gaman að gista þar.“Kenneth Máni og landsliðið Elfar Logi segir að þegar hátíðin komst fyrst á laggirnar á sínum tíma hafi hún verið bundin við einleiksform leiklistarinnar en það hafi þó breyst og þróast að undanförnu. „Eftir því sem hátíðin hefur stækkað hefur fjölbreytnin aukist. Hátíðin í sumar verður sú fjölbreyttasta enn sem komið er. Auk leiklistarinnar fórum við að horfa til fleiri listgreina þar sem listamennirnir eru einmitt mikið að vinna einir. Á hátíðinni í ár verða því ritlist, tónlist, myndlist, gjörningur, dans og alls konar skemmtilegheit. Það verður eiginlega landsliðið sem sér um þetta í ár því þarna verða m.a. Þórarinn Eldjárn, KK, Lára Rúnars, Edda Björgvins að ógleymdri stjörnunni Kenneth Mána, sem ætlar að koma vestur og vera með okkur. Act Alone gleymir ekki heldur börnunum því við höfum alltaf lagt áherslu á að hafa eitthvað fyrir þau og í ár ætlar Ævar vísindamaður að koma og skemmta krökkunum með alls konar tilraunum og uppátækjum. Það verður algjör sprengja.“Um 3.000 manns mættu á hátíðina í fyrra og stemningin var frábær.Fyrirtækin og fólkið Eitt af aðalsmerkjum hátíðarinnar Act Alone er að allt frá upphafi hefur verið frítt inn á alla viðburði. Elfar Logi segir að það hafi alla tíð verið lykilatriði að allir sem vilja koma og njóta viðburðanna geti átt þess kost óháð efnahag. „Ég er sjálfur listamaður og því geri ég mér líka grein fyrir mikilvægi þess að listamenn fái greitt fyrir sína vinnu sem þeir fá að sjálfsögðu hér. Við eigum öflugan bakhjarl í Fisherman-ferðaþjónustunni á Suðureyri og svo hafa bæði uppbyggingasjóður Vestfjarða og fjölmörg fyrirtæki á svæðinu stutt vel við bakið á okkur. En það er mikilvægt að það komi fram að ekkert af þessu væri mögulegt nema fyrir fólkið í þorpinu sem hefur tekið alveg gríðarlega vel á móti okkur. Fólk tekur virkan þátt í hátíðinni, vinnur mikið sjálfboðastarf og er meira að segja orðið vant því að það sé bankað upp á hjá því af því að það vantar bláan bolla eða gulan disk eða einhverja aðra leikmuni. Suðureyri er meira að segja alveg frábært props-þorp svo það er ekki hægt að biðja um meira.“
Menning Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira