Ná þarf samningum um orku til álvers í Skagabyggð Óli Kristján Ármannsson skrifar 3. júlí 2015 07:00 Wang Hongquian, forstjóri NFC, og Ingvar Skúlason, framkvæmdastjóri Klappa, handsala samstarfið. Að baki þeim standa Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Zhan Weidong, sendiherra Kína á Íslandi, auk fulltrúa sveitarstjórna á Norðurlandi vestra, NFC og Kínverska þróunarbankans. Mynd/Klappir Development Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um fjármögnun byggingar 120 þúsund tonna álvers á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð. Undir yfirlýsinguna rituðu fulltrúar Klappa Development og China Nonferrous Metal Industry's Foreign Engineering and Construction (NFC) í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík síðdegis á þriðjudag. „Heildarkostnaður verkefnisins er áætlaður rúmir 100 milljarðar króna (780 milljónir Bandaríkjadala). Áætlanir gera ráð fyrir 240 varanlegum störfum í álveri Klappa og allt að 800 tímabundnum störfum á byggingartíma,“ segir í tilkynningu Klappa og NFC. Þá er haft eftir Ingvari Unnsteini Skúlasyni, framkvæmdastjóra Kletts, að framboð á nauðsynlegri orku muni svo ráða því hvenær hægt verði að hefja rekstur álvers að Hafursstöðum.Ketill SigurjónssonKetill Sigurjónsson, lögfræðingur og MBA, sem heldur úti Orkublogginu, segir einfaldlega verða að koma í ljós hvernig svona fyrirtæki gangi að verða sér úti um orku. Íslensk orkufyrirtæki hafi lýst því yfir að hún sé af skornum skammti. „Áliðnaður er orkufrekasti iðnaður í heiminum og þú byggir ekki álver nema að tryggja þér mikið magn af orku til langs tíma á mjög lágu verði,“ segir hann. Síðan verði að koma í ljós hvort hér á landi sé að finna orkufyrirtæki sem tilbúið sé til að selja orku á mjög lágu verði til langs tíma. „En það tekur tíma að reisa álver og á sama tíma væri kannski hægt að reisa virkjun fyrir álver.“ Um slíkt þurfi að nást samningar. „En á meðan ekki hefur verið tilkynnt um slíka samninga er voða lítið um þetta hægt að segja. Þá er þetta bara svona hugmynd og menn verða svo bara að halda áfram með hugmyndina sína.“ Í tilkynningu Klappa og NFC kemur fram að viljayfirlýsingin byggi meðal annars á samstarfssamningi á milli sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra og Klappa Development, en þar hafi Sveitarfélagið Skagafjörður og Húnaþing vestra ákveðið að starfa með Blönduósbæ, Húnavatnshreppi, Sveitarfélaginu Skagaströnd og Skagabyggð, sem áður höfðu undirritað samstarfssamning við Klappir um uppbyggingu og rekstur álvers að Hafursstöðum. Þá ábyrgist NFC fjármögnun að minnsta kosti 70 prósenta kostnaðar við framkvæmdina og uppbyggingu innviða í gegnum kínverska eða aðra banka, auk þess að ábyrgjast byggingu allra mannvirkja sem og rekstur álversins meðan á uppkeyrslu þess stendur. Skagabyggð Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fjórtán geta búist við sekt Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um fjármögnun byggingar 120 þúsund tonna álvers á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð. Undir yfirlýsinguna rituðu fulltrúar Klappa Development og China Nonferrous Metal Industry's Foreign Engineering and Construction (NFC) í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík síðdegis á þriðjudag. „Heildarkostnaður verkefnisins er áætlaður rúmir 100 milljarðar króna (780 milljónir Bandaríkjadala). Áætlanir gera ráð fyrir 240 varanlegum störfum í álveri Klappa og allt að 800 tímabundnum störfum á byggingartíma,“ segir í tilkynningu Klappa og NFC. Þá er haft eftir Ingvari Unnsteini Skúlasyni, framkvæmdastjóra Kletts, að framboð á nauðsynlegri orku muni svo ráða því hvenær hægt verði að hefja rekstur álvers að Hafursstöðum.Ketill SigurjónssonKetill Sigurjónsson, lögfræðingur og MBA, sem heldur úti Orkublogginu, segir einfaldlega verða að koma í ljós hvernig svona fyrirtæki gangi að verða sér úti um orku. Íslensk orkufyrirtæki hafi lýst því yfir að hún sé af skornum skammti. „Áliðnaður er orkufrekasti iðnaður í heiminum og þú byggir ekki álver nema að tryggja þér mikið magn af orku til langs tíma á mjög lágu verði,“ segir hann. Síðan verði að koma í ljós hvort hér á landi sé að finna orkufyrirtæki sem tilbúið sé til að selja orku á mjög lágu verði til langs tíma. „En það tekur tíma að reisa álver og á sama tíma væri kannski hægt að reisa virkjun fyrir álver.“ Um slíkt þurfi að nást samningar. „En á meðan ekki hefur verið tilkynnt um slíka samninga er voða lítið um þetta hægt að segja. Þá er þetta bara svona hugmynd og menn verða svo bara að halda áfram með hugmyndina sína.“ Í tilkynningu Klappa og NFC kemur fram að viljayfirlýsingin byggi meðal annars á samstarfssamningi á milli sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra og Klappa Development, en þar hafi Sveitarfélagið Skagafjörður og Húnaþing vestra ákveðið að starfa með Blönduósbæ, Húnavatnshreppi, Sveitarfélaginu Skagaströnd og Skagabyggð, sem áður höfðu undirritað samstarfssamning við Klappir um uppbyggingu og rekstur álvers að Hafursstöðum. Þá ábyrgist NFC fjármögnun að minnsta kosti 70 prósenta kostnaðar við framkvæmdina og uppbyggingu innviða í gegnum kínverska eða aðra banka, auk þess að ábyrgjast byggingu allra mannvirkja sem og rekstur álversins meðan á uppkeyrslu þess stendur.
Skagabyggð Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fjórtán geta búist við sekt Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira