Skyggni ágætt Birta Björnsdóttir skrifar 1. júlí 2015 07:00 Sumarið er komið. Ársfjórðungurinn þegar landsmenn liggja enn betur en í annan tíma yfir veðurspám og kortum oft á dag til að eygja sólarglætu einhvers staðar á landinu. Við þessar veðurathuganir verður mér alltaf hugsað til systur minnar. Þegar veðurfréttirnar tónuðu í viðtækjunum: „Austurland að Glettingi. Norð-norð-vestan þrír. Skyggni ágætt,“ tók systir mín við sér. Hún stóð nefnilega í þeirri bjargföstu trú að með upptalningunni væri veðurfréttakonan að mæla með notkun skyggna. Það væri allavega ágætt að hafa þau við höndina. Hér ber að hafa í huga að þetta var á níunda áratug síðustu aldar þegar neonlituð skyggni með frottefóðri þóttu um það bil það smartasta í víðri veröld. Hvort skyggnin voru þess tíma buff skal ósagt látið, eftirlætishöfuðfat allra barna sem foreldrar reyna að lauma í öskutunnuna í skjóli nætur. Hvað sem því líður sat litla systir með neongræna skyggnið sitt við útvarpið og beið eftir að veðurfréttakonan kvæði upp sinn dóm. Á ég að setja upp skyggnið eða ekki? Þá má einnig minnast barnsins sem á svipuðum tíma fór með móður sinni í helgarferð inn í Þórsmörk. Drengurinn hafði hreyfiþörf sem Duracell-kanínan gæti verið stolt af og átti það til að skoppa um víðan völl og bað móðir hans hann því vinsamlegast um að passa sig á gjótunum. Alla helgina var drengurinn sem hengdur upp á þráð eftir ráðleggingar móður sinnar. Leit reglulega um öxl og gjóaði augunum yfir sanda og fjalllendi. Ekki var alveg jafn auðvelt að sofna í tjaldinu á kvöldin og hugmyndaflugið á yfirsnúningi. Á síðasta degi, kominn um borð í rútuna og á leið heim í öruggt skjól, gat drengurinn loks borið upp spurninguna sem brann á honum alla helgina: „Mamma, hvernig dýr eru eiginlega gjótur?“ Suman misskilning ætti helst aldrei að leiðrétta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Björnsdóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun
Sumarið er komið. Ársfjórðungurinn þegar landsmenn liggja enn betur en í annan tíma yfir veðurspám og kortum oft á dag til að eygja sólarglætu einhvers staðar á landinu. Við þessar veðurathuganir verður mér alltaf hugsað til systur minnar. Þegar veðurfréttirnar tónuðu í viðtækjunum: „Austurland að Glettingi. Norð-norð-vestan þrír. Skyggni ágætt,“ tók systir mín við sér. Hún stóð nefnilega í þeirri bjargföstu trú að með upptalningunni væri veðurfréttakonan að mæla með notkun skyggna. Það væri allavega ágætt að hafa þau við höndina. Hér ber að hafa í huga að þetta var á níunda áratug síðustu aldar þegar neonlituð skyggni með frottefóðri þóttu um það bil það smartasta í víðri veröld. Hvort skyggnin voru þess tíma buff skal ósagt látið, eftirlætishöfuðfat allra barna sem foreldrar reyna að lauma í öskutunnuna í skjóli nætur. Hvað sem því líður sat litla systir með neongræna skyggnið sitt við útvarpið og beið eftir að veðurfréttakonan kvæði upp sinn dóm. Á ég að setja upp skyggnið eða ekki? Þá má einnig minnast barnsins sem á svipuðum tíma fór með móður sinni í helgarferð inn í Þórsmörk. Drengurinn hafði hreyfiþörf sem Duracell-kanínan gæti verið stolt af og átti það til að skoppa um víðan völl og bað móðir hans hann því vinsamlegast um að passa sig á gjótunum. Alla helgina var drengurinn sem hengdur upp á þráð eftir ráðleggingar móður sinnar. Leit reglulega um öxl og gjóaði augunum yfir sanda og fjalllendi. Ekki var alveg jafn auðvelt að sofna í tjaldinu á kvöldin og hugmyndaflugið á yfirsnúningi. Á síðasta degi, kominn um borð í rútuna og á leið heim í öruggt skjól, gat drengurinn loks borið upp spurninguna sem brann á honum alla helgina: „Mamma, hvernig dýr eru eiginlega gjótur?“ Suman misskilning ætti helst aldrei að leiðrétta.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun