Innlent

Kostnaður er 30 til 65 milljarðar

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Samkomulag um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins var undirritað í fyrradag. Þar er gert ráð fyrir Borgarlínu.
Samkomulag um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins var undirritað í fyrradag. Þar er gert ráð fyrir Borgarlínu.
„Ef vel tekst til í undirbúningsvinnu sem á að klárast fyrir árslok 2016 gæti verkefnið formlega farið af stað þá,“ segir Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins, um nýtt almenningssamgöngukeri, Borgarlínu, sem gert er ráð fyrir í nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. „Ef sami kraftur verður í verkefninu og í svipuðu verkefni í Belfast gætum við séð Borgarlínu í keyrslu fimm árum síðar, eða í byrjun árs 2022.“ Borgarlína verður nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi sem tengja mun kjarna sveitarfélaganna og flytja farþega með skjótum og öruggum hætti um höfuðborgarsvæðið.





Hrafnkell Á Proppé
„Gert er ráð fyrir fimmtán til tuttugu kílómetra viðmiðunarleið,“ segir Hrafnkell.

Við mat á samgöngusviðsmyndum sem Verkfræðistofan Mannvit gerði var miðað við að stofnkostnaður á fimmtán kílómetra léttlestarkerfi væri sextíu og fimm milljarðar krónur og stofnkostnaður við fimmtán til tuttugu kílómetra hraðvagnakerfi væri þrjátíu milljarðar króna. Til þess að áætla kostnaðinn var stuðst við erlendar reynslutölur og nálganir.

Hrafnkell segir að ekki liggi fyrir hvort notast verði við léttlestarkerfi eða hraðlestrarkerfi. „Það er ekkert sem útilokar að einn leggur verði léttlest og annar hraðvagn.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×