Fjárfestarnir koma frá Lúxemborg Magnús Guðmundsson skrifar 27. júní 2015 13:15 Það eru pælingar og sögur í nýaldardótinu sem ég hef alltaf haft gaman af, segir Helgi Þórsson. Visir/Ernir Helgi Þórsson myndlistarmaður opnar í Kling og Bang galleríi í dag undir yfirskriftinni Benelux verkstæðið. Á sýningunni gefur að líta fjölbreytta flóru nýrra verka en Helgi segir að hann sé mestmegnis að sýna ný verk að þessu sinni. „Það var eiginlega búið að aflýsa þessari sýningu þar sem Kling og Bang var að fara að flytja en svo dróst það og þá stökk ég á þetta með tiltölulega skömmum fyrirvara. Maður verður að stökkva á tækifærin þegar þau láta á sér kræla og þetta hentaði mér vel þar sem mig langaði til þess að hafa þetta aðallega glænýtt. Verkin sem ég er með eru mikið til unnin upp úr skissum, teikningum og einföldum grafík prentverkum sem ég hef verið að gera. Svo eru skúlptúrar sem eru svona soldið í anda fimmta áratugarins, „forties“-inspíreruð. Málið er að mig langaði til þess að gera bara svona klassíska myndlistarsýningu með stöplum og skúlptúrum og þetta er soldið þannig – nema bara með svona smá tvisti. Hluti af því er líka að það eru þarna ákveðnar sögur sem eru gegnumgangandi og koma upp ítrekað í þessum verkum. Eitt af því sem hafði mikil áhrif á mig þegar ég var að vinna að þessum verkum er að á þessum tíma var ég að skoða bók eftir Gerði Helgadóttur og að vinna í járn og steinsteypu á sama tíma eftir pöntun. Ég kann að vinna í járn en hef aldrei nýtt þá þekkingu áður.Helgi hefur verið að vinna í járn og steinsteypu. Visir/ErnirSvo ég var allt í einu farinn að beygja víra og logsjóða og vinna með steinsteypu. En ég var reyndar að vinna með myndhöggvarafélaginu. Fór að vinna með þeim í önnur efni en ég er vanur til þess að losa um smá sköpunarstíflu. Stundum þarf maður líka bara að vinna og halda áfram ef maður lendir í stíflu – það getur nefnilega alltaf gerst og þá er bara að pína sig áfram.“ Helgi segir að á sýningunni sé líka ákveðið nýaldarstef sem hann hafi lengi verið hrifinn af. „Það eru pælingar og sögur í þessu nýaldardóti um framtíðarsýn og uppruna mannsins og svoleiðis. Þetta eru „space“-aðar og skemmtilegar hugmyndir sem er gaman að vinna með.“ Yfirskrift sýningarinnar er Benelux verkstæðið og Helgi segir að það megi rekja það til þess að hann sé að flytja til Hollands á næstunni. „Ég á félaga í myndlistinni sem búa í Belgíu og er sjálfur menntaður í Hollandi og er að fara að flytja þangað aftur með kærustunni núna á næstunni. Þá fannst mér tilvalið að þegar þar að kemur þá förum við í að stofna Benelux-hreyfinguna í myndlist. Mér finnst þetta líka bara svona skemmtilegt orð: Benelux. Þetta hefur heillað mig frá því í landafræðinni þegar ég var krakki. Vandinn við sambandið er að það vantar Lúxemborg inn í þetta svo þetta geti talist Benelux. En planið er eiginlega að þaðan komi fjárfestarnir og kaupendurnir enda meira um bankamenn en myndlistarmenn í Lúxemborg. En ég var í átta ár í námi á sínum tíma í Hollandi og hugurinn hefur oft leitað þangað í gegnum tíðina. Svo kom þetta upp frekar óvænt og það kemur eflaust bara eitthvað gott og skemmtilegt út úr því.“ Menning Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Helgi Þórsson myndlistarmaður opnar í Kling og Bang galleríi í dag undir yfirskriftinni Benelux verkstæðið. Á sýningunni gefur að líta fjölbreytta flóru nýrra verka en Helgi segir að hann sé mestmegnis að sýna ný verk að þessu sinni. „Það var eiginlega búið að aflýsa þessari sýningu þar sem Kling og Bang var að fara að flytja en svo dróst það og þá stökk ég á þetta með tiltölulega skömmum fyrirvara. Maður verður að stökkva á tækifærin þegar þau láta á sér kræla og þetta hentaði mér vel þar sem mig langaði til þess að hafa þetta aðallega glænýtt. Verkin sem ég er með eru mikið til unnin upp úr skissum, teikningum og einföldum grafík prentverkum sem ég hef verið að gera. Svo eru skúlptúrar sem eru svona soldið í anda fimmta áratugarins, „forties“-inspíreruð. Málið er að mig langaði til þess að gera bara svona klassíska myndlistarsýningu með stöplum og skúlptúrum og þetta er soldið þannig – nema bara með svona smá tvisti. Hluti af því er líka að það eru þarna ákveðnar sögur sem eru gegnumgangandi og koma upp ítrekað í þessum verkum. Eitt af því sem hafði mikil áhrif á mig þegar ég var að vinna að þessum verkum er að á þessum tíma var ég að skoða bók eftir Gerði Helgadóttur og að vinna í járn og steinsteypu á sama tíma eftir pöntun. Ég kann að vinna í járn en hef aldrei nýtt þá þekkingu áður.Helgi hefur verið að vinna í járn og steinsteypu. Visir/ErnirSvo ég var allt í einu farinn að beygja víra og logsjóða og vinna með steinsteypu. En ég var reyndar að vinna með myndhöggvarafélaginu. Fór að vinna með þeim í önnur efni en ég er vanur til þess að losa um smá sköpunarstíflu. Stundum þarf maður líka bara að vinna og halda áfram ef maður lendir í stíflu – það getur nefnilega alltaf gerst og þá er bara að pína sig áfram.“ Helgi segir að á sýningunni sé líka ákveðið nýaldarstef sem hann hafi lengi verið hrifinn af. „Það eru pælingar og sögur í þessu nýaldardóti um framtíðarsýn og uppruna mannsins og svoleiðis. Þetta eru „space“-aðar og skemmtilegar hugmyndir sem er gaman að vinna með.“ Yfirskrift sýningarinnar er Benelux verkstæðið og Helgi segir að það megi rekja það til þess að hann sé að flytja til Hollands á næstunni. „Ég á félaga í myndlistinni sem búa í Belgíu og er sjálfur menntaður í Hollandi og er að fara að flytja þangað aftur með kærustunni núna á næstunni. Þá fannst mér tilvalið að þegar þar að kemur þá förum við í að stofna Benelux-hreyfinguna í myndlist. Mér finnst þetta líka bara svona skemmtilegt orð: Benelux. Þetta hefur heillað mig frá því í landafræðinni þegar ég var krakki. Vandinn við sambandið er að það vantar Lúxemborg inn í þetta svo þetta geti talist Benelux. En planið er eiginlega að þaðan komi fjárfestarnir og kaupendurnir enda meira um bankamenn en myndlistarmenn í Lúxemborg. En ég var í átta ár í námi á sínum tíma í Hollandi og hugurinn hefur oft leitað þangað í gegnum tíðina. Svo kom þetta upp frekar óvænt og það kemur eflaust bara eitthvað gott og skemmtilegt út úr því.“
Menning Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira