Fjárfestarnir koma frá Lúxemborg Magnús Guðmundsson skrifar 27. júní 2015 13:15 Það eru pælingar og sögur í nýaldardótinu sem ég hef alltaf haft gaman af, segir Helgi Þórsson. Visir/Ernir Helgi Þórsson myndlistarmaður opnar í Kling og Bang galleríi í dag undir yfirskriftinni Benelux verkstæðið. Á sýningunni gefur að líta fjölbreytta flóru nýrra verka en Helgi segir að hann sé mestmegnis að sýna ný verk að þessu sinni. „Það var eiginlega búið að aflýsa þessari sýningu þar sem Kling og Bang var að fara að flytja en svo dróst það og þá stökk ég á þetta með tiltölulega skömmum fyrirvara. Maður verður að stökkva á tækifærin þegar þau láta á sér kræla og þetta hentaði mér vel þar sem mig langaði til þess að hafa þetta aðallega glænýtt. Verkin sem ég er með eru mikið til unnin upp úr skissum, teikningum og einföldum grafík prentverkum sem ég hef verið að gera. Svo eru skúlptúrar sem eru svona soldið í anda fimmta áratugarins, „forties“-inspíreruð. Málið er að mig langaði til þess að gera bara svona klassíska myndlistarsýningu með stöplum og skúlptúrum og þetta er soldið þannig – nema bara með svona smá tvisti. Hluti af því er líka að það eru þarna ákveðnar sögur sem eru gegnumgangandi og koma upp ítrekað í þessum verkum. Eitt af því sem hafði mikil áhrif á mig þegar ég var að vinna að þessum verkum er að á þessum tíma var ég að skoða bók eftir Gerði Helgadóttur og að vinna í járn og steinsteypu á sama tíma eftir pöntun. Ég kann að vinna í járn en hef aldrei nýtt þá þekkingu áður.Helgi hefur verið að vinna í járn og steinsteypu. Visir/ErnirSvo ég var allt í einu farinn að beygja víra og logsjóða og vinna með steinsteypu. En ég var reyndar að vinna með myndhöggvarafélaginu. Fór að vinna með þeim í önnur efni en ég er vanur til þess að losa um smá sköpunarstíflu. Stundum þarf maður líka bara að vinna og halda áfram ef maður lendir í stíflu – það getur nefnilega alltaf gerst og þá er bara að pína sig áfram.“ Helgi segir að á sýningunni sé líka ákveðið nýaldarstef sem hann hafi lengi verið hrifinn af. „Það eru pælingar og sögur í þessu nýaldardóti um framtíðarsýn og uppruna mannsins og svoleiðis. Þetta eru „space“-aðar og skemmtilegar hugmyndir sem er gaman að vinna með.“ Yfirskrift sýningarinnar er Benelux verkstæðið og Helgi segir að það megi rekja það til þess að hann sé að flytja til Hollands á næstunni. „Ég á félaga í myndlistinni sem búa í Belgíu og er sjálfur menntaður í Hollandi og er að fara að flytja þangað aftur með kærustunni núna á næstunni. Þá fannst mér tilvalið að þegar þar að kemur þá förum við í að stofna Benelux-hreyfinguna í myndlist. Mér finnst þetta líka bara svona skemmtilegt orð: Benelux. Þetta hefur heillað mig frá því í landafræðinni þegar ég var krakki. Vandinn við sambandið er að það vantar Lúxemborg inn í þetta svo þetta geti talist Benelux. En planið er eiginlega að þaðan komi fjárfestarnir og kaupendurnir enda meira um bankamenn en myndlistarmenn í Lúxemborg. En ég var í átta ár í námi á sínum tíma í Hollandi og hugurinn hefur oft leitað þangað í gegnum tíðina. Svo kom þetta upp frekar óvænt og það kemur eflaust bara eitthvað gott og skemmtilegt út úr því.“ Menning Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Helgi Þórsson myndlistarmaður opnar í Kling og Bang galleríi í dag undir yfirskriftinni Benelux verkstæðið. Á sýningunni gefur að líta fjölbreytta flóru nýrra verka en Helgi segir að hann sé mestmegnis að sýna ný verk að þessu sinni. „Það var eiginlega búið að aflýsa þessari sýningu þar sem Kling og Bang var að fara að flytja en svo dróst það og þá stökk ég á þetta með tiltölulega skömmum fyrirvara. Maður verður að stökkva á tækifærin þegar þau láta á sér kræla og þetta hentaði mér vel þar sem mig langaði til þess að hafa þetta aðallega glænýtt. Verkin sem ég er með eru mikið til unnin upp úr skissum, teikningum og einföldum grafík prentverkum sem ég hef verið að gera. Svo eru skúlptúrar sem eru svona soldið í anda fimmta áratugarins, „forties“-inspíreruð. Málið er að mig langaði til þess að gera bara svona klassíska myndlistarsýningu með stöplum og skúlptúrum og þetta er soldið þannig – nema bara með svona smá tvisti. Hluti af því er líka að það eru þarna ákveðnar sögur sem eru gegnumgangandi og koma upp ítrekað í þessum verkum. Eitt af því sem hafði mikil áhrif á mig þegar ég var að vinna að þessum verkum er að á þessum tíma var ég að skoða bók eftir Gerði Helgadóttur og að vinna í járn og steinsteypu á sama tíma eftir pöntun. Ég kann að vinna í járn en hef aldrei nýtt þá þekkingu áður.Helgi hefur verið að vinna í járn og steinsteypu. Visir/ErnirSvo ég var allt í einu farinn að beygja víra og logsjóða og vinna með steinsteypu. En ég var reyndar að vinna með myndhöggvarafélaginu. Fór að vinna með þeim í önnur efni en ég er vanur til þess að losa um smá sköpunarstíflu. Stundum þarf maður líka bara að vinna og halda áfram ef maður lendir í stíflu – það getur nefnilega alltaf gerst og þá er bara að pína sig áfram.“ Helgi segir að á sýningunni sé líka ákveðið nýaldarstef sem hann hafi lengi verið hrifinn af. „Það eru pælingar og sögur í þessu nýaldardóti um framtíðarsýn og uppruna mannsins og svoleiðis. Þetta eru „space“-aðar og skemmtilegar hugmyndir sem er gaman að vinna með.“ Yfirskrift sýningarinnar er Benelux verkstæðið og Helgi segir að það megi rekja það til þess að hann sé að flytja til Hollands á næstunni. „Ég á félaga í myndlistinni sem búa í Belgíu og er sjálfur menntaður í Hollandi og er að fara að flytja þangað aftur með kærustunni núna á næstunni. Þá fannst mér tilvalið að þegar þar að kemur þá förum við í að stofna Benelux-hreyfinguna í myndlist. Mér finnst þetta líka bara svona skemmtilegt orð: Benelux. Þetta hefur heillað mig frá því í landafræðinni þegar ég var krakki. Vandinn við sambandið er að það vantar Lúxemborg inn í þetta svo þetta geti talist Benelux. En planið er eiginlega að þaðan komi fjárfestarnir og kaupendurnir enda meira um bankamenn en myndlistarmenn í Lúxemborg. En ég var í átta ár í námi á sínum tíma í Hollandi og hugurinn hefur oft leitað þangað í gegnum tíðina. Svo kom þetta upp frekar óvænt og það kemur eflaust bara eitthvað gott og skemmtilegt út úr því.“
Menning Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp