Ætlum að taka á móti fleira fólki Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 26. júní 2015 13:00 Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að um 9 milljónir Sýrlendinga séu á flótta. Vísir/AFP „750 flóttamenn á leið til Íslands?“ er titill greinar sem Árni Gunnarsson, stjórnarmaður í Rauða krossinum í Reykjavík, skrifar á Vísi fyrir skemmstu. Hann veltir upp þeirri hugmynd hvort Ísland geti lagt sitt af mörkum í flóttamannavandanum með því að taka við þeim fjölda fólks. „Það er auðvitað ljóst að við höfum ekki burði í dag til að taka á móti slíkum fjölda en velmegunarríki eins og Ísland hlýtur að geta ráðstafað fjármunum og orku í málaflokkinn og við eigum að vera virkur þátttakandi í að leysa flóttamannavandann,“ segir Árni. „Byggja þarf upp almennilegt prógramm til að skapa þekkingu. Við erum kannski að taka á móti 10 til 15 flóttamönnum einstaka sinnum en eftir að þau verkefni eru búin hverfur fólk oft til annarra starfa og þekkingin tapast og ekkert byggist upp. Koma verður upp viðvarandi þjónustu en það tekur sinn tíma.“ Þann 10. júní samþykkti norska Stórþingið tillögu sem svipar til þess sem Árni veltir upp í grein sinni. Norska ríkið hefur skuldbundið sig til að taka á móti 8.000 sýrlenskum flóttamönnum á þremur árum.Eygló HarðardóttirRíkisstjórn Íslands brást í fyrra við neyðarkalli Sameinuðu þjóðanna vegna þess bráðavanda sem hafði skapast eftir styrjöldina í Sýrlandi. „Nú þegar hafa stjórnvöld aukið móttöku á kvótaflóttafólki en frá 2014 hafa stjórnvöld tekið á móti 24 einstaklingum, þar áður var tekið á móti níu manns árið 2012,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. „Um er að ræða fjölbreyttan hóp; einstæðar mæður, hinsegin flóttafólk frá Afríku og Sýrlendinga sem glíma við heilsufarsvanda.“ Eygló segir að unnið sé að áætlun um móttöku á flóttafólki til næstu þriggja ára en þar sé meðal annars lagt til að tekið verði árlega á móti flóttafólki og að fjöldi þeirra verði aukinn. „Flóttamannavandamálið er alþjóðlegs eðlis og það verður ekki leyst án samvinnu þjóða á milli. Með móttöku flóttafólks er Ísland að leggja sitt af mörkum og er með þátttöku sinni um leið að hvetja önnur ríki til að gera slíkt hið sama en rétt yfir tuttugu lönd taka á móti kvótaflóttafólki.“Óttarr proppéFrá árinu 1956 hafa íslensk stjórnvöld tekið á móti 549 kvótaflóttamönnum. Árið 1995 var flóttamannaráði komið á fót og hefur það í samstarfi við sveitarfélög og Rauða krossinn haft umsjón með móttöku flóttafólks. „Við lifum á ótrúlegum tímum,“ segir Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar og formaður þingmannanefndar um endurskoðun útlendingalaga. „Sameinuðu þjóðirnar áætla að eftir styrjöldina í Sýrlandi hafi aldrei verið jafn margir á flótta frá því í seinni heimsstyrjöld.“ Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að um níu milljónir Sýrlendinga séu á flótta vegna styrjaldarinnar en um þrjár milljónir þeirra eru staddir í Tyrklandi, Líbanon og Jórdaníu. Óttarr segir að eftir þátttöku Landhelgisgæslunnar í landamæraeftirliti í Miðjarðarhafi hafi Íslendingar upplifað meiri tengingu við flóttamannavandann. „Við erum kannski farin að skilja að á bak við tölfræðina eru andlit eins og á fréttamyndunum sem við sáum frá Landhelgisgæslunni.“ Óttarr segir að málefnið sé of lítið rætt á vettvangi stjórnmálanna. „Þetta hefur verið rætt einstaka sinnum en er ekki komið raunverulega af stað.“ Flóttamenn Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira
„750 flóttamenn á leið til Íslands?“ er titill greinar sem Árni Gunnarsson, stjórnarmaður í Rauða krossinum í Reykjavík, skrifar á Vísi fyrir skemmstu. Hann veltir upp þeirri hugmynd hvort Ísland geti lagt sitt af mörkum í flóttamannavandanum með því að taka við þeim fjölda fólks. „Það er auðvitað ljóst að við höfum ekki burði í dag til að taka á móti slíkum fjölda en velmegunarríki eins og Ísland hlýtur að geta ráðstafað fjármunum og orku í málaflokkinn og við eigum að vera virkur þátttakandi í að leysa flóttamannavandann,“ segir Árni. „Byggja þarf upp almennilegt prógramm til að skapa þekkingu. Við erum kannski að taka á móti 10 til 15 flóttamönnum einstaka sinnum en eftir að þau verkefni eru búin hverfur fólk oft til annarra starfa og þekkingin tapast og ekkert byggist upp. Koma verður upp viðvarandi þjónustu en það tekur sinn tíma.“ Þann 10. júní samþykkti norska Stórþingið tillögu sem svipar til þess sem Árni veltir upp í grein sinni. Norska ríkið hefur skuldbundið sig til að taka á móti 8.000 sýrlenskum flóttamönnum á þremur árum.Eygló HarðardóttirRíkisstjórn Íslands brást í fyrra við neyðarkalli Sameinuðu þjóðanna vegna þess bráðavanda sem hafði skapast eftir styrjöldina í Sýrlandi. „Nú þegar hafa stjórnvöld aukið móttöku á kvótaflóttafólki en frá 2014 hafa stjórnvöld tekið á móti 24 einstaklingum, þar áður var tekið á móti níu manns árið 2012,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. „Um er að ræða fjölbreyttan hóp; einstæðar mæður, hinsegin flóttafólk frá Afríku og Sýrlendinga sem glíma við heilsufarsvanda.“ Eygló segir að unnið sé að áætlun um móttöku á flóttafólki til næstu þriggja ára en þar sé meðal annars lagt til að tekið verði árlega á móti flóttafólki og að fjöldi þeirra verði aukinn. „Flóttamannavandamálið er alþjóðlegs eðlis og það verður ekki leyst án samvinnu þjóða á milli. Með móttöku flóttafólks er Ísland að leggja sitt af mörkum og er með þátttöku sinni um leið að hvetja önnur ríki til að gera slíkt hið sama en rétt yfir tuttugu lönd taka á móti kvótaflóttafólki.“Óttarr proppéFrá árinu 1956 hafa íslensk stjórnvöld tekið á móti 549 kvótaflóttamönnum. Árið 1995 var flóttamannaráði komið á fót og hefur það í samstarfi við sveitarfélög og Rauða krossinn haft umsjón með móttöku flóttafólks. „Við lifum á ótrúlegum tímum,“ segir Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar og formaður þingmannanefndar um endurskoðun útlendingalaga. „Sameinuðu þjóðirnar áætla að eftir styrjöldina í Sýrlandi hafi aldrei verið jafn margir á flótta frá því í seinni heimsstyrjöld.“ Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að um níu milljónir Sýrlendinga séu á flótta vegna styrjaldarinnar en um þrjár milljónir þeirra eru staddir í Tyrklandi, Líbanon og Jórdaníu. Óttarr segir að eftir þátttöku Landhelgisgæslunnar í landamæraeftirliti í Miðjarðarhafi hafi Íslendingar upplifað meiri tengingu við flóttamannavandann. „Við erum kannski farin að skilja að á bak við tölfræðina eru andlit eins og á fréttamyndunum sem við sáum frá Landhelgisgæslunni.“ Óttarr segir að málefnið sé of lítið rætt á vettvangi stjórnmálanna. „Þetta hefur verið rætt einstaka sinnum en er ekki komið raunverulega af stað.“
Flóttamenn Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira