Allsber á röngum tíma Pawel Bartoszek skrifar 20. júní 2015 07:00 Hópur ungs fólks klifraði upp á fjall í Malasíu, striplaðist og setti myndir af því á netið. Skömmu síðar kom jarðskjálfti. Fólk dó. Mannskepnan kann að greina mynstur og einhverjir eru sagðir hafa tengt saman: Túristar að stripla => Andar reiðir => Jörð skelfur => Fólk deyr. Ein þessara tenginga er nokkuð rökföst. Hinar tvær eru það ekki. Í öllum samfélögum getur fólk lent í því að vera gripið berrassað á röngum stað og á röngum tíma. Sjálfur er ég kannski bara heppinn. Ég vann ekki í banka fyrir hrun og þótt margir vina minna hafi gert það hef ég sem betur fer ekki þurft að heimsækja neinn þeirra upp á Kvíabryggju. Mín kynslóð var kannski ekki orðin nægilega valdamikil 2008. Við vorum vissulega á leiðinni upp fjallið en samt enn í fötum þegar skjálftinn kom. Nú eru margir reiðir við fyrrum bankamenn. Ekki misskilja mig: fjármálaglæpir eru alvöruglæpir og ef óvilhallir dómstólar dæma menn til fangelsisvistar fyrir þá þá er það ekki ranglátara en hvað annað í þessu lífi. En sú reiði sem stundum brýst fram í umræðunni í garð þessara tilteknu misindismanna markast auðvitað af því að fólk er reitt út af hruninu. Fólk vill refsa fólki fyrir hrunið. Af umræðum um aðbúnað sumra þessara fanga má dæma að sumum þyki eins og fangelsin séu nú eins konar sumarbúðir. Fólk geti hjólað um á fjallahjólum, keypt sér betri húsgögn og jafnvel fengið senda matarbakka með mat sem það fílar frekar. Þetta finnst sumum fáránlegt. En refsingin sem felst í fangelsisvistinni er sú að geta ekki talað við fjölskyldu sína, farið í bíó eða kíkt á leikinn þegar manni sýnist. Það er þung refsing. Þeir sem vilja krydda þá refsingu með því skikka fólk til að sofa á hörðum rúmum, borða kalda súpu eða horfa á illa málaðan vegg eru á rangri braut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun
Hópur ungs fólks klifraði upp á fjall í Malasíu, striplaðist og setti myndir af því á netið. Skömmu síðar kom jarðskjálfti. Fólk dó. Mannskepnan kann að greina mynstur og einhverjir eru sagðir hafa tengt saman: Túristar að stripla => Andar reiðir => Jörð skelfur => Fólk deyr. Ein þessara tenginga er nokkuð rökföst. Hinar tvær eru það ekki. Í öllum samfélögum getur fólk lent í því að vera gripið berrassað á röngum stað og á röngum tíma. Sjálfur er ég kannski bara heppinn. Ég vann ekki í banka fyrir hrun og þótt margir vina minna hafi gert það hef ég sem betur fer ekki þurft að heimsækja neinn þeirra upp á Kvíabryggju. Mín kynslóð var kannski ekki orðin nægilega valdamikil 2008. Við vorum vissulega á leiðinni upp fjallið en samt enn í fötum þegar skjálftinn kom. Nú eru margir reiðir við fyrrum bankamenn. Ekki misskilja mig: fjármálaglæpir eru alvöruglæpir og ef óvilhallir dómstólar dæma menn til fangelsisvistar fyrir þá þá er það ekki ranglátara en hvað annað í þessu lífi. En sú reiði sem stundum brýst fram í umræðunni í garð þessara tilteknu misindismanna markast auðvitað af því að fólk er reitt út af hruninu. Fólk vill refsa fólki fyrir hrunið. Af umræðum um aðbúnað sumra þessara fanga má dæma að sumum þyki eins og fangelsin séu nú eins konar sumarbúðir. Fólk geti hjólað um á fjallahjólum, keypt sér betri húsgögn og jafnvel fengið senda matarbakka með mat sem það fílar frekar. Þetta finnst sumum fáránlegt. En refsingin sem felst í fangelsisvistinni er sú að geta ekki talað við fjölskyldu sína, farið í bíó eða kíkt á leikinn þegar manni sýnist. Það er þung refsing. Þeir sem vilja krydda þá refsingu með því skikka fólk til að sofa á hörðum rúmum, borða kalda súpu eða horfa á illa málaðan vegg eru á rangri braut.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun