Þetta eru allt sögur fólksins af svæðinu Magnús Guðmundsson skrifar 20. júní 2015 11:00 Åshild Pettersen, Fanney Kristjánsdóttir, Frid Halmøy, Aðalbjörg Árnadóttir, Katla Rut Pétursdóttir og Jenný Lára Arnórsdóttir við Snartastaðakirkju. Mynd/Mariell Amélie „Ég er stödd hérna miðja vegu uppi á Melrakkasléttu í gargandi kríu að undirbúa morgundaginn,“ segir Aðalbjörg Árnadóttir leikkona sem vinnur að leiksýningunni Heima er þar sem ég halla mér sem verður frumsýnd á sólstöðuhátíð á Kópaskeri í dag. „Þetta er leiksýning en í óhefðbundinni leikmynd. Við bjóðum áhorfendur velkomna inn í rútu á Kópaskeri og þar með hefst ævintýrið þegar rútan keyrir áleiðis fyrir Melrakkasléttuna til Raufarhafnar. Á leið sinni munu áhorfendur verða vitni að alls konar uppákomum, ekki bara inni í rútunni, heldur líka út um gluggann og á ákveðnum stöðum á leiðinni. Að lokinni sýningu er svo leikhúsgestum skilað inn á Kópasker.“ Aðalbjörg segir að upphaf þessa verkefnis megi rekja til átaksins Aftur heim, þar sem listamenn eru hvattir til þess að koma aftur í heimahaga sína og vinna þar að sköpun sinni. En yfirumsjón með verkefninu hafa Aðalbjörg og Jenný Lára Arnórsdóttir. „Við Jenný kynntumst í gegnum Aftur heim og við eigum báðar okkar rætur hér á þessu svæði. Amma mín er frá Oddstöðum og Jenný er úr Mývatnssveit. En auk okkar þá taka þátt í þessu þær Katla Rut Pétursdóttir, Fanney Kristjánsdóttir og norsku listakonurnar Frid Halmoy, Ashild Pettersen og Mariell Amelie. Norsku listakonunum kynntumst við í gegnum sambærilegt verkefni sem er unnið þar og þá einkum í Norður-Noregi.“ Í leiksýningunni Heima er þar sem ég halla mér er leitast við að taka inn sögu og umhverfi svæðisins með ýmsum hætti. „Ástæðan fyrir því að leiksýningin fer fram í rútuferð er ekki síst sú að fólk hefur í gegnum tíðina ferðast þennan spotta í alls kyns erindagjörðum. Margir hafa komið á svæðið til að sækja sér atvinnu. Til að taka þátt í síldarævintýri, þýskar konur í leit að betra lífi, verkamenn til að vinna hjá Fjallalambi, tónlistarmenn að spila á böllum, embættismenn í ýmsum erindagjörðum og fleiri og fleiri. Það eru sögur þessa fólks og sögur heimafólks af samskiptum við það sem við erum að skoða.“ Aðalbjörg segir að heimfólkið hafi verið algjörlega frábært og reynst verkefninu afar hjálplegt. „Við erum ákaflega þakklát fyrir allan þann stuðning sem við höfum fengið hér á svæðinu. Bæði fyrirtæki og einstaklingar hafa reynst okkur vel. Nú er að verða uppselt í rútuna og ég játa það að ég er orðin dálítið spennt að sjá hverjir eru að koma til okkar. Svo er þetta líka sérstaklega stór dagur fyrir mig þar sem ég á tíu ára leikafmæli. Krakkarnir sem ég útskrifaðist með ætla að hittast í bröns en ég er alsæl að vera frekar að leika hér um sléttuna þvera og endilanga. Þetta verður alveg rosalega gaman.“ Menning Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég er stödd hérna miðja vegu uppi á Melrakkasléttu í gargandi kríu að undirbúa morgundaginn,“ segir Aðalbjörg Árnadóttir leikkona sem vinnur að leiksýningunni Heima er þar sem ég halla mér sem verður frumsýnd á sólstöðuhátíð á Kópaskeri í dag. „Þetta er leiksýning en í óhefðbundinni leikmynd. Við bjóðum áhorfendur velkomna inn í rútu á Kópaskeri og þar með hefst ævintýrið þegar rútan keyrir áleiðis fyrir Melrakkasléttuna til Raufarhafnar. Á leið sinni munu áhorfendur verða vitni að alls konar uppákomum, ekki bara inni í rútunni, heldur líka út um gluggann og á ákveðnum stöðum á leiðinni. Að lokinni sýningu er svo leikhúsgestum skilað inn á Kópasker.“ Aðalbjörg segir að upphaf þessa verkefnis megi rekja til átaksins Aftur heim, þar sem listamenn eru hvattir til þess að koma aftur í heimahaga sína og vinna þar að sköpun sinni. En yfirumsjón með verkefninu hafa Aðalbjörg og Jenný Lára Arnórsdóttir. „Við Jenný kynntumst í gegnum Aftur heim og við eigum báðar okkar rætur hér á þessu svæði. Amma mín er frá Oddstöðum og Jenný er úr Mývatnssveit. En auk okkar þá taka þátt í þessu þær Katla Rut Pétursdóttir, Fanney Kristjánsdóttir og norsku listakonurnar Frid Halmoy, Ashild Pettersen og Mariell Amelie. Norsku listakonunum kynntumst við í gegnum sambærilegt verkefni sem er unnið þar og þá einkum í Norður-Noregi.“ Í leiksýningunni Heima er þar sem ég halla mér er leitast við að taka inn sögu og umhverfi svæðisins með ýmsum hætti. „Ástæðan fyrir því að leiksýningin fer fram í rútuferð er ekki síst sú að fólk hefur í gegnum tíðina ferðast þennan spotta í alls kyns erindagjörðum. Margir hafa komið á svæðið til að sækja sér atvinnu. Til að taka þátt í síldarævintýri, þýskar konur í leit að betra lífi, verkamenn til að vinna hjá Fjallalambi, tónlistarmenn að spila á böllum, embættismenn í ýmsum erindagjörðum og fleiri og fleiri. Það eru sögur þessa fólks og sögur heimafólks af samskiptum við það sem við erum að skoða.“ Aðalbjörg segir að heimfólkið hafi verið algjörlega frábært og reynst verkefninu afar hjálplegt. „Við erum ákaflega þakklát fyrir allan þann stuðning sem við höfum fengið hér á svæðinu. Bæði fyrirtæki og einstaklingar hafa reynst okkur vel. Nú er að verða uppselt í rútuna og ég játa það að ég er orðin dálítið spennt að sjá hverjir eru að koma til okkar. Svo er þetta líka sérstaklega stór dagur fyrir mig þar sem ég á tíu ára leikafmæli. Krakkarnir sem ég útskrifaðist með ætla að hittast í bröns en ég er alsæl að vera frekar að leika hér um sléttuna þvera og endilanga. Þetta verður alveg rosalega gaman.“
Menning Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira