Gómsætt á grillið í sumar Eyþór Rúnarsson skrifar 19. júní 2015 15:00 Grillaðar kjúklingalundir í chili-sósu Marinering 600 g kjúklingalundir 1 lime 2 msk. chili-sósa sjávarsalt Eftir grillun 3 msk. af chili-sósu Sjávarsalt Extra virgin ólífuolía Setjið lundirnar í fat með sósunni og lime-safanum. Kryddið með salti og veltið lundunum vel upp úr öllu saman. Raðið lundunum upp á grillpinnana og setjið standinn inn í sjóðandi heitt grillið og grillið í um 8-10 mín. eða þar til lundirnar eru grillaðar í gegn. Takið lundirnar af pinnunum og veltið þeim upp úr chili-sósunni og ólífuolíunni og kryddið þær með smá meira salti. Kotasælusalat 1 dós kotasæla 4 stk. fínt skorinn vorlaukur 150 g fínt skorin kínahreðka Börkur og safi af 1 stk. lime 1/3 kóríanderbréf 1 tsk. sambal oelek Sjávarsalt Setjið allt hráefnið saman í skál og smakkið það til með salti.Meðlæti1 haus iceberg-salat 1/3 kóríanderbréf Takið salatblöðin utan af iceberg-salatinu og rífið kóríanderinn niður. Setjið allt hráefnið á borðið og raðið saman í taco eftir smekk. Vísir/Getty Grilluð svínarif með BBQ-sósu og maís-salsa Marinering fyrir rif 1 msk. fennelfræ 1 msk. stjörnuanís 1 msk. svartur pipar ½ msk. chiliflögur 1 msk. svartur pipar 4 msk. reykt paprikuduft 10 stk. kaffibaunir 6 stk. stjörnuanís 3 msk. gróft salt 8 msk. púðursykur 8 stk. svínarif 1 stk. Boli Álpappír Sjávarsalt Setjið öll heilu kryddin og kaffibaunirnar saman í mortel og brjótið gróft niður. Setjið restina af kryddunum ásamt sykrinum og saltinu í skál með nýmalaða kryddinu og blandið öllu vel saman. Hjúpið rifin með kryddblöndunni báðum megin og setjið inn í ísskáp og látið standa í 14-16 tíma. Kveikið á einum brennara á grillinu og hitið það upp í um 130-150 gráður. Pakkið rifjunum inn í álpappír og hellið ½ Bola yfir. Setjið rifin þeim megin sem slökkt er á grillinu og látið þau eldast þar í 3 klst. Takið rifin úr álpappírnum og penslið þau með bbq-sósunni. Setjið þau síðan á heitt grillið og grillið í 3 mín. á hvorri hlið og penslið með bbq-sósunni á meðan. Takið rifin af grillinu og kryddið með salti. Ristað maíssalat 4 stk. heill maís 1 stk. rauður chili (gróft skorinn) ½ rauðlaukur (fínt skorinn) ½ bréf kóríander 300 ml olífuolía eða kaldpressuð repjuolía 1 stk. lime, safinn og börkurinn 1 box kirsuberjatómatar (skornir í fernt) ½ bréf gróft skorinn kóríander Sjávarsalt Svartur pipar úr kvörn Setjið heila maísinn á heitt grillið og grillið hann þar til hann er orðinn svartur að utan allan hringinn. Takið utan af maísnum og skerið maískornin utan af stilknum. Blandið öllum hráefnunum saman í skál og smakkið til með saltinu BBQ-sósa 1 lítri tómatsósa 250 ml eplaedik 250 ml hlynsíróp eplasafi 250 ml 250 ml sætt sinnep 150 ml chipotle-paste 2 stk. laukar (fínt skornir) 4 stk. hvítlauksrif 250 g púðursykur 250 g apríkósusulta Sjávarsalt Setjið allt hráefnið í pott og sjóðið við vægan hita í um 45 mín. eða þar til laukurinn er orðinn mjúkur. Maukið sósuna með töfrasprota og smakkið hana til með salti. Salatblaðstaco Salatblaðs-taco með léttsýrðu grænmeti, kotasælusalati og grilluðum kjúklingalundum í hot-sauceLétt sýrt grænmetisafi úr 1 sítrónu 2 msk. agave-síróp2 msk. ólífuolía 200 g gulrætur (skrældar)1 stk. rauð paprika4 sellerístilkar (skrældir með skrælara)2 msk. eplaedik Sjávarsalt Setjið sítrónusafann, agave-sírópið og ólífuolíuna saman í skál og blandið vel saman með písk. Skerið allt grænmetið fínt niður og setjið út í skálina og smakkið til með salti og pipar. Eyþór Rúnarsson Grillréttir Kjúklingur Salat Svínakjöt Taco Uppskriftir Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið
Grillaðar kjúklingalundir í chili-sósu Marinering 600 g kjúklingalundir 1 lime 2 msk. chili-sósa sjávarsalt Eftir grillun 3 msk. af chili-sósu Sjávarsalt Extra virgin ólífuolía Setjið lundirnar í fat með sósunni og lime-safanum. Kryddið með salti og veltið lundunum vel upp úr öllu saman. Raðið lundunum upp á grillpinnana og setjið standinn inn í sjóðandi heitt grillið og grillið í um 8-10 mín. eða þar til lundirnar eru grillaðar í gegn. Takið lundirnar af pinnunum og veltið þeim upp úr chili-sósunni og ólífuolíunni og kryddið þær með smá meira salti. Kotasælusalat 1 dós kotasæla 4 stk. fínt skorinn vorlaukur 150 g fínt skorin kínahreðka Börkur og safi af 1 stk. lime 1/3 kóríanderbréf 1 tsk. sambal oelek Sjávarsalt Setjið allt hráefnið saman í skál og smakkið það til með salti.Meðlæti1 haus iceberg-salat 1/3 kóríanderbréf Takið salatblöðin utan af iceberg-salatinu og rífið kóríanderinn niður. Setjið allt hráefnið á borðið og raðið saman í taco eftir smekk. Vísir/Getty Grilluð svínarif með BBQ-sósu og maís-salsa Marinering fyrir rif 1 msk. fennelfræ 1 msk. stjörnuanís 1 msk. svartur pipar ½ msk. chiliflögur 1 msk. svartur pipar 4 msk. reykt paprikuduft 10 stk. kaffibaunir 6 stk. stjörnuanís 3 msk. gróft salt 8 msk. púðursykur 8 stk. svínarif 1 stk. Boli Álpappír Sjávarsalt Setjið öll heilu kryddin og kaffibaunirnar saman í mortel og brjótið gróft niður. Setjið restina af kryddunum ásamt sykrinum og saltinu í skál með nýmalaða kryddinu og blandið öllu vel saman. Hjúpið rifin með kryddblöndunni báðum megin og setjið inn í ísskáp og látið standa í 14-16 tíma. Kveikið á einum brennara á grillinu og hitið það upp í um 130-150 gráður. Pakkið rifjunum inn í álpappír og hellið ½ Bola yfir. Setjið rifin þeim megin sem slökkt er á grillinu og látið þau eldast þar í 3 klst. Takið rifin úr álpappírnum og penslið þau með bbq-sósunni. Setjið þau síðan á heitt grillið og grillið í 3 mín. á hvorri hlið og penslið með bbq-sósunni á meðan. Takið rifin af grillinu og kryddið með salti. Ristað maíssalat 4 stk. heill maís 1 stk. rauður chili (gróft skorinn) ½ rauðlaukur (fínt skorinn) ½ bréf kóríander 300 ml olífuolía eða kaldpressuð repjuolía 1 stk. lime, safinn og börkurinn 1 box kirsuberjatómatar (skornir í fernt) ½ bréf gróft skorinn kóríander Sjávarsalt Svartur pipar úr kvörn Setjið heila maísinn á heitt grillið og grillið hann þar til hann er orðinn svartur að utan allan hringinn. Takið utan af maísnum og skerið maískornin utan af stilknum. Blandið öllum hráefnunum saman í skál og smakkið til með saltinu BBQ-sósa 1 lítri tómatsósa 250 ml eplaedik 250 ml hlynsíróp eplasafi 250 ml 250 ml sætt sinnep 150 ml chipotle-paste 2 stk. laukar (fínt skornir) 4 stk. hvítlauksrif 250 g púðursykur 250 g apríkósusulta Sjávarsalt Setjið allt hráefnið í pott og sjóðið við vægan hita í um 45 mín. eða þar til laukurinn er orðinn mjúkur. Maukið sósuna með töfrasprota og smakkið hana til með salti. Salatblaðstaco Salatblaðs-taco með léttsýrðu grænmeti, kotasælusalati og grilluðum kjúklingalundum í hot-sauceLétt sýrt grænmetisafi úr 1 sítrónu 2 msk. agave-síróp2 msk. ólífuolía 200 g gulrætur (skrældar)1 stk. rauð paprika4 sellerístilkar (skrældir með skrælara)2 msk. eplaedik Sjávarsalt Setjið sítrónusafann, agave-sírópið og ólífuolíuna saman í skál og blandið vel saman með písk. Skerið allt grænmetið fínt niður og setjið út í skálina og smakkið til með salti og pipar.
Eyþór Rúnarsson Grillréttir Kjúklingur Salat Svínakjöt Taco Uppskriftir Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið