Svarið er já…! Rikka skrifar 22. júní 2015 14:00 Segðu já við lífinu. Vísir/Getty Ég horfði nýlega á myndina Yes man með Jim Carrey í annað eða þriðja sinn um ævina. Hún fjallar um hálfdapran mann á miðjum aldri sem er einn og yfirgefinn að eigin mati. Hann svarar ekki símanum þegar vinirnir hringja, vinnan hans er ömurleg og kærastan yfirgaf hann fyrir áhugaverðari einstakling. Einn daginn hittir hann gamlan samstarfsfélaga sem við fyrstu sýn virðist gjörsamlega hafa tapað sér í gleðinni. Sá hinn sami lýsir því fyrir okkar manni hverju hann hefur áorkað síðan þeir hittust síðast, hversu hamingjusamur hann sé í lífinu og að öllum þessum gleðistundum sé einu orði að þakka, orðinu já. Í kjölfarið fær hinn glaði þann leiða til þess að koma með sér á sjálfshjálparnámskeið þar sem tekið er loforð af hinum leiða um að hann segi ekki nei við nokkurri bón, annars muni ógæfan leita hann uppi. Upp frá því fara hlutirnir að taka á sig aðra og jákvæðari mynd í lífi hins leiða. Þrátt fyrir að myndin sé fyrst og fremst grínmynd þá skilur hún eftir sig jákvæðar tilfinningar og maður veltir því fyrir sér að kannski ætti maður að segja oftar já við lífinu? Að því sögðu þá á ég að sjálfsögðu við að segja já við hlutum og upplifunum sem glæða líf þitt með gleði og jákvæðni. Við segjum ekki já við leiðindum er það? Með því að segja já, þá gæti líf okkar fyllst af ævintýrum og nýjar og uppbyggjandi venjur látið á sér kræla. Það að segja já við því, sem við hefðum vanalega sagt sagt nei við, er einnig ný svörun við venjum og tilfinningum. Hver veit nema að við gætum kannski bara bætt líf okkar örlítið til hins betra, í versta falli kryddum við það bara örlítið eða yfirbókum okkur í skemmtilegheitum. Heilsa Mest lesið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikarnir: Frambjóðendur máluðu hver aðra með misgóðum árangri Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Ég horfði nýlega á myndina Yes man með Jim Carrey í annað eða þriðja sinn um ævina. Hún fjallar um hálfdapran mann á miðjum aldri sem er einn og yfirgefinn að eigin mati. Hann svarar ekki símanum þegar vinirnir hringja, vinnan hans er ömurleg og kærastan yfirgaf hann fyrir áhugaverðari einstakling. Einn daginn hittir hann gamlan samstarfsfélaga sem við fyrstu sýn virðist gjörsamlega hafa tapað sér í gleðinni. Sá hinn sami lýsir því fyrir okkar manni hverju hann hefur áorkað síðan þeir hittust síðast, hversu hamingjusamur hann sé í lífinu og að öllum þessum gleðistundum sé einu orði að þakka, orðinu já. Í kjölfarið fær hinn glaði þann leiða til þess að koma með sér á sjálfshjálparnámskeið þar sem tekið er loforð af hinum leiða um að hann segi ekki nei við nokkurri bón, annars muni ógæfan leita hann uppi. Upp frá því fara hlutirnir að taka á sig aðra og jákvæðari mynd í lífi hins leiða. Þrátt fyrir að myndin sé fyrst og fremst grínmynd þá skilur hún eftir sig jákvæðar tilfinningar og maður veltir því fyrir sér að kannski ætti maður að segja oftar já við lífinu? Að því sögðu þá á ég að sjálfsögðu við að segja já við hlutum og upplifunum sem glæða líf þitt með gleði og jákvæðni. Við segjum ekki já við leiðindum er það? Með því að segja já, þá gæti líf okkar fyllst af ævintýrum og nýjar og uppbyggjandi venjur látið á sér kræla. Það að segja já við því, sem við hefðum vanalega sagt sagt nei við, er einnig ný svörun við venjum og tilfinningum. Hver veit nema að við gætum kannski bara bætt líf okkar örlítið til hins betra, í versta falli kryddum við það bara örlítið eða yfirbókum okkur í skemmtilegheitum.
Heilsa Mest lesið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikarnir: Frambjóðendur máluðu hver aðra með misgóðum árangri Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira