Hvernig er hægt að hrækja á svona son? Magnús Guðmundsson skrifar 13. júní 2015 10:30 Guðrún Ásmundsdóttir er sögumaður af guðs náð og einstaklega lífleg og skemmtileg kona með hjartað á réttum stað. Visir/Valli Það hlýtur að vera eitthvað í þessu fyrst að þetta er orðið frægt um allan heim og listaheimurinn svona óskaplega hrifinn,“ segir Guðrún Ásmundsdóttir, móðir Ragnars Kjartanssonar myndlistarmanns, sem í vikunni opnaði sýninguna Ég og móðir mín í i8 Gallery að Tryggvagötu. Þar sýnir Ragnar vídeóverk með endurteknum gjörningi sem hann hefur unnið á fimm ára fresti allt frá árinu 2000. Gjörningurinn felst í að móðir Ragnars hrækir á hann í sífellu þar sem þau standa fyrir framan myndavélina í stofu Guðrúnar á æskuheimili Ragnars. Verkin fjögur eru frá fimm og upp í tuttugu mínútur að lengd. Guðrúnu Ásmundsdóttur leikkonu og móður Ragnars er margt til lista lagt. Ferill hennar í leikhúsinu spannaði um fimmtíu ár þar sem hún lék óteljandi hlutverk hjá Leikfélagi Reykjavíkur, leikstýrði og bjó efni til leiksýninga. Það er því ekki ofsögum sagt að Guðrún búi yfir mikilli reynslu en hún segir að hún hafi þurft að sækja djúpt í reynslubankann þegar sonur hennar bað hana um að stilla sér upp fyrir framan myndavél og hrækja á hann án afláts.Uppátektarsamur drengur „Ég kippti mér nú ekkert mikið upp við þetta þegar hann hringdi og bað mig um að gera þetta fyrir sig. Hann hefur nú alltaf verið uppátektarsamur, blessaður. Ég man til að mynda vel eftir því þegar hann kom heim einn daginn og sagðist vilja læra á selló. Þá var hann svona átta ára gamall og skotinn í stelpu sem bjó í götunni og var að læra á selló. Ég ræddi þá hugmynd við Göggu Lund söngkonu sem bjó hér í húsinu og hún vissi nú lengra sínu nefi. „Nei, selló er ekkert fyrir hann Ragnar. Trompet, það er hljóðfæri fyrir hann,“ sagði hún án þess að hika og það varð úr að Ragnar fór að læra á trompet til þess að ganga í augun á sellóleikara. En þeim ferli lauk enn hraðar en hann kom til þegar Ragnar fékk hláturskast þegar hann var að spila undir stjórn þess góða manns Páls Pampichler Pálssonar sem fékk nóg af vitleysisganginum í stráknum.Úr verki Ragnars Ég og móðir mín.Hrækingar og kaffi Fyrst þegar hann kom til mín svo við gætum stillt okkur upp og ég hrækt á hann átti ég líka erfitt með að berjast við hláturinn. Ragnar kom ásamt vinum sínum sem sáu um að taka þetta upp og þá var þetta enn smátt í sniðum og enginn peningur í þessu. Ragnar skipti í hvíta skyrtu og svo stilltum við okkur upp og létum vaða. Að þessu loknu fór drengurinn í bað og við fengum okkur svo öll kaffi saman áður en við kysstumst bless. Mér fannst svo mikil fásinna að vera að hrækja á þennan góða dreng. Ég þurfti því að nýta alla mína leikarareynslu og hæfileika til þess að komast í gegnum þetta án þess að fara að skellihlæja rétt eins og Ragnar framan í Pál um árið. Það er víst hægt að sjá þetta þegar horft er á verkið en svo þróaðist þetta áfram hjá okkur.Útrásarpésinn Ragnar Fimm árum seinna fannst mér þetta ekki alveg eins erfitt. Gat betur haldið einbeitingunni við hrækingarnar á son minn eins undarlega og það hljómar. Skömmu eftir hrunið þá greip ég svo til þess ráðs að ímynda mér hann sem einhvern útrásarpésa sem með glannaskap og græðgi væri búinn að setja fjölda heimila á hausinn. Það hjálpaði og talsvert meiri alvara var þá komin í hrækingarnar. Hann fékk það alveg óþvegið það árið. Svona er þetta eflaust litað af sinni samtíð hverju sinni en það er kannski rétt að taka fram að samband okkar Ragnars er alltaf afskaplega gott. Öðruvísi væri þetta ekki gerlegt.“Guðrún Ásmundsdóttir heima í stofunni á æskuheimikli Ragnars.Visir/ValliÍtalska mamman Guðrún er á því að inntak verksins sé efalítið margbreytilegt eftir auga þess sem á lítur. „Ég vil ekki vera að leggja mikið í þetta – læt það öðrum eftir. Ég hitti eitt sinn ítalskan milljónamæring sem keypti eitt þeirra örfáu eintaka sem er hægt að kaupa af Ég og móðir mín. Blessaður maðurinn var uppveðraður yfir því að hitta móður listamannsins en svo varð mér á að nefna að hún Sissa mín hafi verið að fá tilnefningu til leiklistarverðlauna og ég var eðlilega stolt af því. Þá fór maðurinn í óskaplega fýlu út í mig. En sem móðir þá gat ég nú ekki látið þetta liggja og fór og talaði við blessaðan manninn og bað hann um að segja mér hvað amaði að. Milljónerinn stundi því þá upp að þegar hann hafi sem ungur lögfræðingur flutt sitt fyrsta stóra mál fyrir rétti hafi móðir hans verið á staðnum. Hann hafi nefnt hana í ávarpi við réttinn og boðið hana sérstaklega velkomna. Blaðamenn stukku til og óskuðu henni til hamingju með að eiga svona flottan son. Hún þakkaði pent en sagði svo: „Já, hann er fínn en þið ættuð að kynnast henni dóttur minni.“ Úbbs. Hún hrækti á hann – eða svo fannst honum að minnsta kosti og þetta átti hann erfitt með að fyrirgefa. Þetta var efalítið ástæðan fyrir því að hann keypti verkið og þannig leggur hver sitt í þetta.“Mæður á tvíæringi Guðrún segir að það hafi vissulega verið gleðilegt að fá að vera hluti af velgengni sonarins. Þannig hafi Feneyjatvíæringurinn verið mikið ævintýri sem Ragnar hafi séð til að mamma gæti tekið þátt í. „Hann hringdi í mig og spurði mig hvort ég vildi ekki koma og vera með við opnun tvíæringsins. Ég sagði honum að ég hefði því miður ekki efni á svo veglegu ferðalagi en hann bað mig bara að vera alveg rólega með það. Svo talaði hann við umsjónarfólkið og sagði því að það væri algjörlega nauðsynlegt að móðir hans væri á staðnum við opnunina til þess að gefa fólki sína víðfrægu fiskisúpu. Á hæðinni fyrir ofan Ragnar var búsettur listamaður frá Víetnam og honum fannst þetta svo góð hugmynd að hann krafðist þess að fá móður sína á staðinn til þess að gefa þá öllum kjúklingasúpu. Það fór svo að við stóðum þarna mæðurnar úr sitthvorri heimsálfunni með ausurnar á meðan þeir stukku fram á sjónarsviðið og slógu í gegn.“ Svona sonur Það er umhugsunarefni að leikkona sem á að baki fimmtíu ára feril skuli hafa lítið á milli handanna eftir allt sitt ævistarf. Guðrún segir að það sé vissulega áhyggjuefni hversu margir eldri borgarar í íslensku samfélagi búi við þröngan kost og framlag eldri kynslóða lítilsvirt af samfélaginu. „Það sem gerðist hjá mér og í raun heilli kynslóð leikara hjá Leikfélagi Reykjavíkur var að við vorum í raun svikin um eftirlaun og það mörg hver eftir áratuga starf. Þetta er kynslóðin sem vann launalaust að því að safna fyrir nýju leikhúsi með miðnætursýningum í Austurbæjarbíói. Þegar við töpuðum að endingu dómsmáli þessa efnis þá hringdi Ragnar í mig frá New York og spurði mig hvort ég væri þá ekki illa sett. Ég gat nú ekki neitað því að þetta væri ákveðið áfall. „Hvað er yfirdrátturinn hár, mamma?“ spurði hann mig þá og ég sagðist nú þurfa aðeins að athuga það en þá vildi hann fá að vita það strax. „Ég er á fundi hérna á Guggenheim-safninu og þeir eru að kaupa af mér verk. Hvað er yfirdrátturinn hár mamma?“ Ég stundi því upp að hann væri nú kominn í milljón sem hann óneitanlega var. „Allt í lagi, mamma.“ Og þar með var hann rokinn og svo borgaði hann upp yfirdráttinn minn með verkinu sem hann seldi Guggenheim. Hvernig er hægt að hrækja á svona son?“ Menning Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það hlýtur að vera eitthvað í þessu fyrst að þetta er orðið frægt um allan heim og listaheimurinn svona óskaplega hrifinn,“ segir Guðrún Ásmundsdóttir, móðir Ragnars Kjartanssonar myndlistarmanns, sem í vikunni opnaði sýninguna Ég og móðir mín í i8 Gallery að Tryggvagötu. Þar sýnir Ragnar vídeóverk með endurteknum gjörningi sem hann hefur unnið á fimm ára fresti allt frá árinu 2000. Gjörningurinn felst í að móðir Ragnars hrækir á hann í sífellu þar sem þau standa fyrir framan myndavélina í stofu Guðrúnar á æskuheimili Ragnars. Verkin fjögur eru frá fimm og upp í tuttugu mínútur að lengd. Guðrúnu Ásmundsdóttur leikkonu og móður Ragnars er margt til lista lagt. Ferill hennar í leikhúsinu spannaði um fimmtíu ár þar sem hún lék óteljandi hlutverk hjá Leikfélagi Reykjavíkur, leikstýrði og bjó efni til leiksýninga. Það er því ekki ofsögum sagt að Guðrún búi yfir mikilli reynslu en hún segir að hún hafi þurft að sækja djúpt í reynslubankann þegar sonur hennar bað hana um að stilla sér upp fyrir framan myndavél og hrækja á hann án afláts.Uppátektarsamur drengur „Ég kippti mér nú ekkert mikið upp við þetta þegar hann hringdi og bað mig um að gera þetta fyrir sig. Hann hefur nú alltaf verið uppátektarsamur, blessaður. Ég man til að mynda vel eftir því þegar hann kom heim einn daginn og sagðist vilja læra á selló. Þá var hann svona átta ára gamall og skotinn í stelpu sem bjó í götunni og var að læra á selló. Ég ræddi þá hugmynd við Göggu Lund söngkonu sem bjó hér í húsinu og hún vissi nú lengra sínu nefi. „Nei, selló er ekkert fyrir hann Ragnar. Trompet, það er hljóðfæri fyrir hann,“ sagði hún án þess að hika og það varð úr að Ragnar fór að læra á trompet til þess að ganga í augun á sellóleikara. En þeim ferli lauk enn hraðar en hann kom til þegar Ragnar fékk hláturskast þegar hann var að spila undir stjórn þess góða manns Páls Pampichler Pálssonar sem fékk nóg af vitleysisganginum í stráknum.Úr verki Ragnars Ég og móðir mín.Hrækingar og kaffi Fyrst þegar hann kom til mín svo við gætum stillt okkur upp og ég hrækt á hann átti ég líka erfitt með að berjast við hláturinn. Ragnar kom ásamt vinum sínum sem sáu um að taka þetta upp og þá var þetta enn smátt í sniðum og enginn peningur í þessu. Ragnar skipti í hvíta skyrtu og svo stilltum við okkur upp og létum vaða. Að þessu loknu fór drengurinn í bað og við fengum okkur svo öll kaffi saman áður en við kysstumst bless. Mér fannst svo mikil fásinna að vera að hrækja á þennan góða dreng. Ég þurfti því að nýta alla mína leikarareynslu og hæfileika til þess að komast í gegnum þetta án þess að fara að skellihlæja rétt eins og Ragnar framan í Pál um árið. Það er víst hægt að sjá þetta þegar horft er á verkið en svo þróaðist þetta áfram hjá okkur.Útrásarpésinn Ragnar Fimm árum seinna fannst mér þetta ekki alveg eins erfitt. Gat betur haldið einbeitingunni við hrækingarnar á son minn eins undarlega og það hljómar. Skömmu eftir hrunið þá greip ég svo til þess ráðs að ímynda mér hann sem einhvern útrásarpésa sem með glannaskap og græðgi væri búinn að setja fjölda heimila á hausinn. Það hjálpaði og talsvert meiri alvara var þá komin í hrækingarnar. Hann fékk það alveg óþvegið það árið. Svona er þetta eflaust litað af sinni samtíð hverju sinni en það er kannski rétt að taka fram að samband okkar Ragnars er alltaf afskaplega gott. Öðruvísi væri þetta ekki gerlegt.“Guðrún Ásmundsdóttir heima í stofunni á æskuheimikli Ragnars.Visir/ValliÍtalska mamman Guðrún er á því að inntak verksins sé efalítið margbreytilegt eftir auga þess sem á lítur. „Ég vil ekki vera að leggja mikið í þetta – læt það öðrum eftir. Ég hitti eitt sinn ítalskan milljónamæring sem keypti eitt þeirra örfáu eintaka sem er hægt að kaupa af Ég og móðir mín. Blessaður maðurinn var uppveðraður yfir því að hitta móður listamannsins en svo varð mér á að nefna að hún Sissa mín hafi verið að fá tilnefningu til leiklistarverðlauna og ég var eðlilega stolt af því. Þá fór maðurinn í óskaplega fýlu út í mig. En sem móðir þá gat ég nú ekki látið þetta liggja og fór og talaði við blessaðan manninn og bað hann um að segja mér hvað amaði að. Milljónerinn stundi því þá upp að þegar hann hafi sem ungur lögfræðingur flutt sitt fyrsta stóra mál fyrir rétti hafi móðir hans verið á staðnum. Hann hafi nefnt hana í ávarpi við réttinn og boðið hana sérstaklega velkomna. Blaðamenn stukku til og óskuðu henni til hamingju með að eiga svona flottan son. Hún þakkaði pent en sagði svo: „Já, hann er fínn en þið ættuð að kynnast henni dóttur minni.“ Úbbs. Hún hrækti á hann – eða svo fannst honum að minnsta kosti og þetta átti hann erfitt með að fyrirgefa. Þetta var efalítið ástæðan fyrir því að hann keypti verkið og þannig leggur hver sitt í þetta.“Mæður á tvíæringi Guðrún segir að það hafi vissulega verið gleðilegt að fá að vera hluti af velgengni sonarins. Þannig hafi Feneyjatvíæringurinn verið mikið ævintýri sem Ragnar hafi séð til að mamma gæti tekið þátt í. „Hann hringdi í mig og spurði mig hvort ég vildi ekki koma og vera með við opnun tvíæringsins. Ég sagði honum að ég hefði því miður ekki efni á svo veglegu ferðalagi en hann bað mig bara að vera alveg rólega með það. Svo talaði hann við umsjónarfólkið og sagði því að það væri algjörlega nauðsynlegt að móðir hans væri á staðnum við opnunina til þess að gefa fólki sína víðfrægu fiskisúpu. Á hæðinni fyrir ofan Ragnar var búsettur listamaður frá Víetnam og honum fannst þetta svo góð hugmynd að hann krafðist þess að fá móður sína á staðinn til þess að gefa þá öllum kjúklingasúpu. Það fór svo að við stóðum þarna mæðurnar úr sitthvorri heimsálfunni með ausurnar á meðan þeir stukku fram á sjónarsviðið og slógu í gegn.“ Svona sonur Það er umhugsunarefni að leikkona sem á að baki fimmtíu ára feril skuli hafa lítið á milli handanna eftir allt sitt ævistarf. Guðrún segir að það sé vissulega áhyggjuefni hversu margir eldri borgarar í íslensku samfélagi búi við þröngan kost og framlag eldri kynslóða lítilsvirt af samfélaginu. „Það sem gerðist hjá mér og í raun heilli kynslóð leikara hjá Leikfélagi Reykjavíkur var að við vorum í raun svikin um eftirlaun og það mörg hver eftir áratuga starf. Þetta er kynslóðin sem vann launalaust að því að safna fyrir nýju leikhúsi með miðnætursýningum í Austurbæjarbíói. Þegar við töpuðum að endingu dómsmáli þessa efnis þá hringdi Ragnar í mig frá New York og spurði mig hvort ég væri þá ekki illa sett. Ég gat nú ekki neitað því að þetta væri ákveðið áfall. „Hvað er yfirdrátturinn hár, mamma?“ spurði hann mig þá og ég sagðist nú þurfa aðeins að athuga það en þá vildi hann fá að vita það strax. „Ég er á fundi hérna á Guggenheim-safninu og þeir eru að kaupa af mér verk. Hvað er yfirdrátturinn hár mamma?“ Ég stundi því upp að hann væri nú kominn í milljón sem hann óneitanlega var. „Allt í lagi, mamma.“ Og þar með var hann rokinn og svo borgaði hann upp yfirdráttinn minn með verkinu sem hann seldi Guggenheim. Hvernig er hægt að hrækja á svona son?“
Menning Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira